Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 3

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 3
GUÐRÚN AGÚSTSDÓTTIR: Norrænt kvennaþing — upphaf nýrrar baráttu? Dagana 30. júlí til 7. ágúst nú í sumar munu 7-10 þúsund konur frá Norður- löndunum hittast í Osló, til að skiptast á skoðunum og hugmyndum, miðla af reynslu sinni, bindast vináttuböndum og setja sameiginlega fram kröfu um betra líf í framtíðinni fyrir konur og þar með fyrir alla. í september 1985 kom fram sú hug- mynd meðal norrænna kvenna að haldin yrði sérstök norræn ráðstefna fyrir konur sem yrði með svipuðu sniði og hliðarráð- stefnurnar í Mexico 1975, Kaupmanna- höfn 1981 og Nairobi 1985. Norræna ráð- herranefndin ákvað síðan í samvinnu við forsætisnefnd Norðurlandaráðs að hrinda hugmynd kvennanna í framkvæmd. Ákveð- ið var að halda opinbera ráðstefnu sam- hliða þinginu (í 3 daga) þar sem ráða- menn þjóðanna vinni að norrænni fram- kvæmdaáætlun á sviði jafnréttismála. Ráðherranefndin ákvað að undirbún- ingur kvennaþingsins skyldi vera í hönd- um norrænna kvennasamtaka. í undir- búningsnefnd sitja tveir fulltrúar frá hverju landi nema gestalandinu sem á þrjá fulltrúa. Fulltrúar íslands eru þær Arndís Steinþórsdóttir frá Kvenréttinda- félagi Islands og ofanskráð sem er frá Framkvæmdanefnd um launamál kvenna, og er jafnframt starfsmaður þess fram- kvæmdahóps sem undirbýr starfið hér á íslandi. Hvert er markmið og tilgangur þingsins: Markmið og tilgangur hefur verið skil- greint á eftirfarandi hátt af formanni

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.