Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 12

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 12
Tveggja alda einsemd Frá því að Hans Egede og félagar námu land á Grænlandi liðu tvær aldir þar sem Grænland var lokuð nýlenda Dana. Konunglega Grænlandsverslunin rak þar einokunarverslun, keypti selskinn á spottprís og seldi þeim evrópskar neyslu- vörur á móti. Kristni var að sjálfsögðu innleidd en lífshættir grænlensku þjóðar- Grænlensk kona fyrir utan Maríukirkjuna í Istedgade í Kaupmannahöfn. Ljósm.: Lauri Dammert. innar breyttust þó lítið enda var áhugi Dana ekki mikill á þessu fjarlæga landi. Svo gerðist það upp úr heimsstyrjöld- inni seinni að Bandaríkjamenn fóru að renna hýru auga til Grænlands, legu þess vegna og rönkuðu Danir þá við sér. Árið 1948 var hafist handa við að „opna“ land- ið og færa það nær nútímanum. Danir námu krýólít og önnur náttúruauðæfi landsins en á móti fengu Grænlendingar ýmsar vestrænar vörur. Lífshættir fóru að breytast. Grænlend- ingar fluttu á mölina, réðu sig í launa- vinnu, en fram að þessu höfðu þeir aðal- lega veitt sel. Danir og löggjafarþing þeirra voru sammála um að Grænland skyldi enn vera undir dönskum yfirráðum og árið 1953 var Grænland gert að amti í danska ríkinu. Á næstu tuttugu árum fóru Grænlend- ingar í gegnum þróun sem tekið hafði Dani sjálfa 150 ár. Fólk flutti úr minni byggðakjörnum og leitaði til kaupstaða — fiskiðjuver voru reist við sjávarstendur og var dreifbýlisfólkinu þjappað saman í fjölbýlishús að hætti Evrópubúa. Þörf á vinnuafli I iðnaði var þörf fyrir vinnuafl bæði karla og kvenna. Því var hamast við að byggja skóla, sjúkrahús og dagvistunar- stofnanir, að sjálfsögðu allt eftir danskri fyrirmynd. Skortur var á þar til menntuðu fólki meðal Grænlendinga og varð reynd- in því sú að danskir þegnar önnuðust stjórnunarstörf, félagsþjónustu, verslun- arstörf, samgöngur o.þ.h. Flraðinn var slíkur að enginn tími gafst til að þjálfa Grænlendinga til þessara starfa. Til að lokka Dani til starfa á Grænlandi voru fundnar upp reglur árið 1964, en þær veittu Dönum hærri laun en Grænlend- 12

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.