Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 13

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 13
Christianshavns Torv ■ Kaupmannahöfn: Grænlenskur veruleiki í þeim danska. Ljósm.: Laurí Dammert. ingum fyrir sams konar störf! Á árunum 1964-1982 fjölgaði Dönum á Grænlandi úr 2762 í 9279 eða sem samsvarar u.þ.b. Vs af grænlensku þjóðinni. Dönsk tunga Grænlenskt heimilislíf raskaðist þegar fjölskyldan flutti á mölina. Báðir foreldar hófu störf utan heimilis og börnin fóru til skólagöngu í Danmörku. Jafnvel matar- venjur breyttust. Dönsk tunga ríkti ekki einungis á opin- berum skrifstofum heldur einnig í skólum og á dagvistunarstofnunum. Danskan var kennd sem móðurmál í skólum. Kennslan fór ekki bara fram á dönsku heldur voru kennslubækur fengnar frá Danmörku og þær að sjálfsögðu skrifaðar út frá dönsk- um veruleika. Eftir að Grænlendingar fengu heimastjórn var grænlenska gerð að opinberu máli í skólum. Þó fer stór hluti kennslunnar enn fram a dönsku þar sem enn ríkir skortur á menntuðum kennurum. Eins og sjá má varð margt til að grafa undan sjálfsáliti grænlensku þjóðarinnar. Móðurmálið var ónothæft, vinnuaflið ódýrt og grænlenskur veruleiki mátti sín lítils gagnvart dönsku sumarveðri og froskum í skógartjörn. Allt grænlenskt varð að víkja úr vegi fyrir framförum nú- tímans. — Hins vegar getur dönsk tunga aldrei orðið Grænlendingum eiginleg þó ekki væri nema vegna þess að hún er byggð yfir allt annan reynsluheim en þann grænlenska. 13

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.