Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 14

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 14
Menning Danir hafa sótt mikiö til evrópskrar menningar og hafa mótast af sögu og hugsunarhætti álfunnar. Hins vegar þekkja þeir ekki stafróf þeirra menningar sem ríkir í N-Atlantsshafi. Eiga þeir því erfitt með að skilja en auðvelt með að misskilja Grænlendinga. Tímaskynjun er til að mynda ólík. Danir eru aldir upp við úrið, eru gjarnan stundvísir og þurfa sjalda að aflýsa neinu vegna veðurs. Framtíðin er vel skipulögð í vasabók, en hún er hverjum manni ó- missandi. A Grænlandi er þessu öðru vísi háttað. Náttúruöflin eru máttug og er ætíð skipulagt með þeim fyrirvara „ef veður leyfir“. Grænlendingar eru ekki ginnkeyptir fyrir danskri skipulagninngu og jafnvel ís- lendingar geta tekið undir þegar þeir hrista hausinn og segjast ómögulega geta tekið afstöðu til hvort þeir muni geta skemmt sér þriðjudaginn 15. september milli kl. 16 og kl. 18. Danir skipuleggja vina- og fjölskylduheimsóknir með fleiri vikna fyrirvara en Grænlendingar kíkja við þegar þeim dettur það í hug. Hið sama gildir um vinnuna. Græn- lendingar eru vanir að veiða þegar veður leyfir og vel að merkja; þegar þess gerist þörf. Hér er ekki um að ræða leti heldur virðingu fyrir náttúrunni og gjöfum hennar. Mismunur þessi fer oft í taugar Danans og finnst honum grænlenskur hugsunarháttur bera vott um kæruleysi, ábygðarleysi og jafnvel barnaskap. Hjónabönd Eins og áður var minnst á fjölgaði Dön- um á Grænlandi geysilega á þessum tveimur áratugum. Margir voru dönsku karlmennirnir einmana og mynduðust mörg dönsk/grænlensk hjónabönd. Á meðan hjónin eru búsett á Grænlandi gengur allt vel. Karlinn stundar sína vinnu og konan er í nánum tenglsum við fjölskyldu sína og menningu. Staða grænlenskra kvenna er sterk inn- an veggja heimilisins. Börn taka meiri þátt í daglegu lífi fullorðinna en við eig- um að venjast nú orðið. Konan getur not- að þekkingu sína við matargerð, uppeldi o.þ.h. Nú vill maðurinn flytja heim til Dan- merkur og fylgir þá konan með. Hjóna- band einstaklinga af mismunandi þjóð- erni krefst meir en önnur hjónabönd. Báðir aðilar þurfa að brúa bil milli maka síns og fjölskyldu. Þetta er ekki alltaf auðvelt þegar danskur karl tekur græn- lenska eiginkonu sína með til Danmerk- ur. Það þykir ekki fínt að eiga grænlenska tengdadóttur. Hún upplifir meiri einangr- un en áður þar sem hún ráfar um íbúð í framandi borg. Hún þekkir ekki á um- hverfi sitt, enginn hefur þörf fyrir hana, — sjálfstraustið fer rýrnandi. Karlinn verður pirraður og finnst hún vera sér fjötur um fót. Nú myndast vítahringur. Konan er óhamingjusöm í ókunnu landi. Hún leitar uppi landa sína og þá finnur hún á krám og öldurhúsum. Drykkja hefst. Hún veit að forræðisréttur hennar er í hættu en hún er ráðalaus. Mikið er drukkið meðal danskra iðnað- armanna á Grænlandi. Þegar til skilnaðar kemur getur karlinn leitað til fjölskyldu og vina með börnin og því stundað drykkju engu síður en kona hans, án þess þó að vera ásakaður um vanrækslu á börnum sínum. Þetta á eftir að koma honum til góða við dómstólana. Danskur hugsunarháttur býður honum að leita aðstoðar hjá yfirvöldum. Græn- 14

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.