Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 22

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 22
upp undir 100 milljónum manna, kvenna og barna. Og nú í lok þessarar aldar stöndum vér mennirnir frammi fyrir því aö meö núver- andi atómorkuvopnum heims er hægt að drepa allt mannkyn sex sinnum. Og jafn- framt er til magn eiturefna, er geta gert lífið á jörðinni ómögulegt, auk þess sem hverskonar önnur mengun ógnar tilveru mannanna. Það er hin gráðuga, hrokafulla yfirstétt Bandaríkjanna, sem fyrst og fremst stendur í vegi þess að þessum sjálfs- morðsvopnum mannkynsins verði útrýmt og friður og velferð verði tryggð á jörð. Gorbatsjoff, leiðtogi Sovétríkjanna, gerir allt, sem í hans valdi stendur, til að tryggja mannkyninu frið. — En við skul- um muna að vér mennirnir stöndum þeg- ar á hengiflugi tortímingarinnar. Það er rétt að minna á orð bandaríska vísinda- mannsins, sem var ásamt öðrum sendur til einnar Kyrrahafseyju, þar sem Kaninn hafði gert sínar kjarnorkutilraunir. Vís- indamaðurinn sá feita, sællega rottu skríða upp úr jörðinni og varð að orði: „Eiga þetta að verða erfingjar okkar. “ — Rotturnar kunnu að forða sér í tíma. Vér mennirnir erum komnir á ystu nöf tilveru okkar. Ef við ekki bregðum við og tökum völdin af þeim auðstéttum jarðar, sem nú brugga öllu mannkyni tortímingu, þá geta dagar mannkyns, menningar og tilveru fjölda æðri dýrategunda verið taldir. Varið ykkur þið voldugu, vopnuðu menn! Það getur tekið náttúruna milljónir ára, að skapa aftur viti borna menn í þess- ari veröld. Abyrgðin, sem á oss hvílir, er sú mesta, sem nokkrir menn nokkurntíma hafa ris- ið undir. — Og það er einnig um líf ykkar sjálfra og barna ykkar að ræða. Islendingar, sem hafið látið með of- beldi og blekkingum flækjast inn í Nato og ameríska hersstöð. Sýnið nú að vér séum menn og getum lagt fram okkar skerf til að bjarga mannkyninu frá voða tortímingarinnar! Krafan um herinn burt og ísland úr Nato myndi bergmála um víða veröld, ef eina óvopnaða þjóðin — sem aldrei hefur styrjöld háð, setur hana fram af fullum krafti á þeim tímum, sem gætu orðið hinir síðustu mannkynsins. P.S.: Vilji menn fræðast um þróunina í því dýraríki, sem núverandi maður að lokum kemur úr, skal þeim, er þýsku lesa sér- staklega bent á rit prófessors Joachim Hermanns: Die Menschwerdung. Zum Ursprung des Menschen und der mensch- lichen Gesellschaft. Gefið út af Dietz Verlag í Berlín 1986. E.O. 22

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.