Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 31

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 31
Grímur Engilberts Nokkur minningarorð Grímur Engilberts er látinn, andaðist 15. mars þ.á. tæpra 76 ára ad aldri. Með honum kveður einn af tryggustu kommúnistum okkar lands, félagi, sem aldrei bognaði hvaða byljir sem á dundu. Grímur var fæddur í Reykjavík 19. maí 1912. Foreldrar hans voru Sigurjón Grímsson, múrari í Reykjavík og kona hans Birgitta Jónsdóttir frá Þurá í Ölfusi. Meðal annara sona þeirra hjóna var Jón Engilberts, einhver besti og frægasti mál- ari okkar. Grímur hóf prentnám ungur að aldri í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg 1. maí 1930, og lauk þar námi og vann þar til 1963. Síðari árin var hann verkstjóri. En strax og hann gat farið að setja, hóf hann útgáfu blaðsins „Lýðvinurinn“ 14. mars 1930 og fékk leyfi prentsmiðjustjór- 31

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.