Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 33

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 33
AGÚST VIGFÚSSON: Sagt frá sérstæðum höfðingja, djörfum mannvini og hugsj ónamanni Frásögn um Eggert Seint í október árið 1934 var ég settur barnakennari við barnaskólann í Bolunga- vík. Ég fór með Gullfossi til ísafjarðar, kom þangað seint um kvöld í niðamyrkri og úrhellisrigningu og hinu ömurlegásta veðri. Pannig heilsuðu Vestfirðir mér. Ég fékk gistingu á Hjálpræðishernum. Morguninn eftir fór ég að leita mér upplýsinga um, hvernig ég ætti að komast til fyrirheitna landsins. Ég var vitanlega öllum aðstæðum ókunnur. Mér var tjáð, að landleiðin mundi taka um þrjá klukku- tíma og væri torsótt, annað hvort eftir stórgrýttri fjörunni eða eftir stakstein- óttri, grýttri og snarbrattri fjallshlíð. Mér leist ekki á slíkt ferðalag, enda slíku landslagi og ferðum óvanur. Þá var mér tjáð, að bátur frá Bolunga- vík væri staddur á ísafirði og mundi bráð- lega fara út eftir, ef fært yrði, en á því var nokkur vafi því stórsjór var úti fyrir. Ég fór nú að finna formanninn. Tjáði hann mér að hann mundi freista þess að halda heimleiðis eftir hádegi, og væri mér vel- komið að fljóta með. Allt gekk nú þetta eftir áætlun. Ekki er það ætlunin með þætti þessum að segja Lárusson neitt frá mínum fyrstu dögum í Bolunga- vík. En einn bátsverjanna á bátnum, sem ég fór þessa fyrstu ferð mína milli ísa- fjarðar og Bolungavíkur (en þær ferðir áttu eftir að verða all margar) vakti at- hygli mína. Hann hét Eggert Lárusson. 33

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.