Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 36

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 36
gat maðurinn ekkert greitt. Fór þá Eggert til Ásgeirs, sem þá var forsætisráðherra, og spurði hvað hann ætlaði að gera. Tjáði Eggert að hann vildi greiða víxilinn upp og gefa manninum upp skuldina. Hann gæti hvort sem er aldrei greitt neitt. Taldi hann, að Ásgeir hlyti að hafa eins mikil tök á að gera þetta og hann, þar sem hann væri forsætisráðherra. Varð það úr að þeir gerðu þetta. En víkjum aftur að forsetakosningun- um. Þess var áður getið að Eggert var í nokkrum vafa, hvað gera skyldi. Helst mun hann hafa hallast að því að kjósa Ás- geir. Datt honum nú í hug að skrifa hon- um bréf. Sá sem þetta ritar, fékk að sjá bréfið, og vegna þess að þetta tiltæki Egg- erts lýsir honum vel og er nokkuð sérstætt og mætti e.t.v. teljast merkilegt plagg, læt ég það fara eftir minni. Engin ábyrgð er tekin á því, að það sé algjörlega orðrétt. Mun það þó ekki fara langt frá sanni. „Góði kunningi. Fyrir nokkrum árum hjálpuðumst við að því að bjarga blá- fátækum barnamanni frá tugthúsinu, sem ranglát löggjöf okkar borgaralega þjóð- félags ætlaði að þröngva honum í. Þá var guðsneistinn vel vakandi í sál þinni, en ansi er ég hræddur um að hann hafi fölskvast við þennan verknað þinn að samþykkja Keflavíkursamninginn og inn- göngu íslands í Atlantshafsbandalagið. Enginn er þó svo langt leiddur, að hann eigi sér ekki uppreisnar von. Og ekki trúi ég því, að nokkur afbrotamaður sé svo forhertur, að hann þrái ekki að afplána misgerðir sínar. Ég hef verið að ímynda mér, að til- gangur þinn með því að bjóða þig fram sé sá, að fá tækifæri til að náða þá, sem ranglega voru dæmdir vegna atburða þeirra sem kenndir eru við þrítugasta mars. Og í trausti þess að þetta sé rétt, ætla ég að kjósa þig. Með bestu óskum um sigur í kosningunum. Eggert Lárus- son.“ Þremur eða fjórum dögum síðar fékk Eggert bréf frá Ásgeiri. Það hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Góði kunningi. Þakka kærlega bréf þitt frá... Ég minnist með gleði viðkynningar frá fyrri árum. Þú varst alltaf hjálpsamastur og örlátastur. Ég vona nú, þrátt fyrir allt, sem deilt kann að vera um störf mín og afstöðu til opinberra mála, að innræti mitt sé óbreytt. Nú er ekki tími til mikilla bréfa- skrifta. Ég vona að þú gangir ekki framhjá mínum húsum, ef þú átt leið um þar syðra, hvernig sem þær kosningar fara, sem nú standa fyrir dyrum. Með vin- semd og virðingu, Ásgeir Ásgeirsson.“ Strax að lokinni kosningu og úrslit urðu kunn sendi Eggert hinum nýkjörna for- seta heillaskeyti. Tæpum mánuði eftir kosningarnir fór Eggert til Reykjavíkur, aðallega til að leita sér lækninga. Hann hafði þá tekið þann sjúkdóm sem varð banamein hans. Samt hugðist hann þiggja heimboð hins nýkjörna forseta. Hringdi hann suður á Bessastaði. En einmitt þennan dag átti hann annríkt, var að taka á móti erlendum sendifulltrúa. Talaðist svo til á milli þeirra að Eggert skyldi koma á skrifstofu forseta í Alþingishús- inu daginn eftir. Stundvíslega klukkan tíu árdegis mætti síðan Eggert niður við Alþingishúsið. Voru þá þegar mættir allmargir menn, sem biðu áheyrnar hjá þjóðhöfðingjan- um. Skömmu síðar kom forsetinn og gekk inn, litaðist um, gekk síðan beint til Eggerts og heilsaði honum sem gömlum vin og kunningja. Bað aðra viðstadda, sem komið höfðu á undan, afsökunar á því, að þessum manni yrði hann fyrst að veita áheyrn. En 36

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.