Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 37

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 37
viðtalið varð nokkuð langt og mun mörg- um hafa verið farið að leiðast og undrast, hvað forsetinn eyddi miklum tíma í þenn- an hálf-tötralega klædda alþýðumann. Eins og fyrr segir, var Eggert talinn kjarkmaður, þótt ekki væri hann mikill fyrir mann að sjá. Eggert var lengi fram- an af ævinni sjómaður. Eeir, sem með honum voru, sögðu að hann kynni ekki að hræðast. Einu sinni var Eggert staddur á sjó í mjög vondu veðri. Vildi þá það óhapp til að lína festist í skrúfunni. Gátu skipverjar ekki náð þessari flækju úr skrúfublaðinu hvernig sem þeir reyndu. Hér var vitanlega mikil hætta á ferðum, vegna þess, hvað veðrið var slæmt. „Hér er aðeins eitt úrræði“, sagði skipstjórinn, „það er að láta einhvern síga útbyrðis í böndum og freista þess, að honum takist að skera flækjuna burt. En ekki er slíkt ferðalag árennilegt, eins og sjólagi er nú háttað.“ Eggert svaraði strax: „Ég skal fara, ég á fæst börnin.“ Og Eggert fór þessa glæfraför og tókst að skera trossuna úr spöðunum. En það var á fleiri sviðum, sem Eggert sýndi, hvílíkur kjarkmaður hann var. Mörg síðustu árin átti hann við mikla vanheilsu að stríða. Ætíð var hann þó glaður og hress og fullur af bjartsýni og umbótavilja. Eitt atvik frá þessum löngu liðna tíma er mér sérstaklega minnisstætt. Eggert átti einn son barna, Skúla að nafni. Bjó hann í Reykjavík um þessar mundir. Pá var það síðla vetrar 1954, en það var rúmu ári áður en Eggert andaðist. Ég var að koma heim úr skólanum, rétt fyrir há- degið. Fékk ég þá skilaboð frá Eggert að hann vildi finna mig. Ég gekk við hjá gamla manninum um leið og ég fór heim í matinn. Mér fannst hann afar líkur því, sem hann átti að sér, og ég sá ekki, að honum væri venju fremur brugðið. Segir hann þá, er ég var kominn inn: „Ég ætlaði nú að biðja þig að gera mér greiða. Geturðu ekki lánað mér þrjú hundruð krónur, svona í bili? Ég þarf að fara til Reykja- víkur á næstunni. Það var verið að hringja til mín að sunnan í morgun og til- kynna mér, að Skúli minni væri látinn. Hann varð bráðkvaddur.“ Þessi sorgartíðindi komu gamla mann- inum óvænt. Þegar tillit er tekið til þess, að þetta var einkabarn og augasteinn og hér átti sjúkt gamalmenni í hlut, verður það að teljast mikið sálarþrek, að ekki skyldi sjáanlegt, að honum væri brugðið. En þannig var Eggert. Þegar ég virði fyrir mér störf og lífsvið- horf Eggerts Lárussonar, finnst mér, að hann hafi lifað og starfað í anda þess boð- skapar, er fram kemur í þessum snilldar- legu ljóðlínum Stefáns G. Stefánssonar: „Lífsins kvöð og kjarni er það að líða, og kenna til í stormum sinna tíða. “ Eggert var lítill maður vexti, en vel vaxinn og liðlega. Snarlegur og léttur í öllum hreyfingum. Svipurinn bjartur — eins og einhver innileg hlýja í svipnum. Hann mun hafa verið Húnvetningur að ætt og uppruna, en fluttist til Vestfjarða um tvítugsaldur. 37

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.