Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 39

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 39
PÉTUR HRAUNFJÖRÐ: Verkfall á vori Brot I. Mía leið inn á vaktina blátt áfram, ofur eðlilega. Hún kvíaði á verðina, hélt gít- arnum í höndum sér, ögrandi gripum sem holum andardrætti úr iðrum jarðar. F*að drundi í belgnum og ýlfraði sí-sona. Gítar var jú hljóðfæri breytilegra tóna þó líka mætti geyma í honum dóp. Karlaheimur- inn rýmkaðist sem tungl í fyllingu; hitt kynið var komið. Værð og doði rénuðu, efnaferli og hugboð um leitina miklu að mannlegu eðli þrengdust í knýjandi spurn. Kassar og kirnur hriktust til, hálf- bognir og lotnir réttust upp, augu kvim- uðu, milliveggur svefns og vöku rofnaði, sjáanlegur tilgangur og líf færðist í vakt- ina. „Skéð, — hér í brennivínsslotinu“, rumdi í Fara er laut yfir minnisblað sitt og páraði, einn við borð með símtól innan seilingar. „Varla teljandi, tókum eina pungrottu, smákapítalista með barna- vagn“. Mía kváði: „Barnavagn hvað?“ Hláturrokur yljuðu andrúmsloftið, marg- ir töluðu í einum kór: Karlálftin var með vettlinga á höndum í inniskóm, það hlaut að vekja athygli um náttmál. Flutninga- menn eru í okkar félagi og auðvitað stopp. Þó kaffi-t-smér sé nauðsynjavara, þá kaupum við ekki hunang eða sjampó í stræk og fylgdum því kauða í áfanga. Tónlistin drundi neðan úr húsinu, smaug gegnum ódúkalögð góll'in, gróf- pússaðir steinveggir endurvörpuðu gömlum dönsum og trylllu steppi dansara er fengu útrás í helgarvímu. Lífið var samvera og tjáning, leit eða von, gáta, spá og kyn- töfrar. Pólitík, munnræpa, metorða- stritara, stéttabarátta, mannhætta og verkfall. Fjandinn fjærri mér, eilíft þus og japl, enginn friður. Staflar af hráhvítum einangrunarplötum nýttust sem sæti á víð og dreif um salinn. Langborð úr mótatimbri klauf salinn í miðju eftir tígli, samanrekið traustlega úr 6 tommu borðvið, óhefluðum. Á borðs- enda gegnt inngöngu trónaði 40 bolla kaffikanna, er sífellt ilmaði notalegri þefjan um skvaldri fylltan viðlegustað bíðandi manna. 4. hæðin á Pórskaffi var sólrík að morgni dags með útsýn á Skjagga og

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.