Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 42

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 42
fatið, félagstækið, er gamlingjar varð- veittu í einlægri íheldni sinni. Járni var ólatur að upplýsa hópinn um 63 ára félagið. Hefðir þess, venjur, og skrifuð sem óskrifuð lög. Enda fékk hann þar áhugasama og lífsglaða tilheyrendur af báðum kynjum. Hann var því orðinn allvel heima í þeirra andstæðufullu bar- áttuaðferðum og makalausu stefnumálum er kosningu hans bar að á félagsfundi sem samninganefndarmanns. Uppástungur voru margar í virðingarstöður og tvísýnt um röðun í nefndina. Fjöldi uppréttra handa réð hverjir tuttugu tækju þar sæti. Kom þá berlega í ljós hvern hug ungviðið með rauðu löglegu skírteinin bar til Járna, sem varð ofarlega á listanum. í Alþingishúsinu var skrafað, stælt og þráttað, á mörgum stöðum í einu. Kringl- an og velflestir aðrir íverustaðir þéttsetnir iðjulausu verkafólki, sem vissulega var allt annað tamara en sitja auðum höndum, við naflaskoðun um hábjarg- ræðistímann, eða bisa við orðhengils- hætti, setningafræði og kommu eða þanka- striksmismun. Verkefnið var þó að bíða, þrauka og hlusta, er yfirnefndin, foryst- an, kæmi með gleðiboðskapinn, en það vildi dragast og er til kom, voru menn hreint ekki á eitt sáttir hvort heldur stefndi fram eða aftur, væri kjarabót eða rýrnun áunninnar hefðar. Samninganefnd var kosin á almennum félagsfundi en stjórn félags þótti sjálf- kjörin nema því meiri ágreiningur ríkti og gat hún því átt í vök að verjast ef kosin var mjög fjölmenn og einörð samninga- nefnd. Nefndarmenn voru oftast ósamstæður hópur, sitt úr hvorri áttinni, og vöktu og biðu undir þrúgandi álagi. Stjórnarfor- ysta aftur á móti samstillt með sín sjón- armið sem vissulega gátu orkað tvímælis, en skákaði þó ætíð í forystuvaldi, með oddvita og formann félags að sameining- artákni, ef útaf bar. Utan dyra var setið fyrir nefndarmönnum til frétta og njósna, því bæði fjölskylda og vinnufélagar áttu hagsmuna að gæta hvað færi fram innan læstra dyra. Nokkur líkn í þraut var því einræði sáttasemjara. Hann bannaði alla umferð um húsið með lögregluvaldi á fundar- tíma, sem oft gat orðið ærið langur og þreytandi í einhæfni orðaskaks og mein- ingarmunar, frá tíu til þrjátíu tímar. Karlarnir skiptust í ótal hópa og sveitir, hvað sem leið félagsveru eða flokksvist. Þeir yrðu að drepa tímann með einhverj- um ráðum, því kvenfólk var ekki til staðar, svo neinu nam. Kyngreining ísl. verkalýðshreyfingar á fjórða tug hernáms var almenn, og taldist til undantekningar ef kona gegndi stjórn- unarstarfi í félagi, jafnvel þó konur væru helmingur félagsmeðlima. Alla tíð voru þó konur eftirsóttur starfskraftur á skrif- stofum félaga, enda í lægstu launaflokk- um. í húsi einu við Austurvöll dæmigert samfélag í harðri kreppu; lítill hluti eigna- manna reynir að sannfæra stóran hluta allsleysingja um ágæti eignaleysis, á milli aðila trónar sáttasemjari í móðu blekk- ingar. Orðasveimur hafði hríslast um húsið alla nóttina og smogið hverja gátt, en varð að lokum rakinn til flokkskytru Framsóknar. Járni, sem vítt og breitt hlustaði viðmælendur, þóttist kenna ör- verpið og væl vinnumálasambandsins, sama sem Sís, er nú kenndi kulda frá al- menningsáliti, er alfarið virtist styðja verkfallsmenn. Sís verksmiðjur nyrðra voru verkefnalausar, því umbúðir voru syðra í strangri gæslu Dagsbrúnar. Verk- 42

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.