Réttur


Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 47

Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 47
INNLEND agia ■ VÍÐSJÁ -I— i Auður og skuldafen Loks er svo komið að borgarablöðin komast ekki hjá að viðurkenna hvílíkt gífurlegt auðvald hafi risið upp á íslandi, meðan almenningi sé haldið niðri á sult- arkjörum eða gegndarlausum þrældómi. Blöðin viðurkenna að auður „Aðalverk- taka“ muni vera um 8 milljarðar króna. Þar af munu 2000 milljónir líklega vera í sparisjóðum, sem auk skattfrelsis gefi ca. 5-600 milljónir í vexti á ári. Og samtímis setur þessi þjónsstjórn milljónamæring- anna lög þar sem stighækkandi tekju- skattur er afnuminn, svo auðsöfnun braskaranna gangi greiðlegar. Samtímis er óstjórnin á fjármálum þjóðfélagsins slík að milljónafúlgum er hent í verslunarhallir og dýrar hótelbygg- ingar, sem auðsjáanlega fara á hausinn — eins og þegar hefur gerst. Og til sumra þessara brask-bygginga hafa verið tekin erlend lán, — „frelsið" á því brask-sviði virðist ótakmarkað — og þannig er nú búið að sökkva íslandi niður í ægilegt skuldafen. Ef alþýðan ekki tekur í taumana í kosningum og víkur þessari braskarastétt og flokkum hennar frá völdum, þá vofir yfir þjóðinni skuldaáþján, sem bætist ofan á allt annað arðrán yfirstétta, sem ófærar eru til að stjórna landinu. En það er hinsvegar til nægur auður í helgreipum auðkýfinga til þess að láta þá borga þær skuldir, sem stjórnir þeirra hafa steypt landinu í. Hin harðvítuga stéttaskipting, sem braskararnir hafa verið að skapa hér und- ir bandarískri yfirstjórn, er að verða lýð- um ljós. Það var engin tilviljun að verkakona komst svo að orði í sjónvarpinu 18. mars að hér væri búið að skapa þrjár ólíkar stéttir: auðmannastétt, millistétt og ör- eigastétt. Einstein: „Now the devil is on the earth.“ Og hann lætur auðvirðilegasta þjón sinn, Mammon, drottna í auðugasta ríki jarðar og notar það til að brjóta hin smærri undir sig til þess að þjóna girnd hans, gróðanum. 47

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.