Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 20

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 20
John Locke (1632—1704) leitaði leiða til þess að takmarka vald stjórnenda ríkisins. annaö kerfisbundnar. Pví fylgdi óöryggi og af þeim sökum komu menn á fót ríki. Hlutverk þess var meðal annars að setja lög og refsa lagabrjótum. Innan ríkisins eru þegnarnir samþykkir því sem kallað er almannaheill og Iáta það yfir sig ganga þegar eiginhagsmunir þeirra og al- mannaheill fara ekki saman. Pað sem fyrst horfir til almannaheilla er löggjöfin. .John Locke er höfundur pólitískra grundvallarreglna klassíska líberalismans fyrir stjórnskipun ríkis. Markmiöið var stjórnskipun sem gat variö einstaklingana fyrir yfirgangi ríkisvaldsins. Til þess þurfti að takmarka vald ríkisins og tryggja að pólitísku valdi yrði ekki mis- beitt. Þessvegna var Locke þeirrar skoðunar aö í hinu eiginlega ríki gæti lög- gjafarvaldiö og framkvæmdavaldið ekki veriö í höndum sama stjórnvalds. Niöur- staðan var að tryggast væri að setja grundvallarlög þar sem fram kæmu tak- mörk hvers stjórnvalds fyrir sig og þau réttindi-einstaklinganna sem ekki mátti skerða. Þeim mátti ekki breyta með sama hætti og jafn auðveldlega og öðrum lögum. Þrískipting ríkisvaldsins Frakkinn Charles de Secondat Mont- esquieu, sem var uppi á árunum 1689- 1755, kom fram með kenninguna um þrískiptingu ríkisvaldsins. Hann lýsti henni í bók sinni „Andi laganna“, sem út kom 1748. Með henni hafði hann þróað kenningar Lockes. Montesquieu skipti ríkisvaldinu í þrennt: Löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Hann lagði áherslu á að Montcsqiiicu (1689-1755) lagði áhcrslu á j>run(l- vallarrcj’lnna um aðskilnað löj>j>jafavalds, dóm- svalds oj> framkvæmdavalds. 68

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.