Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 21

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 21
I ciknarinn Low lýsir með þessari mynd þcirri skoðnn sinni að forsenduna fyrir traustu lýðræði o|> þingræði sé að finna í traustri sögulcgri hefð. hvert þessara þriggja yröi aö vera ööru óháö. Á þann hátt taldi hann tryggt að þau gætu haldið hvert öðru í skefjum og sjá fram á að yfirvegað samstarf milli þeirra væri eftirsóknarverðast. Ennfrem- ur myndi með þessu móti verða komið í veg fyrir óæskilega þróun stjórnvaldsins t.d. í átt til einveldis eða skrílveldis. Þar seni hefur verið reynt að framfylgja kenningu Montesquieu út í æsar hefur komið fram galli í henni. Hann kemur franr vegna þess að kenningin byggir á því að árekstrar milli þessara þriggja valda- stofnana geti ekki leitt af sér óleysanlegan vanda. Almenn reynsla hefur á hinn bóg- inn kennt að það er ekki rétt. Það kemur í Ijós að þegar deila verður milli aðila með mjög svipaðan styrk hefur það í för með sér ástand aðgerðarleysis ef enginn getur beitt valdi sínu eða klókindum til þess aö beygja aðra að vilja sínum. Þaraf- leiðandi hefur niðurstaðan orðið sú að eitthvert þessara þriggja stjórnvalda verði að vera hinunr rétthærra. Hjá okkur er það Alþingi. Lýðveldi með þingbundinni stjórn Fyrsta grein stórnarskrár okkar hljóðar svona: „ísland er lýðveldi nteð þingbund- inni stjórn.“ Einfaldasta stjónarfarslega skýringin á lýðveldi er að hluti þegna ríkisins á kost á að kjósa sér þjóðhöfðingja til ákveðins tíma í senn auk þess að kjósa fulltrúa til setu á þjóðþing. bingræöi er þar sem þeir einir sitja í ríkisstjórn sem meirihluti þjóðarinnar styður eða þolir í embætti. 69

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.