Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 23

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 23
uppá má kalla þaö saman til aukafunda ef það þykir nauðsynlegt. Ekkert nema brýn nauðsyn réttlætir að Alþingi sé ekki kall- að saman til þess að sinna löggjafarvaldi sínu. Setning laga annarsstaðar en á Alþingi er réttlætanleg undir vissum kringum- stæðum. Þær kringumstæður gætu til dæmis verið ef ríkisvaldið þarf að verja sjálft sig eða þegna ríkisins fyrir ófyrir- séðri skyndilegri aðsteðjandi hættu eða árás. Að taka það til bragðs að setja lög án þess að Alþingi komi þar við sögu á að sjálfsögðu að vera algjör undantekning og neyðarúrræði. Hún er í eðli sínu ger- ræðisleg og hefur þessvegna í för með sér hættu á pólitískri spillingu valdhafa og pólitískri misbeitingu valds. Með setn- ingu bráðabirgðalaga kemur fram ótví- ræður yfirgangur ríkisvaldsins og átroðn- ingur á grundvallarreglum í samskiptum ríkisvaldsins innbyrðis og ríkisvaldsins og þegnanna. Túlkun og meðferð þessa ákvæðis stjórnarskrárinnar er því það sem mestu varðar. Hvað þýðir brýn nauðsyn? Eins og fram kemur í stjórnarskránni þá lætur forseti ráðherra framkvæma vald sitt enda bera ráðherrar ábyrgð á stjórn- arframkvæmdum öllum og forsetinn ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Það kemur því í hlut ráðherra að túlka hve- nær nauðsynlegt er að kalla saman auka- fund Alþingis til að leysa úr vanda með t.d. lagasetningu eða túlka hvenær svo brýn nauðsyn er að hann leggur til við forseta að beita einn löggjafarvaldinu sem hann undir öllum öðrum kringum- stæðum fer með ásamt Alþingi. I Orðabók Menningarsjóðs kemur fram að nauðsyn hefur sömu merkingu og nauð, þrenging eða brýn skilyrðislaus þörf. Þar kemur líka fram merking orðs- ins brýnn: Augljós, sem mikið liggur á. Komi til þess að gefa þurfi út bráða- birgðalög ber eftir þessu að dæma að túlka 28. grein stjórnarskrárinnar svona: Þegar þannig stendur á að aðalhand- hafi löggjafarvaldsins er ekki að störfum og þegar ráðherra telur að skilyrðislaus þörf sé fyrir og mikið liggi á að gefin séu út lög á forseti tæplega annars úrkosti en að fallast á mat ráðherrans svo að segja tafarlaust og undirrita lögin til þess að þau geti fengið þá meðferð sem lög al- mennt þurfa að fá til að öðlast gildi. Tvö hundruð og fimmtíu sinnum brýn nauðsyn I bókinni Stjórnskipun íslands eftir Ólaf Jóhannesson, sem kom út hjá Iðunni árið 1978 segir á blaðsíðu 323: „Heimild- in til útgáfu bráðabirgðalaga var notuð mjög hófsamlega fyrst framan af. Á fjörutíu ára tímabili frá 1874—1914, voru aðeins gefin út 10 bráðabirgðalög. Meðan á styrjöldinni 1914-1918 stóð og á næstu árum á eftir, færðist útgáfa bráðabirgða- laga af eðlilegum ástæðum mjög í auk- ana. Voru þá gefin út 4-5 bráðabirgðalög á ári að meðaltali. Eftir 1921 og franr til 1933 kvað fremur lítið að bráðabirgðalög- um. Sum árin voru gefin út ein bráða- birgðalög, önnur árin engin. Síðan hafa hins vegar bráðabirgðalög verið mikið notuð, svo að segja á hverju ári, nrinnst þó á dögum utanþingsstjórnarinnar svo- nefndu — 1942-1944, — 2 og 3 á ári. Flest urðu bráðabirgðalögin 1940 eða 15 samtals. Gætir þar auðvitað ófriðarins.“ Síðustu bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar munu hafa veriö þau 253. í röðinni frá lýðveldisstofnuninni. Af þessum upplýsingum má draga þá ályktun að fyrst framan af og allt fram til 71

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.