Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 34

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 34
meginstofni til búum viö í dag, var sett 1946 og löngum hefur mér þótt sem sú byltingarkennda löggjöf þá hafi ranglega verið eignuð krötum einum, þó ekki skuli dregið úr þeirra hlut. Tryggingalöggjöfin þá var afrakstur samvinnu hinna róttæku afla og hins víð- sýna hluta borgarastéttarinnar í ríkis- stjórn, sem gerði meira en að setja hin góðu lög, heldur lagði hún grunn að því, að unnt væri að fjármagna kostnað þeirra með hinni stórkostlegu uppbyggingu at- vinnulífsins, sem í var ráðist og allir viðurkenna í dag að sósíalistar, og ekki sízt ritstjóri Réttar, áttu frumkvæði að og lögðu að gjörva hönd. Á þessu er byggt enn í dag og það vek- ur óneitanlega athygli, að fyrstu bylting- arkenndu breytingunni til batnaðar á kjörum öryrkja sem aldraðra er ekki ýtt úr vör fyrr en Alþýðubandalagið fer sem flokkur með þessi mál undir styrkri stjórn Magnúsar Kjartanssonar. Tekjutrygging- arbyltingin gjörbreytti árið 1971 kjörum þessa fjölmenna hóps, enda stóð ekki á hrópum íhaldsaflanna um hina óhóflegu veizlu, sem kommarnir voru að halda gömlum og fötluðum. Þessi breyting hef- ur með síðari breytingum og viðbótum í raun tryggt þau lágmarkslífskjör, sem a.m.k. gerir þessu fólki kleift að skrimta, þrátt fyrir skerðingartilraunir afturhalds- ins, sem vill bjóða allt öðrum og betur settum til veglegs veizlufagnaðar. Á svipuöum tíma var verkalýðshteyf- ingin að berjast í lífeyrissjóðsmálum sín- um og almennu lífeyrissjóðirnir að rísa upp hver af öðrum fyrir hina ófaglærðu verkamenn, scm ekki höföu þennan réit. Einnig þar sóttu hin róttæku öfl fram í fararbroddi. Til viöbótar þessu, sem alltof oft gleymist var, aö sett var ný fullkomin heilsugæzlulöggjöf, sem unnið er eftir í dag og kemur engum meir til góða á margan veg en einmitt hinum sjúku, ör- yrkjunum og aldraða fólkinu í landinu. Einnig þar hafði Magnús, með Öddu Báru sér við hlið, hina farsælu forystu. Og samráðherrann, Lúðvík, lagði grunn öllum öðrum fremur með landhelgis- stefnu sinni og sjávarútvegsbyltingu, að unnt var að greiða „veizluföngin“. Þannig starfa sósíalistar þegar þeir fá þau völd, það atfylgi þjóðar, sem ýtir úr- tölum afturhalds og auðhyggju út í yztu myrkur. Og enn verður að „rifja upp og reyna að muna“, eins og skáldið sagði. I dag er búið við ítarlega og um margt ágæta heildarlöggjöf um málefni fatlaðra, sem í reynslunnar Ijósi mætti aö sjálfsögðu lag- færa og aðlaga aðstæðum enn betur. Þó er mest nauðsyn þar á bæ, að fjármögn- unarákvæði laganna sé virt, en aftur- haldslið fjárveitingavaldsins hefur skert veigamesta liðinn — Framkvæmdasjóð fatlaðra — um tugi milljóna árlega og gerir enn og heldur því öllum fram- kvæmdum í fjársvelti, svo fjarska brýnar sem þær þó sannanlega eru. En lögin öll eru samfelld viðspyrna fyr- ir málefni hinna fötluðu og það er engin tilviljun, að þau eru frá tíð Svavars Gests- sonar í ráðuneyti félagsmála. Alþýöu- bandalagið var að sjálfsögðu enn í farar- broddi og fer víðs fjarri að þaö beri að þakka sérstaklega. Ljúf og sjálfsögð skylda því stjórnmálaafli, sem berst á þessum veitvangi fyrir og með þessu fólki. Á stjórnarárum Alþýðubandalagsins síðast var í tengslum við kjarasamninga gengiö frá svokölluðum „félagsmála- pökkum“. Þcir fengu niðrandi merkingu margra, sem jafnvel fengu fyrst og bezt 82

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.