Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 44

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 44
skjót’ann. bæturnar voru með öðrum lit en buxurnar. Stundum slæptist hann nið- ur við höfn. Bátarnir voru stórir og sjó- menn frjálslega kjaftforir sem strákar aðrir. Ætti hann systur? Væri hún mannbær? Ef þeir gæfu honum ekki fisk, var hann alráðinn í að stela honum, þeir nenntu ekki að elt’ann. Þá yrði matur, soðning, sjúga bein og ugga. Pabbi var kominn heim. Hættur að berja grjót. Það var fundarhlé sagð’ann; kreppa og þeir vildu minnka kaupið um einn þriðja svo fleiri gætu fengið mola. Svo hló hann við, tók utan um mömmu aftan frá, sem var með litlu systur veika í fanginu. „Það var fundarhlé, Ásta mín. Ég fer aftur. Við verðum að líta til með þessum andskotum. Fimmti hver maður í bænum er vinnulaus. Þú ferð í þinn skóla drengur minn og drollar ekki við tjörn- ina. Mundu það.“ Miðvikudagur 9. nóv. — skýjaður kaldrani, andbært. Lýsi, plokkfiskur með pipar í Miðbæjarskólanum. Lágvaxinn drengur í gráum, karbættum buxum. Ranglandi Vesturgötuna úr Selsvör. Skimandi ófús. Var eitthvað að ske við Tjörnina. Peysan bungaði út á maganum. Hópur manna í táðum og slitnum vinnu- treyjum. Er virtust eiga það sameiginlegt að hafa verið bláar í upphafi. Hímdu með höndur í vösum og gláptu uppá skrípa- mynd hátt á vegg. En maður í stiga með kúst hamaðist við að nudda hana burt. Þetta var sjáanlega erfitt. Þeir kölluðu og stríddu kústmanni sem var orðinn reiður. Sagðist eiga húsið. Kústurinn skrölti um bárujárnið, myndin var byrjuð að trosna. Þetta voru fánakallar. Konur sem krakk- ar sáust allvel. Hrópin gengu: Gættu aö þér, stiginn getur dottið ef þú íhaldskast svona. Myndir éta ekki mat og pappír hlífir bárujárninu. Þeir rauöu eru l'leiri en þig grunar, því hreint allir eru rauðir að innanverðu. Þeir drógu hendur úr vösum, hlógu og pötuðu út í loftið. Kústmaður tvísteig og baslaði í vafasömum jafnvægisæfingum. Yrði að bleyta þennan fjanda, svona hátt og lögreglan---------. Við skulum taka skilaboðin. Hún á að verja þá stóru á fundinum í dag. Þeir ætla að lækka kaup- ið. Trúlega hærra metið verkfall en stuðn- ingur við smá stigamenn. Hann kom seint. Einmitt á bænastund hrökk kviklæst huröin upp. Kennslustund var hafin. Sú svartklædda með undir- skálarnar í andlitinu predikaði: „Innrætt ykkur---------svona dónar þrengja sér, ryðjast inn þar sem þeir eiga ekki heima, óhrjálegir druslukjánar------í fundar- sali.“ Hann heyrði aldrei síðasta orðið. Bókin lak undan peysunni og fór með hlunk miklum á gólfið. Tvö undrastór augu frá kennarapúltinu, þrumuðu á hon- um sveittum og hræddum í dyragættinni. „Þú lýgur----------“, endasentist út úr honum, á örvæntingarhlaupum frá inn- rætingu og skólun, út í frelsið og fátækt- ina. IV Brotiö Hann læsti hurðinni, tók símann úr sambandi með einu handtaki. Rétti sig upp, gekk að borðsendanum studdi bogn- um vísifingri og þumli á sitt hvorn borðs- endann, laut fram og horfði stórum íhug- ulum alsjáandi augum á mennina tvo er sátu sitt hvorum megin borðsins. Fölur, gráskitufár, inniverulegur, há- vaxinn meöalmaður, miðaldra, með hvapmiklar, slappar kinnar, jóðlandi eld- spýtu er gekk munnvika millum, hring yfir sporbaug í skeifu, æ ofan í æ. , Málið liggur á vegarsaltinu og Sís vill endilega halda andlitinu, umfram allt. 92

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.