Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 1

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 1
INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR: 71. árgangur 1988 — 4. hefti Kúbanska byltingin í 30 ár Þetta hefti Réttar er að mestu leyti helgað Kúbu. Höfundar þessa Kúbuefnis eiga það sameiginlegt að vera félagar í VIK, Vináttufélagi íslands og Kúbu, og hafa dvalist á Kúbu í lengri eða skemmri tíma. Nú um áramótin verða liðin 30 ár frá heim merku tímamótum í sögunni er fulgencio Batista, gjörspilltur einræðis- herra á Kúbu, flúði land og við völdum á eynni tóku skeggjaðir byltingarmenn undir forystu Fidels Castro. Fyrsta janúar 1959 vöknuðu eyjaskeggjar til nýs lífs, ef svo má að orði komast. í bókinni „Bylt- ingin á Kúbu" lýsir Magnús Kjartansson þessum atburðum m.a. á þessa leið: „Hinir skeggjuðu uppreisnarmenn hófu nú sigurgöngu sína um eyjuna a!la og þjóðin var gagntekin gleðivímu. Fidel Castro fór sér að engu óðslega; það var ekki fyrr en 8. janúar að hann hélt innreið sína í Havana þar sem meira en milljón manna flykktist um göturnar til þess að sjá þennan ævintýralega leiðtoga sem allir höfðu heyrt en fáir séð." 30 ár eru að vísu ekki langur tími í sögu þjóðar, en á Kúbu hafa þau nægt til að gjörbylta þjóðfélaginu svo að aldrei verð- ur aftur snúið til þess ömurlega veruleika sem gerði byltinguna að knýjandi nauð- syn. Engum dettur í hug, síst af öllum Kúbumönnum sjálfum, að það þjóðfélag sem nú er við lýði á Kúbu sé fullkomið og öll vandamál hafi verið lcyst þar í eitt skipti fyrir öll. Hitt getur engum dulist sem sækir eyjuna heim að þar vinnur fólk hörðum höndum að því að skapa sér og börnum sínum mannsæmandi lífskjör. Hvergi í þriðja heiminum býr almenning- ur við betra heilbrigðis- og skólakerfi en á Kúbu, hvergi í þriðja heiminum hefur tekist með jafnmiklum ágætum að útrýma landlægum plágum á borð við ólæsi, at- vinnuleysi, hungur og mannskæða sjúk- dóma. Reyndar geta Kúbumenn ósmeyk- ir borið sig saman við þróuð iðnríki á ýmsum sviðum heilbrigðis- og mennta- mála, ungbarnadauði og ólæsi eru til að mynda mun algengari í Bandaríkjunum en á Kúbu. Það gefur auga leið að byltingin á Kúbu hefur vakið vonir meðal snauðra og kúg- aðra um heim allan, ekki síst í löndum Mið- og Suður-Ameríku, þar sem Banda- ríkjamenn eiga mikilla hagsmuna að gæta, einsog sagt er. Þessvegna hafa þeir sem með völdin hafa farið í Washington í þessi þrjátíu ár kappkostað að ófra^gja byltinguna og reyna að kollvarpa henni. Það síðarnefnda hefur sem betur fer ekki tekist, en ófrægingarherferðin gegn Kúbu hel'ur án efa borið umtalsvcrðan árangur, 145

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.