Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 3

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 3
SIGURÐUR EINARSSON: KIJBA: Saga baráttu, uppbyggingar og alþjóðahyggju Rómanska Ameríka er fátæk heimsálfa. Svo fátæk að mikill fjöldi fólks deyr úr næringarskorti og veikindum, sem auðvelt væri að lækna ef aðstæður leyfðu. Rætt er um að 50 milljónir manna líði næringarskort í álfunni. Milljónir barna deyja áður en þau ná eins árs aldri. í marsmánuði birtist frétt í blöðunum í Havana, þess efnis að lögreglunni í Guate- mala hefði tekist að bjarga nokkrum börnum úr höndum mannsala sem keyptu þau á 20 dollara stykkið. Búið var að selja börnin til ísraels og Bandaríkjanna fyrir 75 þúsund dollara hvert barn. Átti að deyða börnin svo hægt væri að nota líf- færin úr þeim í önnur börn. En hvað skyldu það vera mörg börn, sem ekki tekst að bjarga? Slíkar sögur eru ekki óal- gengar í Rómönsku Ameríku. í Bogota höfuðborg Colombíu, er talað um að hundruð þúsunda barna gangi um göturnar án matar og aðhlynningar. í Brasilíu er ástandið hrikalegt, börn alast upp með flækingshundum, stelandi og betlandi til að halda sér á lífi. Þannig er ástandið í flestum ríkjum Rómönsku Ameríku. Ástandið á Kúbu fyrir byltingu var alls ekki frábrugðið ástandi því sem hér er lýst. bcgar Kúbanir tala um byltingu e ekki átt viö valdatöku örfárra manna, heldur það, þegar fólkið tók völdin og skapaði nýtt þjóðfélag. Þegar Batista flúði frá Kúbu í janúar 1959, var ástandið mjög bágborið. Nefndar hafa verið tölur í þessu sambandi. Mjólk og kjöt voru óþekktar vörur hjá meginþorra Kúbana. Aðeins 2-3% þjóðarinnar höfðu renn- andi vatn, 9,1% höfðu rafmagn, 62,2% verkamanna voru atvinnulausir, helming- ur íbúðarhúsa hafði moldargólf, og 88% þeirra sem fóru í skóla luku ekki 3. bekk. Það voru því ærin verkefni sem biðu Fidels og félaga eftir að þeir voru búnir að losa þjóðina við Batista og næstæðsta mann þjóðarinnar, bandaríska sendiherrann. Fidel og félagar urðu svo sannarlega að bretta upp ermarnar, hvarvetna blöstu við verkefni. Hið svokallaða lýðræði og frelsi af bandarískri útgáfu hafði fært Kúbönum ómælda örbirgð og fátækt. Eitt fyrsta verkefnið var að útrýma ólæsi, sem var um 30%. í ræðu sem Fidel hélt á þingi Sameinuðu þjóðanna 26. september 1960, komst hann svo að orði: „Þjóð okk- ar ætlar að heyja mikla styrjöld gegn 147

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.