Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 10

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 10
Danstími í menningarhúsi í miðborg Havana. Ljósm. Norræna húsið í framtíðinni. Á næstu árum fá Norðurlandaþjóðirnar tækifæri til að leggja sitt af mörkum til þess að gera þetta hús sem glæsilegast svo að það megi hýsa sýningar, gestaleiki, fyrirlestra osfrv. Undirbúningur er þegar hafinn, búið er að teikna húsið einsog það á að verða og vináttufélögin á Norðurlöndum eru þegar farin að velta fyrir sér hvert þeirra framlag geti orðið. Og önnur hús Mér hefur orðið tíðrætt um gömlu Havana, en ýmsilcgt fleira sá ég í ferðinni sem hafði breyst á þessum tólf árum. I miðborginni kom ég t.d. í Menningarhús — Casa de cultura. Slík hús — sem e.t.v. mætti nefna félagsheimili — eru nú starf- rækt í öllum hverfum stórborgarinnar og E.G. líka í smærri borgum og tii sveita. Mein- ingin er að þangað geti fólk komið eftir vinnu og fengið tilsögn í þeirri listrænu iðju sem hugur þess stendur til. Börn koma þangað þegar skóladegi lýkur, læra á hljóðfæri, teikna eða dansa, svo að eitthvað sé nefnt. Þarna starfa leikhópar áhugamanna, hljómsveitir æfa og öðru hverju eru haldnar sýningar á listmunum scm fólkið býr til af mikilli hugvitssemi úr ótrúlegasta efnivið einsog að líkum lætur í þessu landi þar sem allt er gjörnýtt og helst engu fleygt, ólíkt því sem við eigum að venjast. Læknahúsin — Casa del medico — eru líka ný. Þau rísa nú með eldingarhraða um gjörvalla eyjuna, byggð í sjálfboða- vinnu af íbúum hverfanna þar sem við- komandi læknar eiga að starfa. Þetta eru 154

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.