Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 11

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 11
yi'irlcitt ekki stór hús, oft tveggja hæða, uppi er íbúð fyrir lækninn (og stundum önnur fyrir hjúkrunarfræðinginn) og niðri er læknastofan. Hver hverfislæknir þjón- ar 600-700 manns. Á morgnana tekur hann á móti þeim sem til hans leita með kvilla sína, og síðdegis fer hann í heim- sóknir eftir þörfum. Hverfislæknarnir sjá um að koma fólki á sjúkrahús þegar það á við, útvega því viðtöl við sérfræðinga og þeir fylgjast með öldruðum, börnum og sjúklingum. Þessi þjónusta er viðbót við heilsugæslustöðvarnar sem fyrir voru, en jafnframt hafa þær orðið sérhæfðari en áður var, þær eru semsé næsta stig fyrir ofan hverfislækninn. Sameinaðir stöndum vér í hverfinu Marianao kom ég á heilsu- gæslustöð sem verið var að breyta og inn- rétta til þess að hún mætti betur þjóna nýju hlutverki sínu eftir að hverfislæknar birtust á öðru hverju götuhorni. Þar ræddi ég við Solcdad Barrios sálfræðing stöðvarinnar og hún sagði mér frá þeirri fyrirbyggjandi starfsemi sem kúbönsk heil- brigðisyfirvöld leggja nú höfuðáherslu á. Sem dæmi um slíka starfsemi má nefna klúbba aldraðra sem sprottið hafa upp á síðustu árum. Áður hafði ég veitt athygli hópum aldraðs fólks sem stunduðu morg- unleikfimi snemma dags í almennings- görðum borgarinnar. Morgunleikfimin er þáttur í starfi klúbbanna, sem einnig bjóða öldruðum þátttöku í leshringjum og ýmiskonar félagsstarfi. Hverfislækn- arnir og starfsfólk heilsugæslustöðvanna leiðbeina gamla fólkinu á margvíslegan hátt, hjálpa því t.d. að hætta að reykja — Soledad sagði að það væri mun auðveld- ara að fá aldraða til að hætta að reykja en yngra fólk. Hún sagði einnig að talsvert hefði dregið úr lyfjanotkun aldraðra eftir Kúhanski sálfræðingurinn Soledad Barrios. Ljósni. E.G. að klúbbarnir komu til sögunnar og yfir- leitt hefðu þeir haft þau áhrif að hressa gamla fólkið, auka sjálfsvirðingu þess og gefa lífi þess nýjan tilgang. Fólkið í hverfinu tekur sig til og byggir í sjálfboðavinnu hús yfir lækninn sinn... Orðin sem oftast koma í hugann á Kúbu byrja á sam-. Samvinna, samstaða, sam- hugur, samneysla, samábyrgð, samheldni... Samkeppni? Já, en hún er sósíalísk! Sam- keppni milli einstaklinga og starfshópa um það hver leggur mest af mörgum til samfélagsins. Ekki um það liver hrifsar mest til sín. Teygjanlegur tími Havana er söm við sig. íbúar Vedado- hverfis ganga enn niður aö Malecón, 155

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.