Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 13

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 13
INGA SIGURÐARDÓTTIR: Alþj óðahyggj a í verki „Mörg ríki eru fátækari en við. Við byggjum á alþjóðahyggju en ekki á þröngri þjóðernishyggju né einstaklingshyggju. Við minnum okkar fólk stöðugt á aðstæður annarra landa, þar sem lífslíkur eru 40 til 45 ár, þar sem barnadauði er 100 til 150 á hver 1000 lifandi fædd börn. Það verður að vera okkar grundvailar- atriði að hjálpa öðrum ríkjum. Við verðum að sýna alþjóðasamstöðu í verki. Ef við notum eingöngu betri lífskjör, sem hvatningu til þjóðarinnar um aukið framlag, þá getum við ekki einnig farið fram á fórnir til hjálpar öðrum þjóðum. í okkar áróðri höfum við gætt þess, að gera ekki neyslustig að miðpunkti hvatn- ingarinnar til fólksins.“ Sú stefna, sem felst í þessum orðum Fidels Castro Kúbuleiðtoga, er einn af hornsteinum kúbönsku byltingarinnar. Frá upphafi hafa Kúbanir ekki litið á sína baráttu sem einangrað fyrirbrigði. Barátt- an er alþjóðleg og Kúba leggur sitt af mörkum til aðstoðar öðrum þjóðum til frelsunar undan kúgun, fátækt og fáfræði. Eitt nýjasta dænrið er aðstoðin, sem veitt var Ekvador á þessu ári. Þar geisaði niðurgangspest, sem lagðist helst á börn og var í mörgum tilfellum banvæn. Pegar hjálparbeiðni barst, var höpur kúbanskra sjálfboðaliða sendur umsvifalaust á vettvang. Petta voru læknar, hjúkrunar- fölk og starfsmenn sem kunna til verka við hreinsun vatnsbóla og aðrar aðgerðir til að stöðva útbreiðslu slíkra sjúkdóma. Sjálfboðaliðarnir sneru ekki heim fyrr en búið var að ráða niðurlögum pestarinnar. Um 50 þúsund alþjóðahyggjumenn frá Kúbu eru starfandi í þriðjaheimsríkjum. Peir eru auk starfsmanna í heilsugæslu, kennarar, verkamenn, byggingamenn og hermenn. Verðum eins og Che Samtök Ungkommúnista (UJC) sjá um útvegun sjálfboða'iðanna og reynist það þeim fremur auctvelt, þar sem alþjóða- hyggja í verki er sjálfsagður og eðlilegur þáttur í lífi hvers manns. Uppeldi barna byggist á að rækta þennan eiginleika, sem sést best á slagorði Ungliðanna: „Verðum eins og Che.“ Það hafa orðið örlög margra Kúbu- manna að láta lífið í alþjóðastarfi eins og Che gerði. Allir taka þá áhættu og láta hana ekki hræða sig frá starfi. í Nicaragua eru starfandi um 3000 kúb- anskir kennarar. Fegar auglýst var eftir þeim buc3u 30 þúsund sig fram. Þegar Kontra- licðar drápu 9 þeirra, buðu 100 þúsund sig fram til að halda starfi þeirra áfram. 157

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.