Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 15

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 15
Æskueyjan Úti fyrir suðurströnd Kúbu er eyja, sem eitt sinn var kölluð Djöflaeyjan. Hún hét reyndar Furueyjan, en fólki þótti nær að kenna hana við myrkrahöfðingjann en gróður. Eyja þessi hýsti um átta þúsund fanga og var haft á orði, að enginn sneri til baka, sem þangað færi og væri hlut- verki hans þar með lokið. í dag er eyjan kennd við æskuna og þaðan snýr ungt fólk, fullt bjartsýni, kunnáttu og löngunar til að aðstoða sam- landa sína til betra lífs. Á Æskueyjunni stunda um 16 þúsund nemendur frá Asíu, Afríku og Róm- önsku Ameríku nám. Kúbanir reka skól- ana og fá nemendurnir kennslu á sínu eigin tungumáli, því með þeim koma kennarar sem fá þjálfun og aðstöðu á Kúbu. Fólkið snýr síðan heim og leggur sitt af mörkum til uppbyggingar í sínu heimalandi. Nýjasti skólinn á Æskueyjunni er fyrir börn frá Burkina Faso. Þetta eru fátæk og menntunarsnauð börn, sem ekki einu sinni hafa séð tannbursta. Innan nokk- urra ára munu þau snúa heim og takast á við að kenna samlöndum sínum. Heimsókn í Mósambíkskólann Við renndum í hlað og þau biðu okkar. Fulltrúar nemenda og kennara. Buðu okkur velkomin og fylgdu okkur upp tröppurnar. Um leið og við urðum sýnileg nemendahópnum, sem beið fyrir innan, byrjaði kórinn að syngja. Hljómurinn líktist engu, sem ég hafði heyrt áður. Ómstríðir hljómar, sem í fyrstu virtust falskir, en við nánari hlustun var kórinn greinilega vel samstilltur og tónninn réttur. Þau stóðu teinrétt og hreyfðu sig varla. Skyndilega kom hreyfing á hópinn og hann gliðnaði sundur án þess að heildin Dansinn dunar... Afríska skólafólkid á Æskueynni viðheldur menningu ættjarða sinna. Ljósm. E.G. leystist upp. Nú bættust hendur og fætur með í leikinn og skósólar skullu á marm- aragólfinu og stórir svartir lófar smullu saman. Samspil lita, tóna og hvellra hljóða færði okkur til heimalandsins, Mósambík. Hópurinn þagnaði og um tíu ára gömul stelpa hóf upp raust sína og flutti okkur ræðu: „Velkomnir kæru nor- rænu vinir. Hér sjáið þið alþjóðahyggj- una í verki. Við lærum að lesa og skrifa og lærum iðn, eða verðum kennarar eða læknar síðar. Gangið um skólann og skoðið skólastofurnar og svefnsalina okkar. Sjáið hvernig vinir okkar hjálpa okkur til að geta síðar meir stuðlað að uppbyggingu lands okkar. Lifi alþjóða- hyggjan! Lifi Kúba! Föðurland eða dauði! Við sigrum! Lokahvatningin hljómaði hvellt um skólann, því allir tóku undir. 159

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.