Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 17

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 17
f y jy s • HMf flk 1 íslcnski hópurinn ásamt kúbönsku samstarfsfólki. Ljósm. M.S. og minni sykri cn Kúbanir eiga aö venjast, te og kaffi, nægt sturtuvatn, mjúksæta rútur og bjór og kók ávallt innan seiling- ar, að ógleymdum Mojito-kokteilum. Viö dvöldum á Kúbu á vegum ICAP, sem er sú stofnun Kúbana sem sér um er- lcnd samskipti önnur en stuðning við þróunarlönd. Vinnubúðirnar „Julio Antonio Mella“, eru nefndar eftir manni sem stofnaði Kommúnistaflokk Kúbu árið 1925, og var myrtur skömmu síðar. Búðirnar starfa u.þ.b. hálft árið. Þar vinna vinnuhópar sem styðja byltinguna og vilja kynnast landinu af eigin raun. Ýmist er unnið við að hreinsa illgresi, tína ávexti eða í bygg- ingavinnu. Það eru hópar Evrópubúa, Ný-Sjálendinga, Kanadamenn og banda- rískir afkomendur kúbanskra flótta- manna. Hópar frá Nicaragua koma líka til að vinna, og þeir fá greitt kaup fyrir, auk uppihaldsins. Ég ætla ekki að leiða þig lesandi góður út á akra í 35°C hita, í tíðar rútuferðir með tilheyrandi söng, á 10 fundi, vinnu- staði, samyrkjubú, heilsugæslustöðvar, né heldur í saltan sjóinn í Karíbahafinu, rjómaís í miðborg Havana, því síður í trumbuslátt og romm í Mangólundi. Ég læt mér nægja frásögn af því hvernig land og þjóð komu mér fyrir sjónir á yfirreið, sem hefði betur sómt sér sem upphafið að fræðandi og notalegri dvöl í landi vinnu, bjartsýni og sósíalisma. Efnahagur og velmegun Það fyrsta, og nánst það eina, sem kom mér verulega á óvart á Kúbu var veruleg- 161

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.