Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 18

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 18
ur fjöldi sportlegra og skrautklæddra ferðamanna á José Martí-flugvellinum. Þvælingur um miðborg Havana renndi ennfremur stoðum undir þá staðreynd að Kúbanir hafa lagt aukna áherslu á túr- isma. „Er landið að breytast í spillta skemmtanaparadís í anda Batistatím- ans?“ hafa fáfróðir víða um heim spurt sig. Úrvalið í dollarabúðunum eykst, til eru veitingahús sem eru aðallega ætluð túristum, og humarinn úr sjónum er aðeins fyrir þá, utan þess sem er flutt út. Við fengum tækifæri til að ræða þetta við Kúbani við fleiri en eitt tækifæri. — Fall dollarans og aðkenning alþjóðlegrar efnahagskreppu, snertir Kúbu ekki síður en önnur lönd. í kjölfar falls dollarans fá Kúbanir minna fyrir sykuruppskeru sína frá Sovétmönnum. Sykur er aðalútflutningsvara þeirra og þeir semja um verð fyrir hann til þriggja ára í senn. Enn er eitt ár eftir af núgild- andi samningum og því um 30% afföll af innflutningstekjum næsta árs. Auk þess eru Kúbanir háðir öðrum iðnríkjum um 13% af nauðsynlegum innflutningi. Ferðamannaiðnaðurinn er ein leiðin til að ná í þá dollara sem upp á vantar. Auk- in áhersla á framleiðni og fjölbreytni í landbúnaði er annar liður og útflutningur á humri enn annar. Kúbanir virðast ekki eins spældir yfir humarleysinu og Vestur- landabúar eru fyrir þeirra hönd. „Við kaupum þurrmjólk fyrir börnin í fjalla- héruðunum fyrir humar-dollarana,“ svara þeir hver á fætur öðrum. Sama gildir um þessi fáu flott-veitingahús í miðborg Hav- ana. Þar þurfa innfæddir að panta borð með löngum fyrirvara. í þeirra augum er það hjóm eitt miðað við úrlausn efna- hagsvanda þjóðarinnar. Upplýstustu og tilfinninganæmustu sós- íalistarnir úr okkar hópi gátu þó varla varist sárindum eftir kynningu á ferða- mannalífinu í Havana. Á Hemingway- barnum sat hópur Þjóðverja í menningar- og skemmtireisu og rommið rann eins og fjallavatn á íslandi. Það kostaði þau ekkert. Þau halda sig á litlu svæði í mið- borginni og skipta dollurum við ungling- ana þar. Það svæði er jafnframt Gamla Havana, með þrengsta og elsta húsnæði landsins (sem eru jafnframt elstu minjar frá nýlendutímanum í Rómönsku Amer- íku og verða varðveittar fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna). „Þetta er nú bara kapítalismi hér, að leyfa ekki Kúbönum að sulla svolítið í Mojito eins og okkur,“ fannst Þjóðverja. „Hvað áttu við með kapítalismi,“ spyr vinnubúðamaðurinn. „Það er annars svo flókið fyrirbæri að það er varla hægt að skýra það út.“ „Nei, það er ekkert flókið, það er þjóðskipulag sem byggir fyrst og fremst á hámörkun fjármagns, arðráni af vinnu annarra og vanmati á félagslegum gildum, er það það sem þú sérð á þessari krá?“ Það var fátt um svör. Tilfinningaverurnar tóku líka innfædda unglinga við Havana Libre hótelið á bein- ið. Þeir báru ekki upp dollaraerindi sitt þegar þeir heyrðu að við værum á vegum ICAP, en við spurðum í staðinn hvað þeim fyndist um Kúbu. Þau voru öll og hvert í sínu lagi hæstánægð með land sitt og þjóð, en af hverju voru þau þá að skipta peningum á svörtu? „Æ, mig lang- aði svo í nýjan bol fyrir laugardagskvöld- ið,“ var svarið. Það búa tæpar I I milljónir manna á Kúbu, en aðeins tvær milljónir í Havana. Eins og við sáum á ferðum okkar um sveitir og samyrkjubú gengur uppbygging húsnæðis þar f'yrir, þ.e. þar sem fram- leiðslan er, en það er líka verið að gera byggingarátak í Havana. Samfara leið-

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.