Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 19

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 19
réttingarherferö Kúbana hafa þeir gert stórt átak í byggingu íbúðarhúsnæðis og dagheimila. Byggingavinnuhópar í sjálf- boðavinnu hafa verið skipulagðir. í þá fer fólk í sumarfríum sínum, fólk sem fær launað leyfi frá vinnustöðum og útlend- ingar. Hvert hverfi rís af öðru og sem dæmi um framtakssemina risu 56 barna- heimili í Havana á síðasta ári, en mark- miðið hafði verið 50 barnaheimili. Á forgangslista við upphaf byltingar- innar var íbúðarhúsnæði neðarlega á blaði. Fyrst kom landbúnaðarframleiðsl- an, útrýming sjúkdóma, ókeypis heilsu- gæsla, almenn menntun og góð á sem flestum sviðum og barnaheimili. Gömlu, en glæsilegu herstöðvarnar, lögreglu- stöðvarnar og einbýlishallirnar frá því fyrir byltingu, nýttust vel fyrir skóla og aðrar opinberar stofnanir. Velmegun í landinu var mun meiri en við höfðum haldið, enda greinilegt að þar hefur orðið mikil þróun á síðustu árum. Það vantar að vísu málningu á húsin í Havana (skyldum við geta selt þeim málningu fyrir ávexti?), en göturnar eru myrtilegar. Flestir eiga ísskáp, sjónvarp og viftu og meira að segja er styttuglingur lóluvert algengt. Fjármagn innanlands er öllu meira en vöruframboðið gefur til kynna. Utanlandsferðir Kúbana og neysla stranda á dollaranum ekki síður en á tekjum, ekki heldur á pólitískri mið- stjórnun. Efnahagsstaða manna er eitt- hvað misjöfn eftir vinnuframlagi og menntun. Umbun til afkastamikilla manna er ýmist ókeypis strandhúsadvöl í sumarleyfinu, leyfi til kaupa á bíl eða feröalag til Austantjaldslanda. Læknar, hjúkrunarlið, kennarar og tæknimenntað fólk fara víða um 3ja heiminn í sjálfboða- liðastörf. Auk þess fer tónlistarfólk og Sykurreyr — viltu sniakka? Ljósm. M.S. aðrir listamenn til Vesturlanda. Kúbanir fara líka til Austantjaldsríkja í fram- haldsnám, þeim að kostnaðarlausu, eins og gildir um námsmenn frá fjölmörgum öðrum rómansk amerískum lóndum. Lýðræði, flokkurinn og kvenfrelsi Eitt kvöld fengum við fyrirlestur um lýðræði á Kúbu (Poder Popular). Ég hafði mjög gaman af honum, því þar hljómaði ný skilgreining á fyrirbærinu. Við erum vón því að taka lýðræði sem sjálfgefinn hlut, sem felur í sér marga stjórnmálaflokka og kosningar með jöfnu millibili. Parna var það kallað lýðræði þegar pólitískt skipulag byggir á skynsemi í þágu allra og tryggir jafnframt stöðuga þátttöku allra í ákvarðanatökum. Á Kúbu eru hvorki margir stjórnmálaflokk- 163

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.