Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 23

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 23
ur haldið, en áróður fyrir fisk- og græn- metisáti og hreyfingu er á byrjunarstigi. Við gestirnir voru stöðugt umkringdir þessu helsta stolti Kúbana, læknum og hjúkrunarliði, sem þurftu þó ekki að sinna miklu meira en stöku meltingar- truflunum og flugnabitum. Hvar sem við fórum mættum við sjálfs- öruggu og hlýlegu fólki, sem hefur mik- inn áhuga á umheiminum, og líka því að segja frá Kúbu. Þjóð sem hefur náð langt, en ekki sjálfu TAKMARKINU, því eins og þeir segja sjálfir þá er það aldrei endanlegt. Það lá beint við að við Norðurlandabúarnir kyrjuðum eitt af uppáhaldslögunum okkar á leiðinni út á flugvöll; Ta’ mig med til Havana, ta’ mig med, ta’ mig med, ta’mig med hvis det er der hvor man ikke bare, ska’ passe sig selv. BRIGADA NORDICA 1989 Nú er tækifærið! Við leggjum í næstu vinnuferð til Kúbu 29. júní n.k. Unnið í 3 vikur, ferðast í 1 viku. Notaðu eina raunverulega tækifærið sem gefst til að kynnast Kúbu! Umsóknir sendist Vináttufélagi íslands og Kúbu, pósthólf 318, 121 Reykjavík, fyrir 1. maí. Nánari upplýsingar í síma: 91-75983 og 91-622864. 167

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.