Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 24

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 24
INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR: Nicolás Guillén Kúbanskar bókmcnntir eru nánast óþekktar hér á landi einsog raunar flest það er flokkast undir menningu þessa evríkis í Karíbahafi, helst að þaðan hafi borist flóknir og fjörugir taktar, trumbusláttur, rúmba og cha-cha-cha. Eftir því sem ég best veit hefur aðeins ein skáldsaga frá Kúbu verið þýdd á íslensku, Ríki afþess- um heimi eftir Alejo Carpentier, sem Guðbergur Bergsson þýddi. Ljóð og smásögur hafa endrum og sinnum birst í tímaritum, og hefur þar mest borið á ljóðskáldinu Nicolás Guillén af skiljanlegum ástæðum, en hann er eitt þekktasta skáld sinnar þjóðar ásamt þeim José Lezama Lima og Alejo Carpentier sem báðir voru yngri en Guillén, en létust fyrir fáum árum. Þessi þrjú nöfn standa yfirleitt uppúr þegar minnst er á kúbansk- ar bókmenntir þessarar aldar. Guillén fæddist í borginni Camaguey 10. júlí 1902 og er því jafnaldri Halldórs Laxness. Hann er af blönduðum upp- runa, spönskum og afrískum, einsog stór hluti kúbönsku þjóðarinnar, og skiptir þessi blandaði uppruni miklu máli þegar rýnt er í ljóð hans. Spánverjar lögðu Kúbu undir sig í byrjun 16. aldar og út- rýmdu svotil alveg frumbyggjum eyjar- innar sem voru friðsöm náttúrubörn og máttu sín lítils gegn brynjuklæddum og vígvæddum Spánverjunum. Síðar hófst innflutningur á afrískum þrælum til Kúbu og þar viðgekkst þrælahald lengur en í nokkru öðru landi álfunnar, eða til 1878. Það var því ekki aldarfjórðungur liðinn frá afnámi þrælahalds þegar Nicolás Gu- illén fæddist. Þegar Nicolás var 15 ára var faðir hans drepinn í pólitískum átökum í heimabæ fjölskyldunnar, Camaguey. Föðurmissir- inn var sár, Guillén eldri hafði verið syni Nicolás Guillén 168

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.