Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 27

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 27
INGA SIGURÐARDÓTTIR: Heimboð í Havana Er ég kom inn í flugstöðvarbygginguna steyptust þau yfir mig. „Þetta eru skrímsli", hugsaði ég. Skrímsli sem her- taka fólk og gera það að þrælum sínum. Þrælum neysluhyggjunnar og gerviþarf- anna. Ef marka má skilaboðin hefði ég á þessari stundu átt að vera nær dauða en lífi eftir ársdvöl í landi þar sem þessar þarfir finnast ekki. „Örbylgjuofninn sem gerir allar fyrri máltíðir að hjómi“. „Lyktin sem fær þig til að uppgötva þinn innri mann og um leið, að þú ert kona“. Þau steyptust yfir mig með nokkurra metra millibili og sögðu mér hvaða matur væri góður, hvaða bíl ég yrði að eiga, hvaða lífsstíll hentaði mér. Eg var á heimleið frá Kúbu. Hafði ver- ið þar í eitt ár, fjarri lífsstíl sem byggist á neysluhyggju. Auglýsingaskiltin í Madrid og á Kúbu eiga tvennt sameiginlegt: Þau eru eins í laginu og þau boða lífsstíl. Lífsstíl heilla þjóða. Menningu fólks. Á Kúbu: „Fram- leiðslan fyrir varnirnar. Vinnan færir okk- ur sigurinn". „Menntunin undirbýr manninn fyrir lífið“. „Verðum eins og Che“. „Þjóðin er vitni um mannréttindi“. í Madrid: „Borðbúnaðurinn sem gerir fæðuna að mat". Mér varð hugsað til Carmen og Pedro, sem buðu mér heim í yndislegu tuttugu fermetra íbúðina sína. „Litla hreiðrið okkar“, sögðu þau. Um leið og ég birtist var sóttur ískaldur bjór til að svala þorst- anum eftir sveitta strætóferð í troðfullum vagni þar sem ég ríghélt mér í eitt sætið til að ég bærist ekki út með straumnum áður en ég ætlaði mér. Pedro bauð mér romm sem kallast „Fætur í kross“ og þá gleynrdi ég líka þriggja kortera biðinni eftir þess- um troðfulla strætó. Þeir óku tveir framhjá án þess að stoppa af því plássin utan á þeim voru líka upptekin. Meðan Carmen lagði síðustu hönd á matseldina sátum við Pedro í ruggustólunum og spjölluðum saman. Carmen var ekki í vandræðum með að taka þátt í sam- ræðunum því að eldhúsið var í einu horni l'rumleiðsliin Ivrir varnirnar. Vinnan færir okkur sigurinn. 171

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.