Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 28

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 28
stofunnar. Við ræddum eitt af uppáhalds umræðuefnum mínum: „E1 machismo“, eða karlaveldið, og uppáhaldið okkar allra: Fidel. Hvað skyldi hann segja í kvöld? I þetta sinn talar hann frá Sant- iago, vöggu byltingarinnar. „Finnst þér hann ekki duglegur?“ spurði Pedro. „Jú, hann er stórkostlegur maður,“ sagði ég. Þá urðu þau stolt á svipinn og sögðu mér sögur af Fidel, sögur úr byltingunni og sögur síðan fyrir byltingu. Og svínasteikin bragðaðist vel. Með- lætið „Kongrí“ (hrísgrjón og svartar baunir) og steiktir bananar. „Þér finnast þeir svo góðir,“ sagði Carmen við mig. Konungur eftirréttanna fylgdi á eftir: karamellubúðingur, sem Carmen vissi líka að mér þætti góður. Við ræddum um Angólu og það kom áhyggjusvipur á Carmen. Sonur hennar er þar. „Hann er að gera skyldu sína og ég er stolt af honum, en ég er hrædd um hann. En hugsaðu þér þegar Namibía verður frjáls!“ Carmen og Pedro fylgdu mér út á götu og sögðu mér að fara varlega. Karnavalið var í algleymingi og töluvert af drukknum mönnum úti á götunum. „Við höfum út- rýmt mikilli eymd, en ennþá finnast menn sem fara ekki eftir settum reglum.“ Þau vildu að ég færi heim fyrir myrkur. „Það má ekkert koma fyrir þig meðan þú ert hjá okkur,“ sögðu þau að lokum. Þau sögðu „okkur“ og áttu þá ekki bara við þessa heimsókn og þau tvö, heldur Kúbu og alla Kúbani. Sú samkennd sem fram kemur í þessu orðavali er mjög rík á Kúbu. „Við erum að byggja barnaheimili svo allar konur geti orðið virkir þátttak- endur í þjóðfélaginu.“ Á Kúbu er sagt: „Við erum að...“, en ekki „Þeir eru að...“, eins og við segjum. Þjóðin sem heild er þátttakandi í framkvæmdum á Carmen í eldhiískróknum. vegum ríkisins eða sveitarfélaga. „Ríkið“ er ekki eitthvað sem framkvæmir fyrir ofan fólkið, heldur er það fólkið sem framkvæmir. „Við ætlum að tæma alla biðlista eftir barnaheimilum í Havana á þessu ári“, heyrði ég oft sagt á Kúbu. Þegar ég kom heim var sagt: „Davíð ætlar ekki að byggja fleiri barnaheimili, hann ætlar að byggja veitingahús sem snýst“. Reyndar höfðu mér borist þessar fréttir til Kúbu og sagði þær ýmsum. Viðbrögðin voru jafnan þessi: „Vill fólkið ekki frekar barnaheimili?“ „Jú,“ sagði ég, „en...“. „Já, ég skil, það er einræði hjá ykkur. einsog hjá okkur l'yrir byltingu.“ Ég reyndi af veikum mætti að útskýra lýð- ræðiö á íslandi og cinn sagði við mig: „Mér finnst okkar lýðræði betra, það tryggir fólkinu völdin.“ 172

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.