Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 31

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 31
leiðréttingunni í framkvæmd er endur- vakning sjálfboðaliðasveita, svo að hægt sé að leysa þau vandamál, efnahagslegs og félagslegs eðlis, sem alþýðan stendur frammi fyrir. Þegar einstaklingar komu áður fyrr til flokksins að leita úrlausnar í húsnæðismálum, dagvistun barna eða öðru, gátu flokksfélagar ekki veitt þeim aðstoð, segir Fidel Castro. Sjálfboðaliða- sveitirnar breyta þessu. „Nú hefur flokk- urinn svar. Nú getum við svarað borgur- unum einhverju og sérhverjum þeint sem kemur af því að hann þarfnast einhvers." Leiðréttingin er mjög djúptæk. Alþýða manna á Kúbu hefur gengið heilshugar til liðs við hana og heil hreyfing er komin fram á sjónarsviðið. Tugir þúsunda karla og kvenna hafa skipað sér í vinnusveitir, sent eru margvíslegar að samsetningu. Þetta er fólk í ólíkum starfsgreinum, námsfólk, húsmæður og elli 1 ífeyrisþegar. Það byggir vegi, brýr og sjúkrahús á met- tíma, jafnvel flugvelli, og það leggur í vaxandi mæli áherslu á félagslegar fram- kvæmdir á borð við læknamiðstöðvar, dagvistarheimili og endurnýjun á íbúðar- húsnæði. Kúbönsk alþýða, ungkommúnistar og aðrir hugsa ekki aðeins um Kúbu, eins og sést best af því að sjálfboðaliða hefur aldrei skort til að berjast við hlið Angólu- liers, vinna við heilsugæslu, kenna lestur og skrift í Nicaragua, eða framkvæma önnur alþjóðleg verkefni. I köflunum sem völdust til þýðingar er fjallað um stefnu kúbönsku byltingarinn- ar og mikilvægi fordæmis hennar alþjóð- lega. Castro gagnrýnir þá sent vilja herma eftir öðrum, því byltingin fer ekki eftir handbókum eða því sem aðrir gera. Ef hún hefði gert það væri hún ekki til. Hún byggði á fræðikenningu og frumleika, og færði íbúunum land sitt til eignar. Þrátt fyrir fátækt og þjáningar í öðrum löndum Rómönsku Ameríku hefur ekki enn verið gerð þar sósíalísk bylting. Kúbanska bylt- ingin mun aldrei taka upp tæki og aðferð- ir sem heyra kapítalismanum til, segir Castro. Síðasti hluti ræðunnar fjallar unt hlut- deild Kúbu í nýjustu atburðum í Angólu. í Cuito Cuanavale í Angólu sigruðu her- sveitir Kúbu og Angólu Suður-Afríkuher í mars 1988 og lögðu með því grunninn að samningaviðræðum um pólitíska lausn í stríðsátökunum vestanmegin í syðrihluta Afríku. Án kúbanskra hersveita hefði sjálfstæði Angólu verið í hættu, því að Suður-Afríkuher hefði náð á sitt vald og eytt bestu hersveitum Angólumanna, á angólskri grund. Orrustan í Cuito Cuana- vale gjörbreytti valdahlutföllum í syðri- hluta Afríku og ruddi brautina fyrir sjálf- stæði Namibíu. Fidel Castro, ræða haldin 26. júlí 1988: „Sumir segja að við verðum að líkja eftir því sem aðrir gera“ Þrátt fyrir mikinn skort á erlendum gjaldmiðli afköstum við meir en áður, og hagvöxtur eykst. í Santiagoborg var hag- vöxtur yfir 7% á þessum ársfjórðungi og í nær öllum héruðum 4, 5 og 6%, þrátt fyr- ir erfiðleikana. Þetta er raunverulegur hagvöxtur, takið eftir því, ekkert fúsk. Við komum engu til vegar ef verksmiðja með 90 mismunandi framleiðslulínum framleiðir fyrir margar milljónir með aðeins 40 línum, en hinar 50 gera ekkert gagn. Eða milljónunum sem við búum til með því að byggja hús sem ekki er lokið við. Hvaða gagn gerir það annað en eyða sementi, eldsneyti og byggingarefni? Við 175

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.