Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 35

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 35
Fyrstu sósíalísku byltingunni í Amvríku verður ekki aftur snúið. vegna þess að viö viljum vera dyggðugri en aðrir eða hreinni en aðrir. En við erum 150 kílómetra frá öflugasta heimsveldi á jörðinni, 10.000 kílómetra frá Sovétríkj- unum. Við erum tvo millimetra frá heims- veldinu, frá flotastöðinni í Guantánamo. Þess vegna er heimsveldið að reyna að veikja hyltinguna hugmyndafræðilega. Þess vegna lætur það svona, heldur uppi svo miklum áróðri, reynir að sá frækorn- um vantrausts, efasemda, kljúfa og veikja byltinguna og gleypa hana eins og þrosk- að epli. Þetta sögðu þeir fyrr á öldum og komu með söguna um þroskaða eplið. En þeim hefur ekkert orðið ágengt. Þrátt fyr- ir allar áætlanirnar og samsærin, og þeim mun ekki takast að grafa undan bylting- unni innanfrá. Af þessum sökum finn ég aðeins til fyrirlitningar á þeim mönnum sem hrífast af kjánalegum hlutum og leyfa blekking- unni að ná tangarhaldi á sér. Þeim sem eru veikgeðja, lítilmenni, sem hafa veik- an vilja og geta ekki áttað sig á raunveru- leikanum. Ég held að þjóð okkar hafi tekist að framkvæma óvenjulegt, sögulegt afreks- verk, að byggja upp sósíalisma við okkar landfræðilegu skilyrði, eins og hún gerði. Og þess vegna verðum við að vaka yfir hugmyndafræðilegum hreinleika bylting- arinnar, hugmyndafræðilegri festu bylt- ingarinnar. [Lófatakj Þess vegna getum við ekki notað gang- virki eða nokkurt verkfæri sem ber keim af kapítalismanum. Þetta er ákaflega mikilvægt og varðar afdrif byltingarinnar. Byltingin verður að halda sér staðfastlega við ómengaðar meginreglur Marx og Len- ins og hugsun Martí. Höldum okkur við þá, frekar en að leika okkur eða daðra við hluti sem tilheyra kapítalismanum. 179

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.