Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 41

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 41
tjóni. Þar sem við lögðum út í orrustuna urðum við að gera það með þeim viðbún- aði'sem þurfti til að ná árangri og sigra. |>að var einmitt vígbúnaðinum sem var komið upp. En viö vorum ekki á höttum eftir hernaðarlegum sigri. Við sóttumst eftir pólitískri, réttlátri lausn á stríðs- átökunum. Það var meginmarkmiðið. Þess vegna litum við ekki framhjá samn- ingaleiðum. Sá valkostur að semja um pólitíska lausn var ekki afskrifaður og við unnum af alvöru og á ábyrgan hátt að því að leysa málið þannig, ef þess gæfist kostur. Við urðum að vera stillt og róleg, því þegar tveir öflugir herir mætast verða leiðtogarnir og aðrir sem bera þar ábyrgð að gæta stillingar framar öðru. Þeir verða að vinna verk sitt kalt og yfirvegað. Þess vcgna unnum við líka að framgangi máls- ins í samskiptum við önnur ríki. Það var óvenjulegur árangur að við skyldum ná markmiðinu án blóðugra orr- ustna. Það var pólitískt og hernaðarlegt afrek að gera það, svo langt í burtu og með jafnlitlu mannfalli. Nákvæmnin og dugnaðurinn sem hersveitirnar sýndu þegar þær sóttu til suðurs var aðdáunar- verður, alveg eins og þegar þær geröu að engu aðgerð óvinarins í Cuito Cuanavale. Við urðum að taka áhættu, en við stönd- um í rauninni á þröskuldinum að póli- tískri lausn. Þetta var langur róður... Grundvöllur- inn fyrir pólitíska lausn er þegar fyrir hendi og það er að koma skriður á máliö. I>ess vegna er raunverulega hægt að finna sanngjarna, verðuga og sæmandi lausn fyrir alla sem eiga hlut að ináli, sem felur í sér öryggi Angólu og sjálfstæði Nami- bíu. [Eófatak| A grundvelli þessarar heildaiiausnar eru Kúba og Angóla — ef staðið er við samkomulagiö, ef það næst. er undirritað og ef það er sameiginlegt, — munu Kúba og Angóla smátt og smátt stíga skrefið til fulls, að draga herlið kúb- anskra alþjóðasinna frá Angólu. [Lófa- tak] Það verður ekki gert í skyndi. Lág- markstími er nauðsynlegur svo að Ang- ólumenn geti tekið yfir hernaðarmann- virki og mikilvæga staði þar sem við stöndum vörð. En meginreglur og ákvæði í samningum leggja grunninn að því að ekki verði lengur þörf á her okkar í Ang- ólu. Við tökum hlutina alvarlega og förum nákvæmlega eftir þvf sem við eigum að fara eftir. Við höfum bráðum haldið þess- um sögulega leiðangri úti í 13 ár. Það er prófsteinn á festu og þol. Það var ekki bara undir flokknum komið, heldur aðallega fólkinu. Slík trú- festa, slíkur vilji er aðeins hugsanlegur þegar stuðst er við þjóð eins og okkar. Þegar sá tími kemur að leiðangrinum má segja lokið, tökum við fagnandi á móti hersveitunum. Við munum fagna þeim sem byggðu varnarvirki og herstöðvar. Við munum fagna okkar frækna her þeg- ar hann snýr aft.ir heim. Við munum fagna tugþúsundum manna á tugþúsundir ofan, sem snúa sér þá að þátttöku í öðr- um stórfenglegum átökum, að þróa land okkar og gera byltinguna sterkari. [Eófa- tak] Kannski er það mest áberandi að öll þessi ár voru erfið, því það þurfti stórátak til að styrkja varnir landsins. Nauðsynlegt reyndist að setja fram og útfæra áætlun sem virkjaði alla þjóðina í stríði. Kannski datt engum í hug að land sem beinlínis er ógnað af heimsvaldasinnum eins og Kúba, mundi halda trúnað við þessar alþjóðlegu skyldur. Kannski datt engum í hug að landi sem er eins ógnað og 185 L

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.