Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 43

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 43
Fyrstu kúhönsku ráðgjafarnir komu til Angólu í byrjun október 1975, eftir inn- rás Suður-Afríkuhers í landið. Kúbanir ákváðu 5. nóvember að auglýsa eftir og senda þúsundir sjálfboðaliða til Angólu samkvæmt beiðni ríkisstjórnar MPLA. Pað mátti ekki tæpara standa því her- sveitir FNLA og Zaire sóttu að úr norðri og sveitir UNITA og Suður-Afríku úr suðri. Báðar voru reiðubúnar að hertaka Luanda og mynda leppstjórn FNLA og UNITA. Pessum hersveitum var smám saman stökkt á flótta. Fyrst herjum FNLA og Zaire og síðar, 27. mars 1976 voru síðustu sveitir UNITA og Suður- Afríku hraktar suður fyrir landamærin við Namibíu. Þetta var í fyrsta sinn sem Suður-Afríkuher beið ósigur. Hann var ekki það ósigrandi vígi sem hann hafði virst. Eftir sjálfstæðið hefur Angóla búið við linnulaust ofbeldi og skemmdarverk af hálfu Suður-Afríkustjórnar. Þar með hef- ur tekist að seinka uppbyggingunni í landinu. Leifunum af UNITA-hernum var skrapað saman á nýjan leik og sigað á íbúana. Rangt væri að kenna þessi hryðju- verk við borgarastríð því án stuðnings Suður-Afríku og Bandaríkjanna væri UNITA ekki til. í Angólu hafa að stað- aldri verið 25.000 kúbanskir sjálfboðalið- ar í þeim tilgangi að verja sjálfstæði landsins fyrir kynþáttakúgurunum í suðri og handbendum þeirra í UNITA. Frá 1975 hafa rúmlega 300.000 kúbanskir sjálfboðaliðar unnið í Angólu, bæði læknar, kennarar, tæknimenntað fólk og hermenn. Suður-Afríkuher beið aftur ósigur við Cuito Cuanavale í mars 1988. Á fulltrúa- ráðstefnu Óháðra ríkja í Havana í maí 1988 lýsti Fidel Castro ósigrinum þannig: „Ég get fullvissað ykkur um eitt. í sögu Afríku er afar mikilvægt andartak. Cuito Cuanavale markar þáttaskil í sögunni. Af því að hin öfluga Suður-Afríka, hvítu mennirnir, „hinn æðri kynþáttur“, lenti í átökum um landskika sem blökkumenn og múlattar vörðu — ég kalla alla Kúbani múlatta — frá Angólu og Karíbahafinu. Ef þið hittið hvítan mann frá Suður-Afr- íku, kynþáttahatara, þurfið þið bara að spyrja: Hvað gerðist í Cuito Cuanavale? Hvað gerðist í Cuito Cuanavale? Það er allt sem þið þurfið að segja.“ Með ósigrinum neyddist Suður-Afríku- stjórn til að ganga til samninga og láta Namibíu af hendi og hætta öllum land- vinningum í Angólu. Samningar voru undirritaðir 13. desember síðastliðinn í Brazzaville í Kongó. Með þeim hlýtur Namibía sjálfstæði að undangengnum kosningum I. nóvember 1989 og kúbönsku sjálfboðaliðasveitirnar halda heim á vit nýrra verkefna, svo fremi að við skilmál- ana verði staðið. 187

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.