Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 44

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 44
KRISTIINA BJÖRKLUND: Alþjóðleg samstaða Alþjóðleg sainstaða er ekki tómur frasi á Kúbu. Á hverju ári er þúsundum skólabarna og háskólastúdenta frá þróunarlöndunum boðið til Kúbu til þess að stunda nám, sem nýtist þeim í heimalandinu. Auk þess ferðast þúsundir Kúbumanna til útlanda til þess að vinna í löndum, þar sem þekking þeirra kemur að gagni. Kúbu- menn sendu til dæmis stóran hóp bygg- ingarverkamanna til Grenada mcðan stjórn Bishops var þar við völd. Kúba var einnig fyrsta ríkið til þess að senda sveitir lækna og kennara til Nicaragua eftir sigur sandinistabyltingarinnar. í lok október 1988 varð Nicaragua fyrir miklu áfalli, þegar fellibylurinn „Jó- hanna“ skall á landinu og drap 122 auk þess sem 300.000 manns misstu heimili sín. Kúbumenn voru reyndar komnir áður en fellibylurinn skall á. Þeir hjálpuðu. Nicaraguamönnum aö flytja fólk á brott frá hættusvæðunum. Daginn eftir aö ósköpin voru afstaöin, birtust kúbanskar flutningavélar með matvæli, lyf, teppi og tjöld. Og meö í förinni var sveit lækna. Talsmaður kúbanska sendiráðsins í Managua sagði: „Þetta er hluti loftbrúar sem mun halda áfram eins lengi og nauö- syn ber til“. í bænum Bluefields við At- lantshafsströndina eyðilögðust um 6000 hús, eða um 95% af öllum húsum í bænum. Kúbanir eru með áætlanir um að byggja 1000 ný hús á næstu tveimur árum. Efnið, verkamennirnir, verkfærin og jafn- vel maturinn handa verkamönnunum kemur allt frá Kúbu. Þessi áætlun tekur einnig lil byggingar heilsugæslustöðvar, dagheimilis og endurbyggingar Moraviu- kirkju í Bluefields. Á þennan hátt sýnir Kúba enn einu sinni gott fordæmi um uppbyggilega að- stoð eins ríkis við annað, og undirstrikar, að aiþjóðleg samstaða eru ekki orðin tóm. 188

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.