Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 48

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 48
bókum og hagræða blöðum. Er reyndar óhugsandi að Játvarður hefði orkað þessu án hennar aðstoðar, þökk sé henni. Til síðasta daga fylgdist hann með hræringum þjóðmálanna, las blöð, hlust- aði á útvarp og ræddi við menn. Lét fátt fram hjá sér fara án þess að taka afstöðu til mála. Þætti honum einhvers við þurfa greip hann til priksins góða með munnin- um, skrifaði blaðagrein og í sumum til- fellum einkabréf til áhrifamanna. Það sem mér virtist valda honum mest- um áhyggjum í seinni tíð var annars vegar hver verða mundu afdrif dreifbýlisins, hvort arfur þeirrar menningar er hann var mótaður af og honum var svo hugstætt að rekja í ritum sínum fengi staðist fimbul- famb frjálshyggju og fjölmiðlafárs líðandi stundar og hins vegar sundrung félags- hyggjuaflanna. Sú gáta verður aldrei ráðin, hver hlutur Játvarðar hefði orðið, ef hann hefði hald- ið heilsu eðlilegan starfsaldur. Eitt er víst. Búið, jörðin og félagsmálin hefðu haft forgang. Hvort hans mikli vilja- styrkur og elja hefðu nægt honum til þess að eftirláta komandi kynslóðum þau hlut- verk sem nú eru staðreynd vitum við ekki. Oft hvarflaði það að manni að andleg orka hans yxi í öfugu hlutfalli við styrk líkamans. Játvarður er horfinn okkur. brátt fyrir hörð örlög auðnaðist honum sú gæfa að halda andlegri reisn til hinstu stundar. Stóllinn hans er auður og það sæti verður trauðla fyllt. Reykhólahreppur hefur enn minnkað. Við sem eftir erum, hljótum að viður- kenna að „veruleikinn í lífinu er stundum skáldlegri harmleikur eða skáldlegra afrek en á nokkurs manns færi er að hugsa upp.“ Eg þakka honum samfylgdina og sam- starfið. Rósu, börnum þeirra og vandamönn- um votta ég samúð mína. 192

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.