Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 49

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 49
í grundvallaratriðum - í grund- vallaratriðum! - var Che svarinn andstæðingur þess að notast við og þróa kapítalísk efnahagslög- mál og hugtök við uppbyggingu sósialismans. Hann aðhylltist nokkuð sem ég hef oft haldið fram: Uppbygging sósíalismans og kommúnismans er ekki bara spurning um að framleiða og dreifa auði, heldur einnig um menntun og meðvitund. Hann var algjörlega á móti því að nota hug- tök kapítalismans sem verkfæri til þess að skapa samfélag sósial- ismans. Fidel Castro, Verdum eins og Che, ræda á 20. ártid Ernesto Che Guevara. (Útg. Pathfinder, 1988) bls. 17. Mannréttindi Byltingin okkar var gerð í krafti hugsjóna og með fullri vitund um þá andstyggð sem þjóð okkar hef- ur á glæpum og pyntingum. Þjóð okkar er vel upplýst um þessi mál og ég held einmitt að eitt af því sem tryggði velgengni byltingar- innar og mótstöðuafl hafi verið hversu trú hún er sínum grund- vallarreglum. Ég get því fullyrt, og efast um að nokkurt annað bylt- ingarferli í heiminum geti staðið undir slikri fullyrðingu, að aldrei hefur nokkur fangi verið pyntaður í landi okkar, aldrei hefur fangi ver- ið myrtur og að sjálfsögöu hefur það aldrei komið fyrir að fangi hafi horfið, aldrei í sögu byltingarinnar, vegna þess að við höfum fylgt þessari stefnu af fullkominni trú- festu án nokkurrar undantekning- ar. Þar á er engin undantekning! Ég bæti við: Kúba er eina bylt- ingarríkið þar sem lögreglunni hefur aldrei verið sigað á fólkið. Það hefur aldrei komið fyrir að lög- reglan notaði hunda eða táragas eða gúmmíkúlur til að bæla niður andóf fólksins. Þetta sem er dag- legur viðburður í Bandaríkjunum og Evrópu, gegn friðarsinnum, gegn verkfallsmönnum, gegn svertingjum, það hefur aldrei kom- ið fyrir hér í 29 ár. Eina hugsan- lega skýringin á þessu er sú, að fólkið i landinu styður byltinguna, hún nýtur stuðnings alls almenn- ings. Fidel Castro í vidtati við italska biaöamanninn Gianni Mina, 1987. Aö trúa á manninn En látiö ykkur ekki detta i hug að Che hafi verið einfeldningur, sveimhugi eða úr tengslum við veruleikann. Che skildi veruleik- ann og tók tillit til hans. Che trúði á manninn. Þeir sem ekki trúa á manninn halda að hann sé ófor- betranlegt lítið dýr, sem færist bara úr stað ef honum er gefið hey, hans freistað með gulrót eða laminn með priki. Sá sem trúir þess háttar, sá sem er sannfærð- ur um þetta verður aldrei bylting- arsinni. Sá sem trúir þess háttar, sa sem er sannfærður um þetta verður aldrei sósíalisti. Sá sem trúir þess háttar, sá sem er sann- færður um þetta verður aldrei kommúnisti. Fidel Castro: Verðum eins og Che, ræða á 20. ártíð Ernesto Che Guevara. (Útg. Pathfinder, 1988) bls. 15. Trúin á framtíðina Þeir einir skilja eftir einhver spor sem eiga sér framtíðartakmark og stefna stöðugt að því, þótt þeir verði að „leggja eitthvað í söl- urnar" fyrir, eins og það er orðað af þeim sem ekkert skilja og telja slik viðhorf fjarstæða daumóra. Þessu er eins háttað um þjóðir og einstaklinga. Þær þjóðir sem verða gagnteknar sameiginlegri hugsjón um framtíðina geta unnið hin stórfelldustu afrek á skömm- um tíma, og það er mikill misskiln- ingur að tala um þvilíka baráttu sem harðrétti og þjáningar, að menn fórni nútíðinni fyrir framtíð- ina, því einmitt slik sókn að sam- eiginlegu marki veitir miklu fyllra og auðugra líf, jafnvel með herta sultaról, en steikur á borði, við- hafnarföt, heimilisvélar og bifreið- ar. Trúin á framtíðina er óskeikul- asti mælikvarðinn á það hvort þjóðfélag er í framþróun eða það er staðnað. Magnús Kjartansson: Byltingin á Kúbu. (Uig. Heimskringla, 1962) bls. 125. 193

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.