Réttur


Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 38

Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 38
hægrisinnaða andstaða sótti stuðning til allra þjóðfélagshópa. Bandaríkjastjórn og önnur heims- valdalönd gripu tækifærið og juku smám saman aðstoð sína við sveitir hægrisinna. Árið 1986 fengu þær 400 milljón Banda- ríkjadali (20.000 milljónir ísl. króna) í beina aðstoð frá Bandaríkjastjórn, en 600 milljónir 1987. Önnur aðstoð var veitt fyrir milligöngu Pakistan, sem fékk 3.000 milljón Bandaríkjadala (150.000 milljón- ir ísl. króna) á árunum 1982-1986. Sam- þykkt hefur verið að veita Pakistan 4.000 milljón Bandaríkjadali á næstu 6 árum. Á sama tíma og reynt var að friða jarð- eigendur, klerkavaldið og aðra aftur- haldssinnaða fjandmenn ríkisstjórnarinn- ar, hélt Afganistanstjórn og herlið So- vétríkjanna áfram að beita sömu hrotta- fengnu aðferðunum og þegar höfðu leitt til þess að þorri fólks í landinu sneri baki við ríkisstjórninni. 12.000 þorp lögð í rúst Hersveitir Sovétríkjanna urðu í vax- andi mæli að beita loftárásum. í upphaíi stríðsins voru 22.000 þorp í landinu. Árið 1985 höfðu 12.000 verið lögð í rúst og önnur 5.000 orðið fyrir miklum skakka- föllum af þeirra völdum. Hægrisinnar stóðu einnig fyrir villimannlegum aðgerð- um. Nýlegasta dæmið eru sprengiárásir á íbúðahverfi í Kabúl sem urðu fjölda manns að bana. Talið er að 1 milljón manns hafi látið lífið og 5 milljónir flúið land. Þar af fóru rúmar 3 milljónir til Pakistan. Aðrar 2 milljónir eru í íran. Sovétstjórn telur sig hafa misst 15.000 hermenn, en mesti fjöldi sovéskra hermanna í landinu náði tölunni 115.000. Árið 1986 tók Najibullah við af Karmal. Hann reyndi að Ijúka stríðinu með aðstoð Sovétríkjanna. í byrjun árs 1987 lýsti hann einhliða yfir sex mánaða vopnahléi og sakaruppgjöf til handa upp- reisnarherjunum. Þessar tilraunir báru engan árangur. Sovétstjórnin hélt áfram að reyna að ná fram alþjóðlegu samkomulagi undir for- ystu Sameinuðu þjóðanna, sem gerði þeim kleift að kalla burt hersveitir sínar strax. í febrúar 1988 birtist yfirlýsing frá Mikhail Gorbachev, leiðtoga Kommún- istaflokksins í Sovétríkjunum, um brott- kvaðningu allra sovéskra hermanna fyrir 15. mars 1989, að því tilskyldu að sam- komulag næðist, þar á meðal við ríkis- stjórnir Pakistan og Afganistan. Hann lagði áherslu á að hersveitir Sovétríkj- anna færu á brott óháð því hvort sam- komulag um vopnahlé næðist milli ríkis- stjórnarinnar í Afganistan og uppreisn- armanna. Hinn 14. apríl 1988 undirrituðu ríkis- stjórnir Afganistan, Pakistan, Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna samkomulag um tilhögun brottflutningsins. Pakistan og Bandaríkin stýra Hersveitir hægrisinna settust um borg- ina Jalalabad í byrjun mars, en hefur ekki enn tekist að hernema hana. Jalalabad er ein af stærstu borgum Afganistan. Hún liggur við þjóðveginn til Kabúl, skammt frá landsmærunum við Pakistan. Þar búa 60.()()() manns. Ákvörðun um að láta hersveitir hægri- sinna ráðast á Jalalabad var tekin í mars á toppfundi pakistanskra leiðtoga, borgara- legra og hernaðarlegra, að viðstöddum sendiherra Bandaríkjanna. Enginn Af- gani var á fundinum. Ákvörðunin sýnir hvernig stríði mujahedeen eða „Hinna heilögu hermanna Islam“ eins og skæru- 38

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.