Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.03.2009, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 24.03.2009, Qupperneq 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur Í dag er þriðjudagurinn 24. mars, 83. dagur ársins. 7.14 13.34 19.56 6.57 13.19 19.42 H E I L S U R Ú M Comfort Zone rúmin aðlaga sig á ótrúlegann hátt að líkamanum, hafa einstaka þyngdardreifingu og veita slökun sem er á fárra færi. FERMINGARTILBOÐ 30% AFSLÁTTUR! CASTAWAY Queen size (153x203) Verð 220.000 kr. KK-TILBOÐ 165.000 kr. = 55.000 kr. AFSLÁTTUR! AVERY Queen size (153x203) Verð 155.000 kr. KK-TILBOÐ 116.250 kr. = 38.750 kr. AFSLÁTTUR! ADVENTURE COMFORT ZONE AVERY ADVENTURE Queen size (153x203) Verð 303.900 kr. KK-TILBOÐ 227.925 kr. = 75.975 kr. AFSLÁTTUR! COMFORT ZONE (120x200) Verð 132.900 kr. FERMINGARTILBOÐ 93.030 kr. COMFORT ZONE (97x200) Verð 116.900 kr. FERMINGARTILBOÐ 81.830 kr. 25% AFSLÁTT 10% AUKAAFSLÆTTI. 35% AFSLÁTTUR Komdu og fáðu þér hágæða rúm á einstöku tilboði. 25% AFSLÁTTUR Rekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 VERÐSPRENGJA! 35% AFSLÁTTUR AF KING KOIL HEILSURÚMUM! TILBOÐ KK+REKKJAN 143.000 kr. = 77.000 kr. AFSLÁTTUR! TILBOÐ KK+REKKJAN 100.750 kr. = 54.250 kr. AFSLÁTTUR! TILBOÐ KK+REKKJAN 197.535 kr. = 106.365 kr. AFSLÁTTUR! A R G H !!! Opið 07 til 02 Lyfja Lágmúla - Lifið heil www.lyfja.is Eins og galdur Ein af stórstjörnum sjónvarps-þátta sjöunda og áttunda ára- tugar síðustu aldar var Uri Geller. Uri var ekki bara einkar laglegur maður sem gaman var að horfa á heldur beyglaði hann skeiðar og las hugsanir af miklum móð, sjón- varpsáhorfendum um alla veröld til mikillar ánægju. Yfirnáttúrulegir hæfileikar hans þóttu ótvíræðir. Fjöldi fólks hélt því fram að þegar Uri hefði beyglað skeiðar í sjón- varpi hefðu mataráhöld sem það hélt á fyrir framan skjáinn einnig bognað og fékk þannig hlutdeild í hæfileikunum. EINHVERJIR leiðindaskarfar reyndu að fletta ofan af Uri. Þeim tókst misjafnlega upp til að byrja með, þar sem fjármunir Uri veittu honum öfluga vernd. Ætlaði sér ein- hver að kalla á torgum að Uri væri svindlari sem aðeins hefði hæfi- leika til að galdra til sín peninga trúgjarns fólks hótaði Uri málsókn. Í sumum dómskerfum spila pening- ar svo stóra rullu að þeir sem eiga í æðra sambandi við guðinn Mamm- on geta fengið hann til að leysa sig undan þrengingum. Í slíku sam- bandi við guðleg öfl var Uri og því hurfu efasemdaraddir og annað vesen eins og fyrir galdur. EN einn af leiðinlegu, og líklega sjúklega öfundsjúku, vitleysingun- um gaf sig ekki. Efasemdamannin- um James Randi tókst loks að fletta ofan af göldrum Uris. Yfirnáttúru- legir hæfileikar reyndust sjónhverf- ingar einar. Fólk hætti að gorta sig af því að eitthvað af matarstellinu hefði verið beyglað af Uri og sagðist hafa vitað þetta allan tímann. FRÆGÐIN yfirgaf Uri og Mamm- on með. Uri fór að þjást af búlimíu og það féll á hnífaparasettin hans. En öll él styttir upp um síðir. Uri byrjaði fyrir nokkru með sjónvarps- þátt og átti afskaplega velheppn- aða endurkomu í heim ríkra og frægra og einhverjir vísindamenn hafa bent á að ekki hafi allar brell- ur hans verið útskýrðar. Árið 2007 fullkomnaði Uri svo kombakk sitt með því að kaupa 360 skeiðar sem áttu það sameiginlegt að hafa hugs- anlega verið notaðar af afskaplega frægu fólki. Þær notaði hann svo til að skreyta bílinn sinn. Nú hefur Uri líka fundið lausn á fjárhagsvanda heimsins. Hún er víst ekki flóknari en svo að hugsa jákvætt og reyna Uri og Michael Jackson, vinur hans, nú að kynna hana fyrir veröldinni. ÞETTA mættu margir hafa í huga. Saga Uris sýnir okkur til að mynda að eftir nokkur ár gætu menn eins og Sigurður, Hreiðar Már, Sigurjón og Halldór gæfusmiður, Björgólfur Thor, Jón Ásgeir og Hannes öðlast aftur vinsældir, snúið til baka á fjármálamarkaði á krónum skreytt- um Range Roverum og glatt fólk með heimsóknum í spjallþætti.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.