Vísir - 29.02.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 29.02.1980, Blaðsíða 1
Föstudagur 29. febrúar 1980, 50. tbl. 70. árg. Gunnar Thoroddsen á beinni línu Vísis: Hvorki genglsfeliing né hratl slg að svo siðddu Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, sagði á beinni linu Visis i gærkveldi, að hvorki yrði um að ræða geng- isfellingu né hratt gengissig að svo stöddu, er hann var spurður um gengismál i framhaldi af umræð- um um þau siðustu dagana. Ráöherra sagöi, aö rikis- stjórnin stefndi aö þvi aö halda gengi krónunnar eins stööugu og mögulegt væri, miöaö viö stööu atvinnuveganna. Hann kvaöst ekki telja þörf á gengis- breytingu aö svo stöddu, en ef séö væri fram á varanlegan halla á helstu útflutningsat- vinnuvegum þjóöarinnar, gæti reynst nauösynlegt aö endur- skoöa gengiö. Varöandi þá skoöun, sem fram heföi veriö sett af hálfu Sjálfstæöisflokksins fyrir kosn- ingar, aö gengiö væri i raun og veru falliö um 15% miöaö viö stööu sjávarútvegs og iönaöar, sagöist forsætisráöherra ekki vera viss um, aö ástandið væri svo slæmt. Aö minnsta kosti heföi rikisstjórninni ekkert bor- ist frá Seölabánkanum, sem benti til þess. J utanríkis- ráðherra- viðræður um Jan Mayen-mál- ið í næstu viku „Nfesta skrefið i Jan Mayen deilunni er fund- ur utanrikisráðherra Is- lands og Noregs, sem haldinn verður á meðan þing Norðurlandaráðs stendur og tel ég þann fund liklegri til árangurs en fund allra þeirra aðila. sem málið er við- komandi, með allri virð- ingu fyrir þeim’’ sagði Gunnar Thoroddsen, þegar hann var spurður um hvers væri að vænta i Jan Mayen deilunni. Gunnar sagöi aö Jan Mayen máliö væri þrlþætt: 1 fyrsta lagi væri þaö samkomulag Islands og Noregs um sjálfar fiskveiöarnar og þá aöallega loönuveiöarnar. 1 ööru lagi væru svo fiskverndun- armálin á þessu hafsvæöi og I þriöja lagi hafsbotninn milli Is- lands og Jan Mayen. Brýnt væri aö leysa tvö fyrstnefndu málin og þá einkum, hvernig skipt væri loönuaflanum sem veiddur væri utan 200 milna fiskveiöilögsögu íslands, Þar yröi auövitaö aö hafa I huga aö þessi loönustofn væri Islenskur. Albert Jensen, Reykjavlk, spuröi, hvort þjóöin gæti átt von á þvl, aö gefiö yröi eftir I Jan May- en deilunni fyrir Norömönnum. „Alls ekki”, svaraöi Gunnar Thoroddsen forsætisráöherra. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, við simann á ritstjórn Visis i gær- kveldi. . , „,7. — Vísismynd GVA, Flugstöðvarbygglngln: Veréur hún ekkl stöðvuð? ,,í stjórnarsáttmálanum er tal- aö um aö endurskoöa skuli byggingu flugstöövar á Kefla- vikurflugvelli. Þaö er óhjá- kvæmilegt vegna þess hve Atlantshafsflugiö hefur breyst” sagöi Gunnar Thoroddsen, for- sætisráöherra þegar hann var spuröur um fiugstöövarmáliö i gærkveldi. Þá kom fram hjá ráöherranum aö I stjórnarsamstarfinu væri gert ráö fyrir aö ágreiningsatriöi I rlkisstjórninni yröu leyst meö samkomulagi en ekki afli at- kvæöa. Varðandi samþykkt flokksráös Alþýöubandalagsins um siöustu helgi þess efnis, aö komiö væri I veg fyrir aö flugstööin yröi reist fyrir bandariska fjármuni, sagöi Gunnar aö túlkun á þeirri samþykkt yröi aö bíöa sins tima. Kvaöst hann ekki viss um aö byggingin yröi stöövuö af Alþýöu- bandalaginu þegar byggingará- formin heföu veriö endurskoðuö. Nýtt hátt- tökumet: 42 spyrjendur Lesendur VIsis settu nýtt met á beinu llnunni hjá okkur I gær- kveldi og tókst hvorki meira né minna en 42 fyrirspyrjendum að ná tali af Gunnari Thoroddsen, . forsætisráöherra, á meöan hann var viö slmann á ritstjórninni. Flestir hafa fyrirspyrjendur oröið rúmlega þrjátlu áöur á beinni llnu VIsis. Spurningarnar voru yfirleitt stuttar og svö ráöherra skýr og ákveöin, en hann var á ritsjórn- inni tæplega tvo og hálfan tlma. Auk frétta hér á forslöu og á bakslöu, er greint frá efni beinu linunnar á blaöslöu þrjú og I opnu VIsis I dag. Nánari fréttir af Heinu Ifnunni á briöju síðu, blaðsíðum 14 og 19 og á baksíðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.