Vísir - 29.02.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 29.02.1980, Blaðsíða 5
5 Rússum fjðlgar minna en hinum í SovélríKlunum I Sovétrikjunum eru nú 264,5 milljónir Ibúa, en stöö- ugt fjölgar þeim, sem búa I stórborgum. TASS-frétta- stofan segir, aö hlutur Rússa fari minnkandi i þessum ibúafjölda. Stuöst er viö manntal 1979, og kemur fram hjá TASS aö ibúum Sovétrikjanna hefur fjölgaö um 22,8 milljónir á siöasta áratug. A þeim tima hafa átta borgir til viöbótar komist yfir Ibúatöluna ein milljón. — Ariö 1960 voru þaö einungis Moskva, Leningrad og Kiev. Fyrri fréttir af manntalinu 1979 hafa greint frá þvi, aö Ibúum hefur fjölgaö næstum fjórum sinnum meir I hinum sex múhammeösku lýöveld- um Sovétrikjanna en I hinum slavnesku. Fá að heimsækja gíslana Bandarísku gíslarnir í Teheran. Rannsóknar- nefndin fær að heimsækja þá. Sadeq Qotbzadeh, utanrikisráö- herra Irans, sagöi I morgun, aö rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna, sem stödd er I Teheran, muni veröa leyft aö heimsækja og ræða viö gislana i bandariska sendiráöinu. Nefndarmenn hafa lýst þvi yfir, aö þeir muni gera heiminum grein fyrir hinum „ótrúlegu” mannréttindabrotum, sem við- gengist hafi i stjórnartiö keisar- ans fyrrverandi. — Alsirfull- trúinn í nefndinni sagöist hafa komist viö yfir mörgum hrotta- legustu dæmunum, sem nefndinni hefur verið gerö grein fyrir. Af opinberri hálfu er því spáö, aö veröbólgan I Frakklandi eigi eftir aö hækka upp I 13% á fyrri helming þessa árs vegna mikilla veröhækkana á ollu. 1 þeirri spá er stuöst viö tölur frá janúarmánuöi siöasta, sem bornar eru saman viö tölur frá janúar 1979 og hækkanir siöasta ár. — Hækkanir i janúar siöasta voru mestu mánaöahækkanir sem komiö hafa I sex ár. Allir verslunarbankar Frakk- lands hækkuöu I siöustu viku lánavexti sina upp I tæp 13%, og beöið er þess, aö seölabankinn boöi senn hvaö liður samdrátt i útlánum til ibúöakaupa. SÍMAMYND í MORGUN • Óeinkennisklæddir lögreglumenn draga særöan félaga sinn i skjói úr skothriö skæruliöanna 1 sendiráöi Dóminikanska lýöveldisins. Fjórir særöust I áhlaupinu, þar af einn skæruliöinn, kona nokkur, sem yfir- völd hafa boöist til þess aö koma undir læknishendi, eftir aö skæruliöarnir slepptu öllum konunum i gislahópnum. Krefjast 50 miiij- óna fyrir 50 gísla Skæruliöarnir, sem hafa sendi- sleppa fimm konum úr hópi gisla 1 sendiráöinu á valdi skæruliö- ráö Dóminikanska lýöveldisins á sinna I dag, áöur en þeir hefja anna eru rúmlega fimmtiu gislar, valdi sinu i Bógota, hafa lofað aö viöræður viö yfirvöld Kólombiu. þar af fimmtán sendiherrar. Tvær miiijónir öúnar að kjðsa í Ródesiu Skæruiiöar þjóöernissinna blökkumanna, sem böröust gegn yfirráðum hvitra i Ródesiu, ganga i dag aö kjörboröinu á siö- asta degi kosninganna i Ródesiu. Tvær milljónir manna hafa þegar skilað atkvæöum sinum af alls 2,8 milljónum, sem voru á kjörskrá. Skæruliöarnir, sem eiga eftir aö kjósa enn, hafa verið I sérstökum eftirlitsbúöum I gæslu óvopnaöra breskra lögreglumanna. Þeir eru um 22 þúsund talsins. Aöur en siöasti dagurinn rann upp, hafði kjörsóknin þegar fariö fram úr þeim 65%, sem skiluöu atkvæöi I kosningunum i april i fyrra. 1 gær höföu 635 þúsund komiö aö kjörboröinu um kl. þrjú siödegis, þrátt fyrir úrhellis- rigningu. A sama tima deginum áöur höföu 885 þúsund greitt atkvæöi. Kosningarnar hafa fariö fram meö friöi og spekt meö minni- háttar undantekningum. Skæruliöarnir eru úr vinstri hreyfingu, sem kallar sig M-19. Þeir slepptu úr sendiráðinu I gær tiu konum, einum unglingi og tveim særöum mönnum — Þeir eru sagöir vera 124 i hópnum, sem tók sendiráöiö meö áhlaupi. Kólombiustjórn hefur lýst sig reiðubúna tilviöræöna viö skæru- liöana um kröfur þeirra. Þeir hafa krafist þess, aö 300 pólitiskir fangar veröi látnir lausir, aö fulltrúi Amnesty International ræði viö þá og heyri af mann- réttindabrotum I Kólombiu, og siöan 50 milljón dollara lausnar- gjalds fyrir gislana. Fanamastjórn hefur boöiö skæruliöunum hæli i Panama til þess aö greiöa fyrir samningum. Efla öryggísgæslu við sendi- ráðln I Suöur-Ameríku Oryggisgæsla hefur mjög ver- ið efld á siöustu dögum viö sendiráö I höfuöborgum Suður- Ameriku, eftir tið áhlaup á sendiráð þar um slóöir aö undanförnu, svo aö sendiráös- fólk hefur naumast geta talist óhult. Tíðar sendiráðstökur E1 Salvador hefur oröiö harö- ast út I þessu efni, enda hafa hægri- og vinstrisinna öfga- menn þar borist á banaspjótum mánuöum saman. Skæruliöar hafa hertekiö þar á siöustu mánuöum sendiráö Venezuela, Costa Rica, Spánar og Panama. 1 Guatemala leiddi áhlaup lögreglu á smábændur, sem höföu sendiráö Spánar á sinu valdi, til hörmungar. Smá- bændurnir kveiktu i sendiráö- inu, áöur en þeir féllu fyrir kúl- um lögreglunnar, og þrjátiu og niu menn létu llfið. 1 Mexikó-borg voru sendiráð Danmerkur og Belgiu tekin meö valdi fyrr i þessum mánuöi af fólki, sem kraföist upplýsinga um ættmenni sin, er þaö sagöi hafa horfið sporlaust. Engir gislar voru teknir, og málinu lauk friösamlega eftir fjögurra daga viöræöur. Kalla dlplómatana heim Eftir sendiráöstökurnar I E1 Salvador hafa Bandarikin fækk- aö sendiráösfólki sinu um helm- ing þar, meðan Vestur-Þjóö- verjar og Bretar hafa kallað alla sína diplómata heim þaöan. — Oflugur lögregluvöröur gætir nú allra sendiráöanna i San Salvador, og sum sendiráöin hafa sina einkaöryggisveröi aö auki. Bóliviustjórn hefur fyrirskip- aö aukna vernd viö erlendu sendiráöin I La Paz, eftir töku sendiráðsins i Bógóta I Kólómbiu. Mikill öryggisviöbúnaöur hef- ur lengst af veriö haföur viö sendiráöin i Argentinu, þar sem vinstrisinnar hafa haldið uppi skæruhernaöi allan siöasta ára- tug. Skæruliöarnir hafa einkum valiö sér erlenda diplómata og kaupsýslumenn aö skotspæni, en úr þvl hefur þó mjög dregiö eftir aö herinn tók völdin I mars 1976. — Flest sendiráðin I Bu- enos Aires láta þó öryggisveröi sina leita vopna á gestum, áöur en þeim er hleypt inn. Frlðsamarl rlKln 1 Santiago i Chile segjast yfir- völd hafa i fjölda ára lagt sendi- ráöunum til sérstaka vernd. I Perú er sumum erlendu sendiráöunum látinn i té einn eöa tveir lögregluþjónar til verndar, en i mörgum sendiráö- unum er enginn sérstakur viö- búnaöur, enda þykir Perú frið- sælt land i viömiöun viö mörg nágrannarikin i Suöur-Ame- riku. 1 Montevideo i Uruguay fylgj- ast lögreglumenn meö öllum sendiráöunum, en á fyrrihluta siöasta áratugs var haföur um þau öflugur hervöröur, meöan Tupamarosskæruliöar óöu uppi. Eins og i Argentinu hefur herinn meö hörkunni bariö niöur skæruhernaöinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.