Vísir - 29.02.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 29.02.1980, Blaðsíða 8
Föstudagur 29. febrúar 1980 8 tzy Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfð Guðmundsson Ritstjórar: Ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrln Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Ólafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askrift er kr. 4.500 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Auglysingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Prentun Blaðaprent h/f. VANDINN I FRYSTIIÐNAÐINUM Nú er talið aö fella þurfl gengi fslensku krónunnar um a.m.k. 9.5% til þess elns, að end- arnir nái saman hjá meðalstóru frystihúsi, og ýmis önnur fyrirtæki I frystiiðnaði þurfi allt aö 15% gengislækkun. Hvernig eiga fyrirtæki, sem þegar eru rekin með stórfelldu tapi, að geta tekið á sig allt að 25 - 30% útgjaldaaukningu samkvæmt kröfugerð verka- lýðsrekendanna ? Mikill vandi steðjar nú að frystiiðnaðinum, þýðingarmestu útf lutningsgrein okkar (slend- inga. Allar helstu aðstæður, sem hafa áhrif á gengi þessarar greinar, eiga sinn þátt í að skapa þennan vanda. Hækkun á fisk- verði og iaunakostnaði innan- lands, röng gengisskráning, sölu- tregða og lækkandi söluverð á Bandaríkjamarkaði og minni hækkanirá Rússlandsmarkaði en reiknað hafði verið með. Að hluta eru vandamálin þann- ig heimatilbúin, en að hluta eiga þau rætur að rekja til ytri að- stæðna, sem við fáum ekki við ráðið. Að því leyti sem utanaðkom- andi áhrif eru orsök vandans er ekki um annað að gera en mæta honum með seiglu og nýju frum- kvæði í markaðsmálum. Þrátt fyrir sölutregðu og verðfall á Bandaríkjamarkaðnum verðum við að leggja áherslu á að halda þar stöðu okkar. En að sjálfsögðu verða útflytjendur líka að mæta þessum vanda með aukinni sókn á markaði í Vestur-Evrópu, sem því miður hafa verið vanræktir. Þó að erfiðleikar af völdum ytri aðstæðna muni sjálfsagt reynast okkur þungir í skauti, má alveg eins búast við, að heimatil- búnu vandamálin verði enn erf- iðari úrlausnar. Er þó átakanlegt upp á það að horfa. Það er engu líkara en hagsmunaleg og póli- tísk togstreita firri margan ann- ars ágætan manninn öllu viti. Auðvitað verður að leysa þau heimatilbúnu vandamál, sem þegar haf a skapast. Og það verð- ur í meginatriðum ekki gert af neinni skynsemi nema með því að frystiiðnaðurinn fái rétt verð fyrir þann gjaldeyri, sem hann kemur með í þjóðarbúið. Einn af framkvæmdastjórum í fiskiðn- aðinum lét hafa það eftir sér í blaðaviðtali í fyrradag, að fella þyrfti gengi íslensku krónunnar um 9.5% til þess eins, að unnt væri að láta endana ná saman hjá meðalstóru f rystihúsi. Þá er ekki reiknað með neinum tekjuaf- gangi, en slíkur rekstur getur ekki gengið til lengdar, og þarf því auðvitað meiri gengisfellingu í raun og veru, sumir telja allt að 15%. Vafasamt er, að núverandi stjórnvöld hafi hugrekki til þess að horfast í augu við raunveru- leikann, eins og ráða má af því, að Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, er nú far- inn að tala um svokallaðar „blandaðar aðgerðir" til aðstoð- ar frystiiðnaðinum. Meginmáli skiptir svo, að menn fáist til að skilja, að nú verðum við að binda endi á sjálf- skaparvítin í efnahags- og at- vinnulífi þjóðarinnar. Stjórnend- ur ríkisins geta m.a. lagt sitt af mörkum með því að beita aðhaldi í ríkisrekstrinum. Og allur al- menningur með því að sýna hóf- semi i allri kröfugerð, hvort sem er á hendur ríkinu eða atvinnu- rekstrinum, og með því að gera fyrirsvarsmönnum launþega- samtakanna Ijóst, að menn skilji nú nauðsyn hófseminnar. Því miður lofar kröfugerð verkalýðsforystunnar ekki góðu í þessu efni. Ríkisstarfsmenn hafa krafist 17 - 29% launahækk- unar, og kröfur ASí-félaganna eru taldar jafngilda allt að 25- 30% útgjaldaaukningu fyrir at- vinnuvegina, þegar allar hinar svokölluðu „sérkröfur" hafa verið metnar til f jár. Þessi gamla verðbólgukröfu- gerð gagnar engum, og nái hún fram að ganga mun hún aðeins skaða hagsmuni alls almennings í landinu. Ábyrg þjóðfélagsöfI þurfa því að sameinast um að spyrna við fótum, hvort sem þau teljast til stjórnarliða eða stjórn- arandstöðu. Á því, að það takist, veltur það að verulegu leyti, hvort unnt verður á næstu árum að hefja nýja framfarasókn í þessu landi. Bílastrump- lurinn vann Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur tekið að sér að gefa út þá ár- ganga Arbókar „Hins Islenska fornleifafélags”, sem ófáanleg- ir hafa verið um langt árabil. Hér er um að ræða árgangana frá 1880-1955. Fyrsta bindi þessarar endur- útgáfu er nú komið út og eru I þvl árgangarnir 1880-1885. 1 næsta mánuöi er áætlaö aö ann- aö bindiö komi út og I þvl veröa árgangarnir 1886-1895. Aö sögn Hafsteins Guömunds- sonar, eiganda Bókaútgáfunnar Þjóösögu, er ráögert, aö bindin veröi alls 14, og er takmark út- gáfunnar að koma þeim út á sem skemmstum tima. Bæk- urnar eru ljósprentaöar eins og þær komu fyrir, engar leiörétt- ingar geröar og allar kápur. fylgja meö. Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, er formaöur Hins Is- lenska fornleifafélags og hefur veriö ritstjóri Árbókarinnar frá árinu 1947. „Þaö hefur veriö félaginu nokkur fjötur um fót, aö ekki hefur veriö hægt aö eignast Ar- bókina frá upphafi og viö erum Hafsteini Guömundssyni mjög þakklátir fyrir, aö hann skyldi gera félaginu þann greiöa aö gefa þessa endurprentun út á eiginn kostnaö”, sagöi dr. Krist- ján Eldjárn á fundi, sem hald- inn var meö fréttamönnum I gær. „Upplagiö var svo lltiö lengi framan af, aöeins 350, og slöar stækkaö i 400. Allir árgangarnir fram aö 1955 hafa veriö ófáan- legir lengi. Nú er upplag Arbók- arinnar 1500 eintök”. Upplag endurprentunarinnar er einnig 1500 eintök, og er bæöi hægt aö kaupa bækurnar inn- bundnar og svo einstaka ár- ganga. Verö þessa fyrsta bindis er 14.150 krónur og veröur þaö. selt I öllum helstu bókaverslun- um. Hiö islenska fornleifafélag var stofnaö 8. nóvember 1879 og varö því hundraö ára slöastliöiö haust. Félagsmenn eru nú um 700 og fer stööugt fjölgandi. —ATA Kosið hefur verið um strump marsmánaðar og var það bila- strumpurinn, sem varð þar hlut- skarpastur eftir harða samkeppni við sklðastrumpinn. Þetta kemur fram I fréttatil- kynningu sem Krákus s.f. hefur sent frá sér. Var þátttakan mjög góö enda dregnir úr sendum at- kvæöum fimm vinningar. Þaö var sjálfur Haraldur I Skrýplalandi, sem dró um vinningshafana, en I verölaun voru fimm strumpahús. Þeir sem hlutu vinningana voru Magnús Viöar Skúlason, Arnar- hrauni 32, Hafnarfiröi, Kjartan Olafsson, Kúrlandi 14, Reykjavlk, Andri Karlsson, Smáraflöt 15, Garöabæ, Tómas A. Tómasson, Sóltúni 20, Keflavlk og Fjóla Stef- ánsdóttir. Hrannarstlg 33, Akur- eyri. 1 Vísi á morgun, laugardag, veröa birtir atkvæöaseölar fyrir kosningu á Strumpi aprllmánaö- ar. Geta allir veriö meö I kosning- unni og þeir sem senda inn at- kvæöaseöla eiga möguleika á vinningi, en þeir veröa fimm.HR Haraldur I Skrýplalandi dregur úr atkvæöaseðlunum, en þeir heppnu hlutu strumpahús I vinn- ing. Hafsteinn Guðmundsson, eigandi Bókaútgáfunnar Þjóðsögu, og forseti isiands, dr. Kristján Eidjárn, skoða fyrsta bindi endurprentunar Ar- bókar Hins fslenska fornleifaféiags. Vfsismynd: BG ÁRBÚK HINS ÍSLENSKA FORN- LEIFAFÉLAGS ENDURPRENTUÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.