Vísir - 29.02.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 29.02.1980, Blaðsíða 16
Jónas Sen leikur einleik meö Sinfóniuhljómsveitinni á morgun og er þaft liftur I einleikaraprófi hans frá Tónlistarskólanum i Reykjavik. Slnlónluhllómsveilln: Jðnas Sen leikur einleik Jónas Sen,nemandi i Tónlist- arskólanum I Reykjavik, mun leika einleik meö Sinfónlu- hljómsveit Islands á tónleikum I Háskólablói á morgun. Tónleik- arnir hefjast klukkan 14.30. Tónleikarnir sem eru á veg- um Tónlistarskólans og Sin- fónluhljómsveitarinnar eru lift- ur I einleikaraprófi Jónasar frá skólanum. Hann mun leika píanókonsert nr. 1 eftir Liszt. önnur verk á tónleikunum eru forleikur aö óperunni RUslan og LUdmila eftir Glinka og Rap- sódla nr. 1 eftir Georges En- esco. Hljómsveitarstjóri er Páll P. Pálsson. betta er I annaö sinn sem Tónlistarskólinn og Sinfónlu- hljómsveit Islands hafa sam- vinnu á þennan hátt. Aögangur aö tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. bóröur Sveinsson og bórhildur Björnsdóttir f hiutverkum sfnum f „Allir I verkfall”. Sigrföur Ella MagnUsdóttfr Fögur meöíerö á glltrandi smáperlum Sigrföur Ella MagnUsdóttir og dr. Erik Werba Tónleikar Tónlistarfélagsins I Austurbæjarbfói 23. febrUar. Sönglög eftir W.A. Mozart, Fr. Schubert, Rob. Schumann, F. Mendels- sohn, Johs. Brahms, Edv. Grieg og Antonin Dvorák. tónlist baö var sannur vorblær yfir þessum tónleikum, enda hófust þeir meö sex vorsöngvum eftir öndvegishöfunda klasslska og rómantlska timabiisins. Sumt af þvl voru lög, sem alþekkt eru viö Islensk vorljóö eins og ,,Nú tjald- ar foldin fríöa” (Mozart) og „Voriö góöa grænt og hlýtt” (Mendelssohn). baö er erfitt aö hugsa sér fegurri meöferö á þess- um glitrandi smáperlum en þá, sem hér var boöiö upp á, og sama gildir um mörg önnur viöfangs- efni þeirra ágætu listamanna, sem stóöu aö þessum tónleikum. En ég heföi óskaö mér dálltiö meiri ástrlöuþunga I túlkun söngvarans á lögum eins og „Jeg elsker dig” (Grieg) og I „Sjö SI- genalögum” (Dvorák). Sigrlöur Ella hefur I óperusöng sínum sýnt, svo aö ekki gleymist, aö þetta á hún til, og þó aö ljóöasöng- ur og óperusöngur sé sitt hvaö, getur ekki veriö neitt rangt viö aö nýta úr annarri greininni þaö sem aö gagni getur oröiö I hinni hverju sinni. Enda eru til bæöi ljóöræn atriöi I óperum og dramatlsk sönglög. baö er mikill fengur aö fá hing- aö til námskeiöshalds meö ungum Islenskum söngvurum svo víö- frægan og frábæran undirleikara sem próf. dr. Erik Werba, og á Jón bórarinsson skrifar Söngskólinn I Reykjavík þakkir skildar fyrir þaö eins og margt annaö framtak. Um þátt hans i þessum tónleikum þarf ekki aö fjölyröa fremur en oröiö er. Listamönnunum var ákaft fagnaö af húsfylli áheyrenda. Aukalögin uröu mörg, aö þvl er mér er sagt, og flest Islensk, en þau gat ég þvl miöur ekki heyrt, þvl aö aörir tónleikar kölluöu aö á öörum staö. Jón bórarinsson Listaverk eftir Kuro- sawa í Fjalakettinum Frábært meistaraverk veröur tekiö til sýninga I Tjarnarblói um helgina þar sem kvikmynda- klúbbur menntaskólanema, Fjalakötturinn, rekur starfsemi sina. Er hér um aö ræöa japönsku myndina Dodeska den, sem gerö er af snillingnum Akira Kuro- sawa. Kurosawa er sennilega einhver frægasti kvikmyndaleikstjóri Japans og hefur hann á samvisk- unni fjölmargar frábærar mynd- ir, má af handahófi nefna Sjö Samurai, Köngulóarskóginn, Derzu Uzala (sem sýnd var I Laugarásblói ekki alls fyrir löngu) og fleiri og fleiri. Kvikmyndalist þykir standa föstum fótum I Japan og hafa þaöan komiö fjölmargir mjög virtir leikstjórar, auk Kurosawa má telja til Oshima, Ichikawa, Shindo og fleiri. Margir þeirra — og þá sérstaklega Kurosawa —■ hafa lent I vandræöum heima fyr- ir meö fjármögnun mynda sinna vegna þess aö þær hafa ekki hlot- iö náö fyrir augum kvikmyndayf- irvalda Japans sem helst kjósa ódýrar klámmyndir eöa slags- mála- og hryllingsmyndir. Kurosawa gekk mjög illa aö fjármagna þessa mynd, Dodeska Den, en stofnaöi sjálfstætt fyrir- tæki ásamt nokkrum öörum og lagöi fram fé sjálfur. Fyrirtækiö fór á hausinn og Kurosawa hrakt- ist til Sovétríkjanna þar sem hann geröi Derzu Uzala sem kunnugt er. Myndin er engu aö slöur álitin stórkostlegt listaverk og má hvetja alla þá sem ekki hafa enn kynnst japönskum myndum til þess aö fara I Fjalaköttinn nú um helgina. Sýningar eru sem fyrr klukkan 17.00 á morgun, laugardag, og klukkan 17.00, 19.30 og 22.00 á sunnudag. 1 Tjarnarblóí fást skírt- eini aö sýningum klúbbsins. Fjölmenniö! — IJ. „ALLIR I VERK- FALL” A AKRANESI „Akurnesingar eru þekktir fyrir aö skora mörk og þaö er mln trú aö viö hittum I mark I þetta sinn”, sagöi Sigurgeir Scheving I spjalli viö Vísi, en hann leikstýrir ööru verkefni Skagaleikflokksins á þessu leik- ári. baö er gaman og ærslaleik- urinn „Allir I verkfall” eftir Duncan Greenwood. Frumsýnt veröur I kvöld klukkan 20.30 I Blóhöllinni. „Leikrit sem þetta tel ég hafi fullan rétt á sér á viö önnur sem hafa ef til vill meiri boöskap. Enda sýnir aösókn aö fólk kann aö meta eitthvaö létt núna I skammdeginu”, sagöi Sigur- geir. betta er annaö verkefniö sem Sigurgeir setur á sviö meö Skagaleikflokknum, en hann leikstýröi „Llnu langsokk” I vetur. Sigurgeir hefur starfaö mikiö meö leikfélagi Vest- mannaeyja, og átti reyndar 30 ára leikafmæli I fyrra. Allir I verkfall gerist á okkar tímum I Englandi og fjallar um þau vandræöi sem veröa þegar húsmóöirin feri verkfall. Aöal- persónurnar. Hellewell hjónin, leika þau Kristin Magnúsdóttir og borsteinn Ragnarsson. Dótt- ur þeirra og tilvonandi tengda- son leika Alfa Hjaltalln og bórö- ur Sveinsson. Aörir leikendur eru Valgeir Skagfjörö, bórey Jónsdóttir, bórhildur Björns- dóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Anna Hermannsdóttir. Næsta sýning á leiknum verö- ur á laugardag og sunnudag klukkan 16. -KP. |

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.