Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Side 1
Laugardagur 25.2. | 2006 | 81. árgangur | 8. tölublað [ ]Silvía Nótt | Ósmekkleg, ósvífin, klúr, veraldleg fram í fingurgóma, plebbi, sjálfsupptekin | 2Göran Sonnevi | Vel kominn að Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs | 11Stefán Máni | Skáldsagan kemur í ljós þegar menn hætta að eltast við þennan tittlingaskít | 16 Lesbók Morgunblaðsins E rindi Rem Koolhaas á Íslandi er að miðla af víðtækri þekkingu sinni og ekki síður sér- stakri aðferðafræði og sýn á uppbyggingu hins manngerða um- hverfis, en aðkoma hans hérlendis er að vera til ráðgjafar dóm- nefnd í hugmyndasamkeppni um skipulag hins umdeilda svæðis Vatnsmýrarinnar í Reykjavík, sem verður hleypt af stokkunum með vorinu. Í ljósi sérstöðu hans á sviði byggingarlistar er mikill fengur og mjög áhugavert að fá hann hingað, því nokkuð er víst að hann muni velta við steinum, draga fram og skerpa sýn á viðfangsefninu sem fyrir höndum liggur. Meðan á dvöl hans í síðustu viku stóð hélt Koolhaas opinn fyrirlestur í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur fyrir þéttfullum sal áhugasamra borgara, og svaraði þar að- spurður að sér fyndist það vera helsti vandi Vatnsmýrarinnar hversu miklar og margar skoðanir allir virtust hafa á svæðinu! Frá hans bæjardyrum séð væri engan veginn hægt að taka ákvarðanir nema í ljósi um- talsverðrar þekkingar á því sem fyrir hönd- um lægi. Persónulegar skoðanir einar og sér tryggðu ekki gæði ákvarðana sem tekn- ar væru – til langs tíma og um mikil fjár- útlát, og hér væri nokkurt verk óunnið að kanna og greina þær mörgu hliðar sem á Vatnsmýrinni væru, s.s. staðhætti, landslag, annmarka og möguleika, í stærra samhengi og frá öllum hliðum. Hans eigin vinnuaðferð einkennist einmitt af mjög ítarlegum rannsóknum, sem mynda grunninn að greiningu þar sem honum er lagið að setja upp flóknustu upplýsingar, ytri skilyrði og væntingar á afar skýran og sjónrænan hátt í grafísk líkön. Áhersla hans Eftir Guju Dögg Hauksdóttur | gujadogg@strik.is AP Mikill fiðringur fór um Reykjavík í byrjun febrúarmánaðar þegar fréttist að hinn stjörnum prýddi og margverðlaunaði arki- tekt Rem Koolhaas frá Hollandi væri vænt- anlegur til landsins. Rem Koolhaas þykir með frumlegustu og framsæknustu arkitektum þessi árin, og er eftirsóttur í verkefni um all- an heim, en teiknistofa hans OMA – Office for Metropolitan Architecture, sem er í Rotter- dam, vinnur jöfnum höndum í Bandaríkj- unum og Kína, Frakklandi, Hollandi og víðar, að verkefnum af öllum stærðargráðum, frá einbýlishúsum til borgarskipulags. Hér er fjallað um hugmyndir Koolhaas um bygging- arlist sem hann fjallaði um á málþingi með skipulagsyfirvöldum í Reykjavík. Rem Koolhaas í Reykjavík

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.