Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Síða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. febrúar 2006 | 7
menntaskólaárunum í MH og vann svo þar
með hléum í meira en 10 ár. Það er mikill skaði
að Námsflokkarnir hafa verið lagðir niður, en
þetta var í rauninni annar stærsti skóli lands-
ins og þessi mál hafa verið í mesta ólestri síð-
an.“
Þetta voru árin 1996–1998 og Vala segist
hafa skipt tímanum á milli Englands og Ís-
lands. „Ég var hérna heima í tvo–þrjá mánuði
og fór svo út og var í svipaðan tíma og kom svo
aftur til að harka.“
Hvað varstu að harka?
„Ég frumflutti fyrsta einleikinn minn, Eða
þannig … í Kaffileikhúsinu og gerði svo annan
einleik, Kíkir, súkkulaði, fýlugufa og rusl sem
ég lék líka í Kaffileikhúsinu og seinna urðu
þessir tveir einleikir að heilskvöldssýningu
sem ég lék víða og bæði á íslensku og ensku.
Svo tók ég þátt í sýningunni Ó, þessi þjóð eftir
Karl Ágúst Úlfsson sem Brynja Benedikts-
dóttir setti upp í Kaffileikhúsinu. Ég var tals-
vert mikið að vinna með Ásu Richards í Kaffi-
leikhúsinu á þessum tíma.“
Var þetta það sem þú vildir vera að gera eða
varstu að bíða eftir stóra tækifærinu?
„Ég hef aldrei verið að bíða eftir tækifær-
um. Ég var bara að vinna eins og ég hef gert
síðan ég var 10 ára en þá fór ég á launaskrá
sem vinnumaður á Skriðuklaustri. Mér hefur
alltaf þótt sjálfsagt að vinna en það er hins-
vegar hægt að verða ógeðslega þreyttur á
þessu harki endalaust; að þurfa að búa til verk-
efnin og gefa stöðugt af sér. Finna hugmyndir
og fylgja þeim eftir. En á þessum tíma var
þetta mjög skemmtilegt og þegar ég fór til
London inn á milli bjó maður hjá vinum og
kunningjum og fékk að sofa á gólfinu og ferð-
aðist um með sýninguna okkar Ágústu.“
Hvaða sýning var það?
„Það var sýning sem við Ágústa bjuggum til
og kölluðum Lemon sisters en svo sá leikstjór-
inn John Wright sýninguna og vildi ólmur
vinna með okkur og við vorum auðvitað til í
það og úr varð alveg nýtt verk með sama titli
sem við sýndum á Edinborgarhátíðinni. Eftir
þetta gerði ég ITAT sýninguna Daughter of
the Poet sem Sveinn Einarsson samdi og leik-
stýrði, sem var síðar endurtekin á íslensku ár-
ið 2000 sem hluta af leiklistarhátíð Sjálfstæðu
leikhópanna Á mörkunum. Sýningin hét þá
Dóttir skáldsins. Ég ætlaði að taka þátt í þeirri
sýningu en gat það hreinlega ekki af fjárhags-
ástæðum. Ég varð að gera svo vel að fara heim
til Íslands og vinna fyrir skuldunum. Þetta
hark er þannig að maður tekur tarnir og fer
svo í annað á milli til að fjármagna listina.“
Og hvað fórstu að gera?
„Ég fór í Námsflokkana og kenndi fullt af
útlendingum íslensku. Ég mæli með þessu fyr-
ir höfunda því maður fær alveg nýja sýn á
tungumálið og hver einasta kennslustund fær-
ir manni hugljómun. Ég fékk oft erfiðustu
bekkina, þ.e. í einum bekk voru kannski ein-
staklingar frá þremur heimsálfum og mörgum
löndum og líklega varð ég fyrir valinu af því að
ég kann mörg tungumál og líka af því að ég er
leikari. Þetta tvennt nýtist vel við íslensku-
kennslu. En mér finnst óskaplega gaman að
heyra hvernig íslenskur veruleiki og íslenskar
sögur höfða til fólks af framandi þjóðerni, það
á sér sínar sögur og sér hlutina oft í öðru ljósi
en maður sjálfur.“
Fyndið með beittum broddi
Hvers konar leiklist varstu að leita eftir? Hvað
langaði þig til að gera?
„Ég var og er hrifin af pólitísku leikhúsi með
gamansömu ívafi, einmitt einsog Dario Fo og
Franca Rama hafa gert. Ég hef líka verið mjög
hrifin af líkamlegu leikhúsi þar sem kraftur og
fimi leikaranna er nýttur í botn. Ég sá sýningu
þegar ég var á lokaárinu í náminu sem hafði
mikil áhrif á mig. Það var leikhópur sem heitir
Volcano Theatre og þau voru að leika sviðslýs-
ingar og þekktustu setningarnar úr verkum
Ibsens. Þetta var brjálæðislega flott sýning og
mikið grín með allar sviðslýsingarnar og þarna
hugsaði ég; það væri svo gaman að geta búið til
og skrifað leikhús sem byggðist á svona mikilli
færni. Ég hef reyndar aldrei verið mikil fim-
leikadrottning en hinsvegar liggur vel fyrir
mér að leika stórt. Ég þjálfaði mig upp í það á
fyrsta ári í leiklistarnáminu því kennararnir
sögðu við mig að ég léki eins og ég væri í sjón-
varpi. Allt væri svo smátt í sniðum. Ég einsetti
mér að afsanna það. Og það tókst.
Svo var sagt við mig að ég væri ekkert fynd-
in og gæti sleppt því að reyna það. Ég ákvað
líka að afsanna það.“
Varstu sem sagt skilgreind sem drama-
tískur sjónvarpsleikari!
„Já, eiginlega. En það stóð nú ekki lengi og
ég er nú eiginlega bara þekkt fyrir að leika
gamanhlutverk. Ég hef fengið eitt alvarlegt
hlutverk og það var hlutverk Madame Merteu-
il í Hættulegum kynnum sem Dansleikhús
með ekka sýndi í Borgarleikhúsinu 2002. Mér
fannst það mjög undarleg reynsla og kom út af
fyrsta rennsli með áhorfendum alveg miður
mín því ég fékk engin viðbrögð úr salnum. Svo
áttaði ég mig á því að þetta var bara af því að
ég var orðin vön því að fá hlátur frá áhorf-
endum. En þarna átti auðvitað enginn að
hlæja. Þetta var ágæt lexía.“
Eldhús eftir máli
En hvernig leiklist viltu skapa?
„Commedía del arte, trúðaleikur, svartur
húmor og beittur ádeilubroddur, líkamleg leik-
list. Þetta er það sem ég vil sjá. Og ég vil ekki
setja bókmenntir á svið. Þær eiga bara að vera
í bókunum. Og helst sem minnstan og knapp-
astan texta.“
Skrifarðu þá lýsingar á leik jafnt og texta
fyrir leikara?
„Stundum geri ég það. Í handritinu að Eld-
húsi eftir máli skrifaði ég eina söguna alveg án
texta. Það er ekkert sagt í þeirri sögu. Hún er
leikin án orða. Þar skrifaði ég frekar nákvæm-
ar myndir sem einfölduðust í uppsetningunni
en ég skrifaði þetta svona til að gefa leik-
urunum eins nákvæma mynd af atriðinu og
hægt var. Svo breytist það auðvitað í vinnu
leikstjórans með leikurunum. Í öðrum atriðum
þeirrar sýningar skrifaði ég leikhugmyndir
sem Ágústa leikstjóri vann svo úr. Það hjálpaði
mér gríðarlega við skriftirnar að vita að
Ágústa ætti að leikstýra sýningunni. Við
þekkjumst mjög vel, höfum unnið saman
margoft áður og hún vissi nákvæmlega hvað
ég átti við þegar hún las leiklýsingarnar mínar.
Og ég vissi nákvæmlega hvað hún gæti gert úr
þeim.“
Þetta er mikilvægt.
„Þetta er mjög mikilvægt og okkar samstarf
byggist algjörlega á þessu. Við unnum und-
irbúningsvinnuna að handritinu og sýningunni
í marga mánuði og á þeim tíma var ég úti í
Þýskalandi og hún heima á Íslandi og höfðum
samskipti í gegnum tölvupóst. Það var mjög
snemma sem ég ákvað að búa til eins konar
mósaik úr sögum Svövu. Brjóta þær upp og
flétta þær saman og Ágústa var mjög hrifin af
því. Þá var kominn strúktúr. Við ákváðum líka
stílinn á verkinu strax. Við myndum vinna á
móti hryllingnum í sögunum með því að leika
þetta á léttum nótum, textinn yrði í andstöðu
við aksjónina og allur leikurinn bjartur og já-
kvæður.“
En er þetta ekki stíll Svövu yfirfærður á
tungumál leikhússins? Eins konar gam-
ansamur absúrd hryllingur?
„Jú, og tragískt líka. Þetta passaði allt mjög
vel saman því þetta er líka í anda okkar
Ágústu. En ég hafði gaman af því að Ágústa
sagði þegar hún fékk handritið; Vala þetta er
svo knappt. Lítill texti. Ég sagði já, þú veist
hvernig ég skrifa og ég veit að þú átt eftir að
setja sprengjurnar á milli setninganna. Svo ég
skrifa svona lítið til að þú hafir nóg að gera við
að búa eitthvað til í kringum textann. Svava
skrifar líka mjög knappt svo ég þurfti að vera
trú því líka.“
En hvað áttu við þegar þú segist ekki vilja
setja bókmenntir á svið? Sögur Svövu eru
náttúrulega bókmenntir.
„Að sjálfsögðu. En ég vil ekki sjá leikara
standa á sviðinu og tala bara til skiptis, án þess
að hreyfa sig. Aftur og aftur sér maður í leik-
húsinu leikarana standa og bauna endalausum
texta hver á annan. Jappedí, japp. Þá er bara
betra að sitja heima og lesa bókina, segi ég. Ég
fæ óþreyju í allan kroppinn þegar ég sé þannig
sýningar. Leikhúsið er miðill fyrir aksjón eins
og kvikmyndin.“
Gestaleikur á Konunglega
Þú skrifaðir leikrit uppúr sögunum í stað þess
að gera leikgerð eftir þeim. Það er munur á
því.
„Já, það er reginmunur á því. Það sem er
róttækast við leikritið er að ég læt allar per-
sónur sagnanna hittast og það er kannski ekki
eitthvað sem manni dettur fyrst í hug þegar
maður les sögurnar því þær eru innbyrðis ólík-
ar og veröld þeirra er mismunandi. En við
megum gera allt í leikhúsinu og sögurnar eru
áfram til þó gert sé öðruvísi leikrit eftir þeim.
Mér fannst rétt að láta konur allra sagnanna
vera vinkonur og það styrkir heim hverrar
sögu, það styrkir allar persónurnar og áhorf-
andinn gleymir ekki einni sögunni þegar hann
horfir á brot úr þeirri næstu því þær eru allar
til staðar. Þegar ég ákvað þetta var það vegna
þess að ég vildi að fólk fengi þá tilfinningu að
það hefði séð svo margt, smakkað á ýmsu, en
langaði samt í meira – að áhorfendur færu svo
og læsu sögurnar hennar Svövu.“
Og þú skrifaðir heilmikið til viðbótar við
texta Svövu.
„Já, ég skrifaði í raun allan textann, öll sam-
tölin. Þau eru ekki í sögunum. Það er á einum
stað bein tilvitnun í texta eftir Svövu, en það er
mjög skýrt í sýningunni að þar sé farið með
hennar texta. Ég breytti líka endi sumra
sagna, bætti við og gaf sumum persónum rödd
sem ekkert segja í sögunum. En með þessu
móti vonuðum við að verkið og sýningin yrðu
jafnvel enn trúrri upprunanum en ella.“
Það er gaman að geta sagt frá því að Eld-
húsi eftir máli hefur nú verið boðið sem gesta-
sýningu til Konunglega leikhússins í Kaup-
mannahöfn. „Sýningar verða 3. og 4. júní og
við erum öll rosaglöð yfir því að vera boðin
þangað. Það verður gaman að sjá viðbrögð við
þessari sýningu á erlendri grundu.“
Og nú blandast engum hugur um að úr
þessu hafi orðið til mjög gott leikrit en var það
alveg áreynslulaust?
„Nei, ég skal segja þér að ég var alveg skít-
hrædd þegar ég fékk þann heiður að skrifa
þetta verk. Ég var viss um að ég yrði skotin á
færi af bókmenntabéusum og íslenska þjóðin
myndi rísa upp og mótmæla þessari meðferð á
svo ástsælum höfundi. Ég var mjög stressuð á
frumsýningunni, en þegar ég hitti Jakob son
Svövu og Jón Hnefil Aðalsteinsson eiginmann
hennar á eftir og þeir voru glaðir og sáttir, þá
létti mér mikið. Þá var ekkert að óttast. Ég
stóðst líka freistinguna að lesa bókmennta-
gagnrýni um verk Svövu meðan ég var að
vinna að þessu. Láta segja mér um hvað hún
væri að skrifa. Ég var viss um að það myndi
bara rugla mig í ríminu. Hinsvegar las ég allar
bækur Svövu aftur og aftur en það var samt
svo skrýtið þegar kom að frumsýningu að mér
fannst einhvern veginn eins og ég hefði ekki
gert neitt. Svo ég fór heim og las allar nót-
urnar mínar og fór yfir þetta og þá rifjaðist
upp fyrir mér hvað þetta hafði í rauninni verið
mikil vinna og ég áttaði mig á því að alls kyns
hughrif úr öðrum verkum Svövu höfðu slæðst
inn í leikritið þó það ætti bara að vera byggt á
smásögunum. Ég þurfti líka að rifja þetta upp
til að geta sagt eitthvað gáfulegt á umræðu-
kvöldum sem Þjóðleikhúsið hefur boðið áhorf-
endum upp á eftir sýningar.“
Leikkona og leikskáld
Þessi sýning hefur slegið í gegn en það er ekki
alveg nýtt fyrir þig þó margir hafi eflaust ekki
áttað sig á því hvað þú hefur í rauninni verið að
skrifa í mörg ár og verkin þín gengið vel.
„Ég hugsa að það sé rétt en ég hef samt ver-
ið mjög heppin að þessu leyti. Fyrsta verkið
mitt Eða þannig … varð mjög vinsælt og ég
sýndi það í fjögur ár. Upphaflega átti bara að
sýna það fjórum sinnum. Þessi sýning sagði
mér að ég gæti skrifað þó mér dytti ekki í hug
að segja að ég væri leikskáld. En Háaloft rak
smiðshöggið á þá hugmynd og ég hef ekkert
efast um erindi mitt í þeim efnum eftir það.
Svo skrifaði ég Háaloft sem var frumsýnt í
Kaffileikhúsinu haustið 2000 og Ágústa Skúla-
dóttir leikstýrði mér og það sló líka í gegn. Ég
er ennþá að leika það og hef fengið alls kyns
viðurkenningar og verðlaun fyrir þá sýningu
víða um heim.“
Háaloft tók á þörfu málefni en þar segir geð-
sjúk kona sögu sína á áhrifaríkan hátt. Sýn-
ingin naut mikilla almennra vinsælda en fag-
menn í geðheilbrigðisgeiranum hafa einnig
sóst eftir að fá sýninguna sem grundvöll um-
ræðna um geðhvarfasýki og hlutskipti geð-
sjúkra.“
Og þegar maður skoðar hvað þú hefur verið
að gera undanfarin ár hefurðu sannarlega ekki
setið auðum höndum.
„Ég hef skrifað fyrir leikhús, útvarp og sjón-
varp og kvikmyndir þótt það hafi kannski ekki
farið mjög hátt, sum verkin fóru í vinnslu önn-
ur ekki, svona eins og gengur og gerist.“
Hvernig finnst þér leikaramenntunin skila
sér inn í vinnu þína sem leikskáld?
„Mér finnst eiginlega erfitt að hugsa um mig
sem annað hvort. Ég er fyrst og fremst leik-
húsmanneskja. Og það hjálpar mér við skrifin
að ég er leikkona. Ég veit hvað er nothæft og
hvað ekki. Hvað er eðlilegt og hvað er óþarft.
Ég veit hvað er hægt að leika og hverju er
hægt að sleppa í textanum. Ég held að þetta sé
góð blanda. Hún hefur reynst mér vel.“
Og það eru orð að sönnu því á næstu dögum
er leikkonan Vala að taka að sér eitt hlutverk-
anna í Eldhúsi eftir máli því vinsældir sýning-
arinnar eru slíkar að rákust á skuldbindingar
einnar leikkonunnar.
„Ég átti ekki von á að fara að leika, en er
mjög hamingjusöm yfir að gera það með þess-
um frábæra leikhóp í Eldhúsinu,“ segir Vala
að lokum.
um broddi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Háaloft: Vala í Kaffileikhúsinu árið 2000.
Eldhús eftir máli: Vil ekki setja bókmenntir á svið.