Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2006, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2006, Side 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. apríl 2006 Prologus 1000 ár síðan sveinbarn fæddist 1006 Aldir líða – tíminn skundar skeiðin, skylt að tengja það sem er og var. Óslitin er kristni-kirkju leiðin, kynnir tímamót sín víðast hvar. Tvíþætt lengst af lausnarans var kirkja, lýsandi með höfuðstöðvar tvær. eina heild sig aftur valdi að virkja, vígslubiskupsstólar urðu þær. Sjá í þús-öld komu stórar stundir stillir sig við þær ár komið hér. Fyrir árum þúsund – þær um mundir, þá hann Ísleifur vor fæddur er. Fyrstur hann um fimmtugt kirkju þjóðar, fór af stað með – komna til vor nú. Líf vort þar er ljósið heimsins óðar, lausnari vor Jesús – kristin trú. 950 ár frá vígslu fyrsta Skálholtsbiskups í kaþólskum sið 1056 Lag: Dag í senn Skálholts sól á himin – víðan hringinn Hvítá framhjá rennur – stórfljót það. Kristin trú fer áfram Árnes-þingin, útfrá þessum höfuðkirkju stað. Fyrsti biskup kirkju vorrar valinn var það Ísleifur Gissurarson. Allra mesti uppfræðari talinn, æsku gaf hann kærleik, – trú og von. Biskups feðga forráð þjóðin metur fyrstir leiddu kirkju vora af stað. Gissur kirkju gefur biskupssetur, gjafmildur hann! Skálholt vottar það. Þjóðar – kirkju Krists var tengiliður, kær var Gissur fólki – margt bar til. Vopnaburður nú fyrst lagður niður ný kom tíund – fátækum í vil. Brynjólfs fjögur hundruð ára’ er hátíð, er hún sviprík ævi þessa manns. Starfsmikill fékk lærdómstign hjá landslýð lengst við munum stjórnarvisku hans. Biskup Jón á birtingarkraft mestan, bók hans – ræður eftir meistarann. Innblásinn hann sagði sannleik bestan synda lausn í Kristi trúin fann. Hugann grípur lotning ljós í muna er lít ég Hvíta-Krists stað geisla af náð! Skálholtsbiskup lengst með leiðsöguna leiðir stiftið sitt af ráði og dáð. Þjóðkirkjan er það í raun og veru því að stiftin samtengd – mynda heild. Þegnar hér á landi almennt eru evangelisk-lútersk kirkjudeild. 900 ár frá vígslu fyrsta Hólabiskups 1106 Hólastifti – hið forna – og nýja Lag: Ó, fögur er vor fósturjörð. Þá Hólastifti stofnað var, þar stórri köllun mætum er ellefu við aldirnar vér árum sex þar bætum. Það stiftið biskup Gissur gaf með Guði Norðlendingum. Í fjórðung stærstum stjórn lét af, úr stólsins verkahringum. Þar fyrstur hann kom – herra Jón, við ,,helga nafnið kenndur, var Ögmundsson, með engla tón af erkibiskup nefndur. Þar varð að finna stifti stað til starfa: – biskups setur. Rétt Hóla-gjöfin gat leyst það. Þeir gátu ei hentað betur. Brátt fjölsótt ,,heima að Hólum“ var, og hefð til kirkju að sækja. Þar kristna miðstöð menningar, var mikil þörf að rækja. Og kirkja þurfti kennilýð, þá kennsla hófst í skóla. Svo bókagerð var góð og tíð. Sjá, – Guð vor leit til Hóla. Sín kynnir biskup kirkjumál og kenningu af lífi og sál Í Kristi sigrum synd og tál með sannri trú og náð. Í heimsókn biskup fer og fær hann finnur lausnir – gefur þær hans traust og hald er Kristur kær og kristin hjálparráð. Þá Reykjavík varð biskups bær er bústað herra Geir þar fær. rétt síðan aldir eru tvær við Alþing Dómkirkjan. Svo tímamóta árið á víst einnig biskupsstóllinn sá. Hátt metum stóla þessa þrjá og þjóðkirkjuskipan. Öxin – jörðin úthellt geyma eldrautt þeirra blóð. Minningu um merka feðga, man vor frjálsa þjóð. Biskupi var kær sín kirkja, kær sem land og trú Fann í vanda frelsi Íslands frelsishetja sú. En vor harka hörku magnar hefur reynslan sýnt. Sú er alröng leið til lausnar leiðrétta er brýnt. Hryðjuverk sem víti er til varnaðar um heim. Líknarverk er lífsins nauðsyn, lof sé öllum þeim. Það var Guð sem gerði í Kristi guðsdóms sátt við heim. Alla menn þá mistök hendir miskunn Guð á þeim Geislar út frá gildistöku Golgötu á stað Hár er turn við Hólakirkju hann ber vott um það. 200 ára biskupsstóll í Reykjavík er fyrsti biskup Íslands í lúterskum sið flytur aðsetur sitt í höfuðstaðinn 1806 Lag: Hver á sér fegra föðurland Hjá landnámsbæ kom byggð í Vík, nú borgin orku og sögurík við úthaf nyrst – ei nein er slík, þess Ísland njóta má. Þá kirkjan ein heild orðin var og íbúðar þörf stjórnunar. var nærtæk miðstöð menningar og mátti stað þar fá. Í höfuðborg er biskupinn er blessar þjóðar söfnuðinn Hann leiðir, kirkjuleiðtoginn um lífsins gildin sér. Í biskups stofu á staðsett hann sitt starfslið – biskupsritarann er kirkju sinni og kristni ann og kaus að vinna hér. Við Guðbrand kennd er bóka bók strax blessun mesta veitti sem hann í prent að Hólum tók að hluta þýddi og skreytti. Ef eigi jafn-vel, jafn-skjótt þýtt það játað Guðs Orð væri er óvíst hvort vel íslenskt – frítt – og ylhýrt mál sig bæri. Er níu alda tímatal senn taldi Hólastifti þá Austurbyggðum bauðst það val að breyttust svæða skipti Svo Hólabiskups umsjón er með Austurland og firði. Hans áhrif sem og athöfn hver er afar mikils virði. Forn – mikil gjöf var Gissurar ný – gerðist skikkan meiri. Merk þátta skil sú skipan var, en skyldan söm – við fleiri. Að sá Guðs orði í sálu manns, er sólar ávöxt beri, í orði og verki – hugsun hans svo hugarfar Krists veri. Siðbreytingin Átök og sáttargerð (2. Kor. 5.19) Siður breyttist – bót var nauðsyn breyting samþykkt var. Kaþólsk lúthersk kirkju nefndin kynnti sættirnar: Þær af öllum einum rómi undirritaðar. Upprunans nú tíðrædd trúin tengdi deildirnar. Fimmtán aldir – öld og hálf var eftir Krists burð hér. Sjöunda dag sérstan þar! sjá í nóvember, var Jón Arasonur settur, – synir og hans tveir – höggstokk á þeim dauða að deyja dóminn fengu þeir. Áfangaár eftir Krists burð Árið 2006 með stór tímamót þriggja biskupsstóla í kirkju þjóðar Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonHóladómkirkja 900 ár eru frá vígslu fyrsta Hólabiskups 1106. Dómkirkjan í Reykjavík 200 ára biskupsstóll í Reykjavík. Fyrsti biskup Íslands í lútherskum sið flutti aðsetur sitt í höfuðstaðinn 1806. Eftir Pétur Sigurgeirsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.