Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2006, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2006, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 27. maí 2006 Í 2. tbl. Biblíutíðinda 2006 er grein eftir prófessorana dr. Guðrúnu Kvaran, forstöðumann Orðabókar Háskólans, og dr. Einar Sig- urbjörnsson, forseta guðfræðideild- ar, þar sem þau kynna nýju þýð- ingu Nýja testamentisins. Í greininni segja þau m.a.: „Menn voru einnig samhljóða um að óska ekki eftir umorðun hugtaksins rétt- læting og annarra guðfræðilegra hugtaka“. Þar vitna þau sýnilega í formála biskups með kynningarútgáfu Nýja testamentisins sem kom út í fyrra. Þessi orð gefa að mínum dómi ekki rétta mynd af þeirri aðferðafræði sem ég fylgdi við endur- skoðunina og kynnti í hausthefti Skírnis 2004. Að- ferðin felst ekki í „umorð- un“ eða „parafras“. Ég hef oft áður reynt að sýna fram á hve nauðsynlegt það er fyrir þýðendur að þeir geri sér grein fyrir merkingarþáttum orða og hugtaka (componential analysis) og að þeir flokki þau eftir merkingarsviðum (sem- antic domains) bæði í því tungumáli sem þýtt er af og hinu sem þýtt er á. Þannig er betur hægt að bera innihald texta tveggja tungumála og menningarsviða saman. Í grein minni í tímaritinu Skírni reyndi ég að sýna fram á nauðsyn þess að greina orðin réttlæti, réttlátur og réttlæta í merking- arþætti og þýða þau í hverju tilfelli sam- kvæmt því merkingarsviði sem þau til- heyrðu. Ég benti á að merkingarþættir grísku orðanna dikaios, dikaiosyne og dika- ioo væru ekki alltaf þeir sömu og merking- arþættir íslensku orðanna réttlátur, réttlæti og réttlæta og því þyrfti að þýða grísku orð- in með þeim íslensku orðum sem tilheyrðu sama merkingarsviði. Ella væri hætta á að merking gríska textans misskildist og inni- hald Nýja testamentisins færi fyrir ofan garð og neðan hjá lesendum. Með öðrum orðum tel ég að sá sem þýðir gríska texta Nýja testamentisins þar sem þessi orð koma fyrir þurfi að greina merkingarþætti þeirra og bera þau saman við íslensk orð sem hafa hliðstæða merkingu og ákveða hvernig best væri að koma merkingunni til skila á ís- lensku svo að lesandinn geti tileinkað sér merkingu þess. Þýðandinn þyrfti að kunna skil á merking- arsviði gríska textans og geta velt fyrir sér hvers vegna þessi orð voru notuð en ekki önnur sem gátu komið til greina af orðaforða merkingarsviðsins. Hann þarf einnig að kunna skil á orðaforða íslenska merking- arsviðsins til þess að geta borið merking- arsviðin saman og komist að viðunandi nið- urstöðu. Í 21. hefti Ritraðar Guðfræðistofnunar rit- ar dr. Guðrún Kvaran grein sem hún nefnir „Merkingarsvið hins heilaga í íslensku máli“. Merkingarsvið hins heilaga í íslensku máli er afar áhugavert viðfangsefni, ekki síst fyrir þýðendur Biblíunnar. Dr. Guðrún er formað- ur þýðingarnefndar Gamla testamentisins, situr í þýðingarnefnd Nýja testamentisins og er formaður útgáfunefndar Biblíu 21. aldar. Forseti og stjórn Hins íslenska Biblíufélags hafa ráðið hana ásamt dr. Einari Sig- urbjörnssyni prófessor til að taka afstöðu til athugasemda sem borist hafa við kynning- arhefti Nýja testamentisins og ganga frá þýðingu Nýja testamentisins sem væntanleg er á þessu ári. Ég átti satt að segja von á því að aðalþýð- ingarráðgjafi stjórnar Hins íslenska Biblíu- félags kæmi eitthvað inn á notkun hugtaks- ins í væntanlegri Aldamótabiblíu í þessu sambandi en svo var þó ekki. Guðrún Kvar- an rekur notkun orðsins heilagur í fornmál- inu og styðst við Orðabók Fritzners. Auk þess rekur hún nokkuð notkun orðsins í nú- tímamáli út frá ritmálssafni og textasafni Orðabókar Háskólans en nefnir þó ekki orð eins og t.d. helgislepja. Hún tekur dæmi um þýðinguna á latneska orðinu electus, valinn, útvalinn í flt. electi í Elucidariusi sem hún hefur eftir Jóni Helgasyni prófessor að sé þýtt með góðir menn, helgir menn, réttlátir, guðs vottar og valdir menn. Hún telur það sýna að það að vera valinn sé ekki bundið því að teljast helgur maður. Hún lýkur greininni með orðunum „Ég hef nú dregið saman það helsta sem ég fann um merkingarsvið og notkun orðsins heil- agur. Hin forna merking orðsins lifir enn góðu lífi og sýnir samfelluna í íslensku máli, en ný notkun hefur einnig orðið til sem sýnir að málið er lifandi og frjótt og nýtir sér fornan arf til nýsköpunar.“ Áhugavert væri að kanna merkingarþætti orðanna góður, helgur, réttlátur, vottur Guðs og valinn maður sem þýðandi Elucidariusar notaði til að þýða orðið electus, valinn, tek- inn frá, útvalinn. Hvað greinir orðin að og hvað er sameiginlegt með þeim, þ.e.a.s. merkingarsviði þeirra? Áhugavert væri einn- ig að athuga hvort latneska orðið electus, í flt. electi, fæli í sér þessa merkingarþætti og að þetta sýndi hæfni þýðanda Elucidariusar og kunnáttu í íslensku og latínu. – Eða var þetta bara ónákvæmni eða „umorðun“ hans? Eins væri áhugavert að kanna merking- arþætti orðanna helga, vígja, blessa. Mikið hefur verið rætt um hvaða orð eigi að nota um sambúð samkynhneigðra. Á að gefa þá/ þær saman, gifta, vígja, blessa? Hverjir eru merkingarþættir þessara orða? Orðabókum er oftast raðað eftir stafrófi eins og kunnugt er. Ég hef áður minnst á orðabækur sem byggðar eru á merking- arsviðum. Öll tæmandi flokkun á veru- leikanum er harla erfið. Menn hafa flokkað jurtir og dýr í ættir og bálka o.s.frv. Ég hef áður getið um orðabókarvinnu enskudeildar háskólans í Glasgow og um útgáfu á forn- enskri orðabók sem byggð er á merking- arsviðum (Thesaurus). Efninu er raðað í 18 svið og orð og orðasambönd flokkuð eftir merkingu. Sama orðið eða orðasambandið getur þannig tilheyrt fleiri en einu merking- arsviði. Við starf mitt við undirbúning á end- urskoðun á þýðingu Nýja testamentisins hafði ég til hliðsjónar og benti samnefnd- armönnum mínum á orðabók byggða á merkingarsviðum eftir þá Louw og Nida (1988). Þar skilgreina þeir á ensku merking- arþætti allra grískra orða í Nýja testament- inu og flokka þau í 93 merkingarsvið sem eiga að vera sameiginleg fyrir nútíma ensku og fyrstu alda grísku. Louw og Nida flokka merkingarsviðin eftir málfræðilegum mæli- stikum: Fyrstu 12 sviðin byggjast á hluta- orðum (Object/Entities). Svið 13–57 merkja verknað (Events). Svið 58–91 merkja eig- inleika (Abstracts). Svið 92 er afmörkun málsgreina (Discourse Referentials) og svið 93 eiginnöfn. Slíkar flokkanir geta að sjálfsögðu verið hæpnar. Þó að ýmislegt megi finna að verk- inu tel ég samt að sem vinnuaðferð sé um mjög merkilegt framtak að ræða hjá þeim Louw og Nida sem geti stuðlað að betri skilningi okkar á fornum textum. Í raun tel ég þar vera um að ræða grundvöllinn að guðfræði og trúarbragðafræðum þar sem reynt er að koma textum á mál sem flestir geta lesið og tileinkað sér og borið þá saman án of mikilla leiðbeininga. Guðfræði felst í að rannsaka orð í textum sem fjalla um tilvist- arspurningar mannsins, heimfæra þau á eig- in tilveru og þýða þau á mál sem samtíð- armenn skilja og geta unnið með. Louw og Nida flokka gríska orðið hagios í þrjú merkingarsvið: (a) Í fyrsta lagi í „Sið- ferðislegir eiginleikar og samsvarandi breytni“. Þeir skilgreina orðið þannig að það tengist því að vera heilagur, að vera búinn æðri siðferðislegum eiginleikum og eiga vissa guðlega eiginleika sem eru öðruvísi en mannlegir eiginleikar, að vera hreinn, guð- legur: Dæmi: 1Pt 1.15–16 (Verið heldur sjálf heilög í öllu dagfari yðar eins og sá er heil- agur sem yður hefur kallað. 16. Ritað er: „Verið heilög því ég er heilagur“). Þeir und- irflokkar sem standa næst orðum sem merkja að vera „heilagur“ eru flokkar orða sem merkja að vera góður, svikalaus, hjálp- samur, gjafmildur; orð sem merkja að vera réttlátur, réttsýnn, hæfur og orð sem merkja að vera fullkominn o.s.frv. (b) Í öðru lagi í merkingarsviðið „Trúarlegt atferli“ og skil- greina merkingu orðsins þannig að hún felist í að einhver hafi verið helgaður/valinn til að þjóna Guði. Dæmi: Mk 6.20 (þar eð hann vissi að hann var maður réttlátur og heil- agur). Þeir undirflokkar sem standa næst eru m.a. orð sem merkja að skíra, dýrka, sýna lotningu og fasta. (c) Þriðja merking- arsvið orðsins hagios/hagioi er „Hópar og flokkar manna og þau sem tilheyra slíkum hópum og flokkum“ og þeir skilgreina orðið sem „þau sem tilheyra Guði og mynda sem slík trúarlegt samfélag, Guðsfólk“. Hliðstæð orð eru lýður Guðs, synir ríkisins, „bræður“, söfnuður, fullnuma. Næstu undirflokkar eru þjóð, skyldmenni, útlendingar o.s.frv. Louw og Nida flokka orðið hagiazo í eft- irfarandi merkingarsvið: (a) „Trúarlegt at- ferli“ og skilgreina orðið sem „að helga/velja e-n til að þjóna eða vera trúr guðdómi“. Dæmi: 1Kor 1.2 (þeim sem Guð hefur helgað í samfélagi við Jesú Krist og kallað til að lifa heilögu lífi); Heb 12.15 ([hagiasmos] Stundið frið við alla menn og heilagt líferni því að án þess fær enginn litið Drottin). (b) Í merking- arsviðið „Siðferðilegir eiginleikar og sam- svarandi breytni“ og skilgreina orðið sem „koma því til leiðar að einhver búi yfir heil- agleika, gera heilagan“. Dæmi: 1Þ 5.23 (En sjálfur friðarins Guð helgi yður á allan hátt); Opb. 22.11 (og hinn heilagi haldi áfram heil- ögu líferni); og einnig sem „ að virða ein- hvern sem heilagan“. Dæmi: Mt 6.9 (Helgist þitt nafn). Í Gamla testamentinu er talað um Guðs útvöldu þjóð sem Jahve gerði sáttmála við. Gyðingaþjóðin greindi sig frá öðrum þjóðum og reyndi að fara samviskusamlega eftir fyr- irmælum í lögmálinu. Áherslan var lögð á mörkin sem greindu hina útvöldu frá öðrum þjóðum. Jafnframt má finna staði í Gamla testamentinu þar sem talað er um Guð sem skapara allra manna. Páll postuli lagði áherslu á að Jahve væri Guð og skapari allra manna. Guðs útvalda þjóð átti erfitt með að sætta sig við að Guð hygðist taka alla menn að sér. Einhvern veginn finnst mér að það geti einnig átt við mörg okkar í dag. Heilagur í merkingunni afmarkaður frá þeim, sem er öðruvísi, þar sem áherslan er lögð á mörkin, hefur vissa neikvæða merk- ingarþætti og má segja að sú merking sé og hafi verið nokkuð einkennandi fyrir sam- skipti manna. Heilagur í merkingunni sá sem breytir í samræmi við vilja Guðs, líkir eftir Guði/Kristi er opnari. Hann er í „réttu“ sambandi við Guð og í „réttu“ sambandi við aðra menn, hann er gjafmildur, gengur ekki á hluta annarra, er kærleiksríkur o.s.frv. Sú merking ristir dýpra og nær frekar til at- ferlis manna og virðist stangast á við merk- inguna sem leggur áherslu á mörkin. Margir samtímamenn Jesú hneyksluðust á afstöðu hans til tollheimtumanna og bersyndugra, þ.e.a.s. manna sem sniðu líf sitt ekki svo mjög eftir helgisiðalöggjöf Gyðinga. Merkingarþættir orðsins hin(ir) heilögu á grísku, hoi hagioi, í Nýja testamentinu eru svipaðir og merkingarþættir orðanna „bræð- ur“, söfnuður, og í raun getur það valdið misskilningi að þýða orðið sem hinir heilögu eins og hefur verið gert hingað til. Meiri- hluti þýðingarnefndar vildi halda þýðingunni óbreyttri. Margir erlendir þýðendur þýða orðið aftur á móti sem söfnuður, hinir kristnu o.fl. Ég dreg í efa að hin forna merking orðanna heilagur og réttlátur eða helga og réttlæta séu skýr í huga manna og sýni „samfelluna“ í íslensku máli þó að orðin sjálf séu notuð. Það sama má segja um ýmislegt í helgimáli kirkjunnar. Eðlilegra væri að „samfellan“ fælist fremur í merkingunni en ytri gerðinni. Mér sýnist dr. Guðrún nota orðið merkingarsvið á annan hátt en gert er í merkingarfræði. Merkingarsvið og samfella í íslensku máli Vangaveltur vegna greina í Biblíutíð- indum og Ritröð Guðfræðistofnunar Eftir Jón Sveinbjörnsson jsveinb@simnet.is Höfundur er prófessor. Biblían „Ég dreg í efa að hin forna merking orðanna heilagur og réttlátur eða helga og réttlæta séu skýr í huga manna og sýni „sam- felluna“ í íslensku máli þó að orðin sjálf séu notuð. Það sama má segja um ýmislegt í helgimáli kirkjunnar.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.