Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2006, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2006, Side 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 27. maí 2006 | 7 F lestar evrópskar þjóðir virð- ast eiga sér sagnir um unga menn sem leiðast út á myrka stigu galdra og forneskju. Við Íslendingar minnumst leikrits Jóhanns Sigurjóns- sonar um Galdra-Loft sem frumsýnt var ár- ið 1919, en þar segir af skólapilti í Skálholti sem selur sálu sína djöflinum. Galdra- Loftur skipar háan sess í leikbókmenntum okkar Íslendinga og sömu sögu má segja um óperuna Galdraskyttuna eftir Carl Maria von Weber í þýskum óperuheimi. Engin ópera hefur markað jafndjúpstæð spor í tónlist- arsögu Þjóðverja og þetta stórbrotna verk. Hún var samin hundrað árum á undan Galdra-Lofti og byggir, líkt og sjón- leikur Jóhanns Sigurjónssonar, á gamalli þjóðsögu; stormasömum ástum ungra elsk- enda er fléttað inn í frásögnina og sá sem galdurinn stundar geldur fyrir með lífi sínu. Sagan af Galdraskyttunni byggir á þýskri draugasögu þar sem tveir ungir veiðimenn hyggjast verða sér úti um óbrigðular galdrakúlur. Þeir steypa sjö kúlur með full- tingi Samíels, svarta veiðimannsins, í Helj- argjá, en sá hængur er á að veiðimaðurinn fær ekki að halda nema sex bráðum af sjö; þá sjöundu fær Samíel og hann kýs sér bráðina sjálfur. Þannig hefur þessi útsend- ari andskotans niðurlag óperunnar í hendi sér. Þýsk óperumenning átti undir högg að sækja í upphafi 19. aldar. Ítalskar og franskar óperur nutu mikilla vinsælda en verk þýskra höfunda voru afar sjaldséð á fjölum óperuhúsanna í Þýskalandi. Carl Maria von Weber ákvað að skera upp herör gegn þessu ástandi og stofna þýskt óp- eruhús í Dresden árið 1817, aðeins 31 árs að aldri. Hann sat ekki við orðin tóm heldur samdi sjálfur óperu sem byggði alfarið á fornri alþýðumenningu þjóðar sinnar; óper- an var frumsýnd árið 1821 og hét Galdra- skyttan eða Freischütz. Sögusviðið er í Bæ- heimi upp úr miðri 17. öld. Á yfirborðinu virðist bænda- og veiðimannasamfélagið í föstum skorðum en undir niðri krauma bá- biljur og hindurvitni í hugum fólks; fornar hefðir ráða örlögum ungra elskenda og eina leiðin til þess að fá þeim hnekkt virðist vera að leita á vit æðri máttarvalda, ýmist til guðs eða þess í neðra. Og eins og í öllum þýskum ævintýrum er skógurinn allt- umlykjandi með djúpum og hlýjum faðmi sínum, ekki aðeins á sviði heldur einnig í tónlistinni; hvergi er hann jafnáþreifanlegur og í upphafi forleiksins þegar hornin fjögur hljóma og skiptast á um að leika upphafs- stef óperunnar. Með Galdraskyttunni hóf þjóðernisrómantíkin innreið sína í heim þýskrar tónlistar af fullum þunga. Weber sótti mátt sinn og megin í sjóð þýskrar menningar. Fyrir vikið hafa skoð- anir Þjóðverja á Galdraskyttunni verið blendnar eftir því hvernig vindar hafa blásið á sviði stjórnmálanna. Á 19. öld var Weber hafinn í dýrlingatölu fyrir að hafa end- urreist þarlenda tónlistarmenningu. Eftir valdatíma nasista á 20. öld voru óperur hans litnar hornauga; sumir skömmuðust sín jafnvel fyrir þessa tónlist því hún þótti hygla meira en góðu hófi gegndi þýskri menningu og tungu. Þannig litu menn fram hjá því sem skipti raunverulegu máli: tón- listinni sjálfri. Og hvað tónlistina snertir er Galdraskyttan tímamótaverk. Í óperunni ryður ný hugsun sér til rúms sem átti eftir að hafa ómæld áhrif á komandi kynslóðir þýskra tónskálda. Í fyrsta lagi beitir Weber tónlistinni á undraverðan hátt til þess að undirstrika dramatískan söguþráðinn. Sam- íel á sér stef sem hljómar í hvert sinn sem á hann er minnst en slík leiðarstef urðu síðar allsráðandi í verkum Wagners. Hljómsveit- arútsetningin er einstaklega litrík og fersk enda lagði Weber engu minni áherslu á þátt hljómsveitarinnar en mergjaðar sönglínur. Vart getur í tónlistarsögunni um jafn- áhrifaríka senu og Heljargjáratriðið þar sem himinn og jörð eru að farast, framliðnir veiðimenn æða um grundir og myrkur skóg- urinn stígur trylltan dans. Hljómsveitin tekur fullan þátt í að skapa hryllinginn svo áheyrandanum rennur kalt vatn milli skinns og hör- unds, hún stýrir al- gjörlega framvind- unni á sviðinu, hreyfingar söngv- aranna markast af ofsafengnum hjart- slætti hljómsveit- arinnar; hún hefur persónurnar full- komlega á valdi sínu og sleppir ekki af þeim takinu fyrr en fjörbrotin í lok atrið- isins eru um garð gengin. Galdraskyttan varpar einnig ljósi á innra eðli manns- skepnunnar. Óbeisl- aður frumkrafturinn endurspeglar heiðið hamsleysið sem tekst á við trúna á guð innra með okk- ur. Ástin berst fyrir lífi sínu í kapp við mannvonskuna og hatrið. Líf og dauði vega salt. Leyfist að brjóta siðareglur samfélagsins svo hið góða megi sigra? „Er brýnt að láta eitt byssuskot tvö bráðger hjörtu slíta sundur?“ er spurt í lok óperunnar. „Hver fremur þá hið beiska brot? Hver sefur flekklaus svefni rótt?“ Hefur samfélagið snúist gegn sjálfu sér með boðum og bönnum? Hversu langt má ein- staklingurinn ganga til þess að tryggja eig- in velferð eða hreinlega að lifa af? Og hversu hart eigum við að ganga fram í dóm- um okkar? Við slíkum spurningum og ótal fleiri leitar Sumaróperan svara með upp- setningu sinni á Galdraskyttunni eftir Weber. Hver fremur þá hið beiska brot? Sumaróperan flytur Galdraskyttuna eftir Carl Maria von Weber á föstudaginn kemur í Þjóðleikhúsinu en verkið hefur aldrei verið flutt hérlendis áður. Hér er sagt frá verkinu sem markað hefur djúp spor í tónlistarsögu Þjóðverja. Eftir Gunnstein Ólafsson gol@ismennt.is Höfundur stjórnar flutningi Sumaróperunnar á Galdraskyttunni. Carl María von Weber Stofnaði þýskt óperuhús í Dresden árið 1817, aðeins 31 árs að aldri. 1. Ég er umkomulausastur allra skugga. Hinir forðast mig eins og ódaun úr einþykku sári. Þeir unna mér ekki einu sinni nafns af ótta við smit. Þú þykist vita að það var ég sem vísaði sögunni veg og lét Persana ráðast aftan að her okkar í skarðinu, hvað það nú hét. Hinir hér niðri vilja ekki einu sinni óhreinka hugann með vitund um svik mín. Enginn skilur að ég var í þjónustu Nauðsynjar, þess guðdóms sem þvingar framvinduna að lokum sem okkur eru hulin og krefst heyrnarleysis þegar höfuðkúpur molast eins og skeljar. Ég vildi að sönnu þjóna þeim sem er máttugri en einmanakennd manneskjunnar. 2. Sagt er að dauðinn sé dýrlegur þegar þú hugrakkur fellur í fremstu víglínu. Það var ekkert dýrlegt í högginu aftan frá milli herðablaðanna eða í stungunni í klofið á þeim sem er hniginn á hnén. Ekki heldur neitt dýrlegt hjá konunum sem komu að nóttu og hrifsuðu af mér myndina klaufsku af henni sem ég hef aldrei hætt að elska og leita stöðugt hér niðri án þess að hafa myndina að minni. Hef ég eigrað um í eitt ár eða þúsund? En eitt veit ég: Ég leita enn að þeim sem skrifaði um dýrlega dauðann. Ég hef geymt þennan litla hníf, sem er sjaldgæfur hlutur hér niðri, til að skera tunguna úr munni hans. 3. Vitið þið að það er misskilningur ykkar sem þjáir okkur mest sem erum dauð? Ég er einföld stytta, af flötu gerðinni, kona með krosslagðar hendur og aðeins byrjun á andliti, en skortir samt ekki tilfinningar. Það kvelur mig að þið seinni tíma barbarar sem hafið nekt mína til sýnis haldið að ég þjónaði frjóseminni eða vísaði veg inn í ríkið endanlega. Nei, ég var lögð í gröf elskandans af henni sem hvorki nennti að fylgja honum né afhenda hann einverunni. Ég er sú sem fékk kossa úr leir atlot nakins fótar ætluð lifandi veru. Það getur einungis steinhjarta afborið. 4. Ekki einu sinni nafnið Porfyrios hefði átt að lifa. Það er fyrir iðjusemi óvina minna að mér bregður stundum fyrir hjá ykkur. Komdu bara aðeins nær. Ekki svo að skilja að rödd mín sé uppburðarlaus heldur rekin í þvílíkar krókaleiðir að orðin eru slitin eins og gamlir sandalar. Rit mín um eigin málefni brenndu þeir sem höfðu betri skoðun og hugsanir mínar hraktar burt og spottaðar af frómum andstæðingum. Það sem bjargaði mér til komandi kynslóða er þörf þeirra að andmæla mér – ég næ til ykkar í gagnrýni þeirra. Hefðu þeir drekkt mér í brunni þagnarinnar. hent bókum mínum fyrir svín og engu skeytt um álit mitt hefðu engin brögð getað borið mig hingað. Það er ákefð þeirra að þagga niður í mér sem lætur þig heyra rödd mína. Biddu bara ekki um að fá að sjá andlit mitt. Sá sem þarf að komast úr bráðdrepandi rökum og kæfandi hæðnishlátri fer ekki fram á mikið tillit. Þú verður því að láta þér nægja brot af brosi hér og margreynda hrukku þar. Milli „hvorki“ og „né“ finnur þú samt andardrátt minn. Kjell Espmark Njörður P. Njarðvík íslenskaði Fjórar grískar raddir úr jörðu Kjell Espmark (f. 1930) er sænskt ljóðskáld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.