Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2006, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2006, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 27. maí 2006 | 15 Myndlist Lesbók mælir með ferð á sýningu Ný-listasafnsins og Orkuveitunnar þessa vik- una. Í gagnrýni um sýninguna sem birtist í Morgunblaðinu í gær bendir Ragna Sigurð- ardóttir gagnrýnandi réttilega á að ekki hafi farið nógu hátt hversu maímánuður býður upp á „mikið og fjölbreytt úrval íslenskrar og al- þjóðlegrar myndlistar í Reykjavík. Nú er alveg kjörið tækifæri til að sækja eins og tvær eða þrjár sýningar heim, sýningar sem gefa innsýn í strauma og stefnur samtímans“. Hún nefnir sýningar á Listasafni Íslands, í i8 og útskrift- arsýningu Listaháskólans sem dæmi. Í dómi sínum um ofangreinda sýningu 24 listamanna í Nýlistasafninu og Orkuveitunni, sem var tilefni þessara hugleiðinga um framboð á myndlist í maí, segir Ragna m.a. „Sýningin er bæði fjölbreytt og aðgengileg […]. Ef það er eitthvað eitt framar öðru sem einkennir list þessara 24 ólíku listamanna er það aðgengileiki og sterk frásagnartilhneiging, afar spennandi þráður innan samtímalistanna“. Leiklist Við mælum með því að leiklistaráhugafólkleggi leið sína í Landnámssetur Íslands í Borgarnesi að sjá Mr. Skallagrímsson í flutn- ingi Benedikts Erlingssonar. María Kristjáns- dóttir talað í dómi hér í Morgunblaðinu um kynngimátt sagnamannsins Benedikts: „Hann hefur okkur áhorfendur í hendi sér; heldur okk- ur við frásögnina, við engjumst um af hlátri, grípum andann á lofti, dáumst að honum; hvílir okkur með því að tefja frásögnina með út- úrdúrum. Haukfránn, eldsnöggur – og áreynslulaust – virðist hann þegar upp er staðið hafa spunnið áfram eða skáldað upp þessa fornu sögu úr nærveru okkar, tilvist okkar.“ Kvikmyndir Lesbókin mælir að þessu sinni með kvik-myndinni X-Men: The Last Stand sem er byggð á vinsælum banda- rískum teiknimyndasögum um stökkbreyttar verur sem há baráttu fyrir eigin tilveru. Í dómi Sæbjörns Valdimarssonar sem birtist í Morgunblaðinu um helgina segir meðal annars: „Lokakaflinn lítur mjög vel út, hann er hraður, spennandi og tæknilega best gerður af þrennunni. X-Men III hefur því flest það til að bera sem prýða má léttmeti sumarsins. Lokakaflinn er sterk sjón- ræn upplifun, fagmannleg samflétta leikinna og tölvu- teiknara atriða þar sem eitt af þjóðartáknum Banda- ríkjanna fer út og suður.“ Tónlist Lesbókin mælir að þessu sinni með tónleikum Mugi- son sem fram fara á vegum Listahátíðar í Reykjavík en tónleikarnir verða haldnir Austurbæ á morgun. Á tón- leikunum mun Mugison flytja nýja tónlist í nýjum búningi því nú kemur hann fram með fullskipaðri hljómsveit en ekki bara við annan mann eða einn eins og hingað til. Mugison á að baki plöturnar Lonely Mountain og Mugimama, Is This Monkey Mus- ic auk þess sem hann samdi tónlistina fyrir kvikmynd Friðriks Þórs, Niceland, og kvik- mynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven. Undanfarið hefur Mugison unnið að nýrri tónlist og mun hún án efa heyrast á tón- leikunum annað kvöld sem hefjast kl. 21. Að- gangseyrir er 2.500 krónur. Lesbók mælir með… Morgunblaðið/Eyþór Benedikt Erlingsson „Hann hefur okkur áhorfendur í hendi sér.“ VIÐ óviðunandi aðstæður heldur Hönn- unarsafn Íslands áfram starfsemi sinni, nú á áttunda ári og enn er ekkert framtíðarhúsnæði í sjónmáli. Leirlistarkonunar þrjár sem þar sýna láta þetta þó ekki á sig fá heldur setja fram muni sína á skýran og formfastan máta og nýta rýmið til hins ýtrasta. Þær Guðný Magn- úsdóttir, Kogga og Kristín Sigfríður Garð- arsdóttir eru allar reyndar í faginu og hafa mót- að sér sinn stíl. Þær sýna töluvert af nytjahlutum og listmunum, sýning þeirra er hrein, klár og aðgengileg og hið sama má segja um meðfylgjandi bækling þar sem birt er af- slappað en um leið upplýsandi viðtal við lista- konurnar. Guðný Magnúsdóttir er stórtækust þeirra þriggja hvað varðar hreint umfang listmuna. Hún sýnir mestmegnis stór ker þar sem kallast á yfirborð, litir og form svo úr verður samspil á mótum málverks og skúlptúrs. Litasamsetn- ingar hennar minna á strangflatarmálverk en Morgunblaðið/Ómar Guðný Magnúsdóttir „Hún sýnir mestmegnis stór ker þar sem kallast á yfirborð, litir og form svo úr verður samspil á mótum málverks og skúlptúrs.“ MYNDLIST Hönnunarsafn Íslands við Garðatorg Guðný Magnúsdóttir, Kogga, Kristín Sigfríður Garð- arsdóttir Til 18. júní. Opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 14-18. 3x3 Ragna Sigurðardóttir litavalið einnig á náttúru Íslands. Ker Guðnýjar eru nær skúlptúrum en nytjahlutum, formsterk og ákveðin, hún hefur skapað sér sinn persónu- lega stíl. Hið sama má segja um Koggu, en hún sýnir fjölda muna sem eiga sameiginlegt spenn- andi og lifandi yfirborð sem er í góðu samræmi við form. Áferðin er sprungin og minnir bæði á hraun og yfirborð gamalla málverka, sprung- urnar minna líka á hluti sem hafa brotnað og verið límdir saman á ný. Hér eru náttúrulitir allsráðandi, steinar og mosi. Sú þriðja, Kristín Sigríður vinnur með léttari form og liti, hún sýnir einnig glermuni. Það er breidd og áræðni í nytjahlutum hennar og hún nýtir sér nútíma- tækni þegar hún brennir ljósmyndir á yfirborð og þræðir plastsnúrur í suma munina svo úr verður áhugavert samspil hefðar og samtíma. Sýning þessara þriggja birtir ágætlega að við eigum þroskaða og persónulega listamenn í leirnum. Miðað við aðstæður hér á landi, skort á framleiðendum og söluleiðum, er mesta furða hvað greinin blómstrar. Nú er persónuleg hönnun og sér í lagi íslensk hönnun að verða æ vinsælli og óhætt að mæla með heimsókn í Hönnunarsafnið. Það er vel falið, en fyrir þá sem ekki þekkja til er það staðsett á Garðatorgi 7, gangið upp rampinn. Fjölbreyttir leirmunir LESARINN Dyr að draumi eftir Þorstein frá Hamri (Mál og menning, 2005). Ég hef haft nýjustu ljóðabók Þorsteins fráHamri, Dyr að draumi, liggjandi á nátt- borðinu mínu undanfarna mánuði. Gott að lesa nokkur – jafnvel bara fáein – ljóð fyrir svefninn. Þorsteinn gaf út sína fyrstu ljóðabók 1958 og er fyrir löngu kominn í hóp okkar virtustu skálda og þess vegna er merkilegt að fá frá honum ný og fersk ljóð sem einkennast af hlýju, hógværð og lífsreynslu með hæfilegu ívafi af glettni. Mörg fjalla um hinstu rök, t.d. Hið máttuga ker, án þess þó að vera þung eða hátíðleg. Þarna eru eftirminnilegar og vel gerðar náttúrumyndir sem vísa um leið til einhvers annars: „Já, leiðum hugann / að lífríki spora / hvernig í sól- bráð má sjá / margan geðþóttann / gufa upp, hverfa“. Þarna er ort um tímann, það sem er og var og hvernig það rennur saman í eitt. Staðir, jafnólíkir og Drangey í Skagafirði og brú yfir Signu, verða að eftirminnilegum myndum. Hér er líka ort um svörin, sannfæringuna, trúna. Þar er annars vegar hin sjálfumglaða trú á réttar línur, vald og vissu og hins vegar „hið blæmjúka betlehemsrökkur“ sem „breiddi ró yfir barn og spurn“. Margrét Eggertsdóttir Margrét Eggertsdóttir DAGBÓKARBROT Hófí. Dagbók fegurðardrottningar. Jón Gústafsson skráði. AB, 1986. Færsla frá 25. maí 1986. Nokkrum dögum eftir keppnina tókum viðsvo þátt í Afríkuhlaupinu stelpurnar úr keppninni og ég. Ég varð svolítið móð því ég hef ekki hlaupið mikið á þessu ári. Í STJÖRNUSPÁNNI hér í blaðinu á þriðju- daginn stóð meðal annars þetta: „Áhrifasvið Vatnsberans eykst um leið og hann kannar ólík menningarsvæði og listgreinar. Vertu óttalaus.“ Í þessi orð vitnaði Kolbeinn Ketilsson óp- erusöngvari á tónleikum hans og hljómsveit- arinnar Rússíbana í Íslensku óperunni á þriðju- dagskvöldið. Sagði hann að spáin ætti einkar vel við; hann væri Vatnsberi og væri einmitt á þess- ari stundu að kanna ólík menningarsvæði og listgreinar. Hann hefði aldrei áður komið fram með viðlíka hljómsveit; Rússíbanar eru þekktir fyrir tónlist í léttari kantinum sem er auðvitað langt frá hádramatískum óperutryllum. Auðheyrt var að Kolbeinn var óöruggur í byrjun, enda steig hann varlega til jarðar í fyrstu lögunum. En hann var fljótur að komast á flug og þá héldu honum engin bönd. Á efnis- skránni var sjarmerandi tónlist frá Ítalíu, Rúss- landi, Íslandi og víðar, og varð hún stöðugt magnaðri eftir því sem á leið. Sjómannavalsinn var einstaklega hrífandi í meðhöndlum Kol- beins og O sole mio í lokin svo glæsilegt að áhorfendur orguðu af hrifningu. Ef söngvarinn hefði hent hanska út í salinn eins og Franz Liszt gerði á sínum tíma hefði hann örugglega verið rifinn í tætlur af trylltum tónleikagestum! Ástæðan fyrir þessu var ekki eingöngu sú hve söngurinn var grípandi. Kolbeinn hafði húmor fyrir sjálfum sér og var svo notalega blátt áfram þegar hann kynnti lögin; áheyr- endur kunnu að meta það. Sama má segja um Guðna Franzson klarinettuleikara, sem var í forsvari fyrir hljómsveitina. Margt skondið kom út úr honum á milli atriða og var sambandið á milli hans og hinna hljóðfæraleikaranna skemmtilega afslappað. Frábær stemning var því á tónleikunum. Í einu laginu spilaði Guðni á pikkolóflautu í tilefni þess að Ian Anderson var að troða upp í Laugardalshöllinni á sama tíma, og stóð hann á öðrum fæti, alveg eins og Anderson gerir. Að öðru leyti hélt Guðni sig við klarinettuna og var leikur hans yfirleitt prýðilegur; helst mátti finna að því að hann var heldur hvass hér og þar. Sem betur fer kom það ekki oft fyrir. Þeir Kristinn Árnason gítarleikari, Tatu Kantomaa harmóníkuleikari, Jón skuggi bassa- leikari og Matthías Hemstock slagverksleikari voru með allt sitt á hreinu og tónsmíðar eftir þá Kristin og Tatu voru flestar áheyrilegar, sér- staklega var gaman að tangó eftir þann fyrr- nefnda, sem var þrunginn geigvænlegum krafti. Og nokkur lög eftir Hróðmar Sigurbjörnson voru full af ljúfri sumarstemningu, sem yljaði manni um hjartaræturnar. Veitti svo sann- arlega ekki af í því þeim hroðalega kulda sem ríkti fyrir utan. Hugrakkur Vatnsberi Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Kolbeinn Ketilsson „Ef söngvarinn hefði hent hanska út í salinn eins og Franz Liszt gerði á sínum tíma, hefði hann örugglega verið rifinn í tætlur af trylltum tónleikagestum!“ Jónas Sen TÓNLIST Íslenska óperan Kolbeinn Ketilsson og Rússíbanar fluttu létta tónlist úr ýmsum áttum. Þriðjudagur 23. maí. Listahátíð í Reykjavík

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.