Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2006, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2006, Blaðsíða 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 27. maí 2006 F áum erlendum mönnum, mér óvandabundnum, hef ég tengst jafn nánum böndum og Niels-Henning Ørsted Peder- sen. Það gat orðið langt á milli funda en við spjölluðum því oftar saman í síma. Það var eitthvað í per- sónuleika hans sem mér fannst ómótstæði- legt. Ég fór í tónleikaferðir með honum, skipulagði flesta tónleika hans hérlendis, en hingað kom hann tólf sinnum og hélt átján tónleika. Það var næstum jafn mikil upplifun og að heyra hann spila á bassann, að sitja með honum á tveggja manna tali um lífið og til- veruna; tónlist, bókmenntir og sögu. Hann var hafsjór fróðleiks og húmoristi af bestu gerð, danskri, og bjó alla tíð að hinum grundt- vigska menntaarfi úr föðurgarði. Þegar hann bauð mér með sér til fæðingaþorps síns Osted, fyrir sunnan Helsingør, var hann stolt- ur af hlutverki bæjarins í hinu grundtvigska menntakerfi, en faðir hans, Niles Pedersen, var lengstum skólastóri frjálsa framhaldsskólans þar og söng í kirkju- kórnum, en mamma hans var organisti. Faðir- inn var látinn er ég sótti Osted heim, en við heimsóttum Theodoru móður Niels og þangað kom systir hans, Kirsten, sem hafði tekið við stöðu móður sinnar í kirkjunni. Niels sagði mér stoltur frá því, þegar hann sat undir borði, stráklingur, og hlustaði andaktugur á samræður félaganna; föður síns, Jørgens Jørgensens fyrrum kennslumálaráðherra, þingmannsins Kristens Helveg Pedersens og rithöfundarins Erik Aalbæk Jensens sóknar- prests, en þeir voru allir í fararbroddi hins grundtvigska stjórnmálaflokks Radikal venstre. Þá sagði ég honum frá því þegar ég sat bakvið sófa í betri stofunni á Sámstöðum í Fljótshlíð og hlustaði á samræður Klemenzar Kristjánssonar kornbónda og framsóknar- manns, bróður hans Sverris Kristjánssonar sagnfræðings og kommúnista og séra Sigurð- ar Pálssonar í Hraungerði, vígslubiskups og íhaldmanns. Þetta var skóli lífsins þótti okk- ur. Niels var stoltur yfir minnismerkinu sem íslenska þjóðin reisti Jørgen Jørgensen í Osted, en Jørgen átti hvað mestan þátt danskra stjórnmálamanna í því að handritin voru afhent okkur Íslendingum. Ungur las Niels Íslendingasögurnar og ætíð lifði ,,sagaø- en“ í huga hans og þangað vildi hann leggja leið sína er færi gæfist. Það var fyrst í desem- ber 1977 að Niels kom til Íslands með tríói sínu þar sem æskuvinur hans frá Osted, Ole Kock Hansen, lék á píanó og Alex Riel á trommur. Tónleikarnir í Norræna húsinu urðu þrennir og það má segja að Niels hafi sungið sig inní íslenska þjóðarsál með ljóð- rænum jafnt sem kröftugum djasstúlkunum á dönskum þjóð- og sönglögum. Það var troð- fullt út að dyrum og í bókasafninu líka og þannig var það alltaf er Niels kom til Íslands – troðfullt. Árið eftir, í apríl, fyllti hann Há- skólabíó þar sem hann lék með tríói sínu, Philip Catherine á gítar og Billy Hart á trommur og höfðu þeir tónleikar ótrúleg áhrif á unga íslenska hljóðfæraleikara og í júní var Laugardalshöllin troðfull, en þar átti nú pían- istinn stóran hlut í máli, sjálfur Oscar Peter- son, en með honum lék Niels-Henning meira og minna frá 1973. Íslandsferðirnar urðu tólf og tónleikarnir átján. Niels náði ótrúlega ungur þroska sem bassaleikari. Hann valdi bassann ekki sjálfur; hafði alltaf mestan áhuga á að leika sér með laglínur og þetta var ekki ákjósanlegasta hljóðfæri til þess, en það vantaði bassa í hljómsveit stóru bræðra hans og Ole Kock var á píanó og á bassa skyldi hann spila. Faðir hans keypti handa honum bassa með því skil- yrði að hann lærði á hann og það gerði hann svo sannarlega bæði hjá Oscar Hegner, sem arfleiddi hann seinna að bössum sínum og nótnasafni, og Johan Poulsen. Heimsstjarnan Niels hafði lært á píanó í Helsingør og þegar hann, fjórtán ára, fór að leika í Kaupmanna- höfn með Bent Axen, var hlegið góðlátlega að sveitastráknum sem talaði um göngu- og hlaupanótur í staðinn fyrir fjórða- og áttunda- parts nótur. En menn brostu ekki lengi að Niels-Henning. Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann hljóðritaði breiðskífu með mesta píanósnillingi bíbopsins, Bud Powell, og með honum lék hann um tíma á Jazzhus Mont- martre í Store Regnegade. Niels mátti aðeins spila þrjú kvöld í viku vegna skólans og mamma hans fór með honum að hitta Bud til að vita hvort óhætt væri að láta barnið leika með þessum manni. Niels túlkaði og að lokum sagði Theodora: ,,Það er allt í lagi með þenn- an mann. Hann hefur svo góðleg augu. Niels ætlaði að taka stúdentspróf, en svo mikið var að gera í spilamennskunni að hann kláraði að- eins gagnfræðaskólann – en á bassann lærði hann. Honum var boðin staða í stórsveit Count Basie er hann var sautján ára, en var þá of ungur til að fá atvinnuleyfi í Bandaríkj- unum. Þá var bara að halda áfram að leika í Montmartre og það var þar sem hann lærði galdurinn sem ekki er hægt að læra í neinum skóla. Það var ekki ónýtt að spila mánuðum saman með mönnum á borð við Ben Webster og Dexter Gordon. Niels-Henning var átján ára sá bassaleikari sem flestir bandarískir einleikarar vildu leika með í Evrópu og þeir hringdu margir í hann eftir að hafa leikið með honum þar til að fá hann til Bandaríkjanna eða í heimsreisu. Það segir allt. Fræg er tón- leikaferð hans með Sonny Rollins, Bill Evans, Lee Konitz og fleirum um Evrópu 1965. Löngu seinna spurði Toots Thilemans hvers- vegna hann hefði neitað að ráða sig í tríó Bill Evans. Niels kom af fjöllum, en Bill sem var innhverfur maður hafði spurt Niels óbeint: ,,Gæturðu hugsað þér að flytja til Bandaríkj- anna? sem Niels svaraði neitandi. Hvað ef Sonny Rollins hefði boðið honum það sama? Þegar Niels kom hingað með tríói sínu með Philip og Billy Hart sagði hann mér að hann hefði verið ,,trylltur í að leika með Sonny Rollins. Hann lék einsog fjandinn sjálfur. Sá náttúrukraftur sem bjó í honum heillaði mig. Ég hef aldrei upplifað jafn magnþrungna sköpun nema með tríói mínu með Philip og Billy. Þessi tilfinning að allt geti gerst hvenær sem er. Að allir þeir hæfileikar sem við ráðum yfir séu lagðir í sameiginlegan sjóð sem allt í einu ber ávöxt sem engan gat óraði fyrir.“ Tilboðin um að flytja til Bandaríkjanna bár- ust oft, ekki síst eftir að hann réðist til Oscars Petersons. Norman Granz, djassunnandinn góði og umboðsmaðurinn mikli, gat aldrei skilið hvernig Niels varpaði frá sér gullnum tækifærum til fjár og frama með því að búa sem fastast í Ishøj. En Niels þénaði nóg fyrir sig, Solveigu og dæturnar og það skipti hann engu hvort hann ynni einhverjar vinsælda- kosningar í Bandaríkjunum. Og nóg var að starfa, eiginlega alltof mikið. Niels átti erfitt með að neita mönnum um greiða og því voru fríin fá þau 45 ár sem hann sló bassann. Vika hér og vika þar. Síðan eilífur flækingur um heiminn og slíkt reynir á, ekki síst þegar blóð- þrýstingurinn er of hár. Ég veit ekki hvort allir gera sér grein fyrir hversu erfitt líf heimsstjörnunnar er. Ein nótt hér og önnur þar. Öll hótelin eins, tónleikahallirnar, hljóð- prufurnar. Og tímarnir 22 sem eru undanfari tónleikanna sem verða að heppnast taka á taugarnar. Og einmanaleikinn. Fjölskylda og vinir fjarri og þú í hópi manna sem þú átt kannski ekkert sameiginlegt með nema tón- listina. Ég er norrænn maður Niels Henning var danskur, pæredansk, en hann leit fyrst og fremst á sig sem norrænan mann. Arfleifð Grundtvigs mótaði persónu- leika hans. Hann hafði lifandi áhuga á öllu mannlegu og yndi af samræðum, enda sam- ræðusnillingur. Honum leiddist innantómt blaður og hvarf þá heldur upp á hótelherbergi til að lesa. Hann var alltaf með bókastafla með sér. Skálverk, reyfara, sagnfræðirit. Hann var lifandi uppspretta félaga sína um sögu og staðhætti þeirra landa sem þeir heim- sóttu og í fáum orðum gat hann brugðið upp greinargóðri mynd af því sem hann var að lesa. William Heinesen og Johannes V. Jen- sen voru meðal uppáhalds höfunda hans og þegar við ræddum um bækur Heinesens ljóm- aði hann. Laxness hafði hann lítið lesið en eft- ir að ég gaf honum Gerplu fékk hann ást á skáldinu. Ekki skrítið að Gerpla hafi fallið honum í geð; honum sem var húmoristi af guðs náð, alinn upp við Íslendingasögur, gagnrýninn á fjöldahreyfingar og persónu- dýrkun og húmanisti í orðsins bestu merk- ingu. Af yngri höfundum íslenskum hafði hann uppáhald á Einari Má. Eitt sinni er Niels kom til Íslands sagði hann mér að blaðamaður nokkur hefði verið að taka við sig viðtal og þegar hann vissi að Niels væri á leið hingað hafi hann sagt: ,,Bara að ég væri að fara þangað.“ Niels bætti svo við: ,,Við spjölluðum dálítið saman og það kom í ljós að báðir dáðum við Ísland og Færeyjar. Þegar ég fór að hugsa betur um þetta kom mér í hug að kannski værum við Norður- landabúar einn kynþáttur, kannski værum við ekki það sem landamærin ætla okkur að vera. Oft skiljum við hverjir aðra ansi vel, sér í lagi þegar húmorinn er annars vegar og hann er góður mælikvarði. Maður segir brandara ein- hvers staðar og allir skilja hann – en á næsta stað hrista menn bara höfuðið. Þó nokkuð fyr- ir norðan dönsk-þýsku landamærin geturðu sagt brandara sem allir skilja en haldirðu lengra suður á bóginn hrista menn höfuðið. Ég trúi ekki á endurfæðingu, en mér finnst ég hluti af víkingakynstofninum einsog þið Ís- lendingar og Færeyingar. Og mér finnst við eiga mikið sameiginlegt í norðrinu. Auðvitað erum við ósammála um margt og eigum að vera það, en mér finnst við eiga það mikið sameiginlegt að mér finnst ég vera á heima- slóðum hér.“ Niels-Henning, ásamt Jan Garbarek, er eini norræni djassleikarinn sem hefur haft áhrif á djassleikara um allan heim, í Banda- ríkjunum líka. Það er bæði tækni hans og ein- stök ljóðræn túlkun sem valda því. Hann þró- aði tækni þar sem hann pikkaði bassann með þremur fingrum, stundum fjórum þegar hann bætti litlafingri við, og hægri hendinni hélt hann lóðrétt á gripbrettinu svo hann gæti not- að fjóra fingur þar. Þessi tækni útheimtir miklar æfingar og yfirleitt þegar Niels- Henning var heima pikkaði hann verk gömlu meistaranna á bassann, oftast sellósvítur Bachs. Hann var oft sakaður um að láta tæknina taka af sér völdin og auðvitað kom það stundum fyrir. Hann var skjótráður og snöggur að eðlisfari og hafði oft, sér í lagi á yngri árum, tekið einhver mögnuð bassahlaup áður en hann hafði áttað sig á því að betra hefði verið að fara aðra leið. En hin síðari ár varð leikur hans æ yfirvegaðri og í mörgum útgáfum hans á dönskum þjóðlögum og grundtvigskum sálmum ríkir fegurðin ein. Hann sagði oft að mesti galdurinn fælist í að gera einfalda laglínu að meistaraverki og kjarni tónlistarinnar væri fegurðin og bætti svo gjarnan við: ,,Musik er skønt.“ Hann var einn öflugasti ryþmabassaleikari sem sögur fara af og fremstur allra ljóðrænna bassaein- leikara. Hann hafði slíkt yndi af fallegri lag- línu að hún varð frekar uppspretta spuna hans en hljómarnir, líkt og hafði verið hjá gömlu meisturunum einsog Louis Armstrong. Fyrir Niels voru tónleikarnir framundan mik- ilvægustu tónleikarnir. Skipti ekki máli hvort þeir voru í Carnegie Hall í New York eða Agógeshúsinu í Vestmannaeyjum, og svo sagði hann gjarnan: ,,Við megum aldrei gleyma því að tónlistin er það sem málið snýst um. Þú spilar á sviðinu vegna tónlistarinnar. Tónlistin hljómar þar ekki vegna þín.“ Það er erfitt að sætta sig við að Niels- Henning skyldi falla frá aðeins 58 ára og enn í fullu fjöri með óskerta sköpunargáfu. Hann var að leggja grunninn að nýju verkefni með píanistanum Mullgrew Miller og trommaran- um Alvin Queen. Hann ætlaði að leika með þessu tríói á þrjátíu ára afmæli Jazzvakningar í september í fyrra og hljóðrita hér geisladisk og jafnvel einnig með íslenskum djassleikur- um. En ævistarfið er mikið. Hann hljóðritaði eitthvað á milli sjö og átta hundruð breið- skífur auk óteljandi tónleika í hljóð- og sjón- varpi. Það væri lítið mál að vera með dag- legan Niels-Henning þátt í útvarpi árið um kring og þeir þættir yrðu um leið djasssaga síðustu fjörutíu og fimm ára því hann hljóðrit- aði með flestum helstu snillingum djassins sem honum voru samtíma, allt frá Count Basie til Miles Davis. Niels-Henning Ørsted Pedersen „Niels hafði lært á píanó í Helsingør og þegar hann, fjórtán ára, fór að leika í Kaupmannahöfn með Bent Axen, var hlegið góðlátlega að sveitastráknum sem talaði um göngu- og hlaupanótur í staðinn fyrir fjórða- og áttundaparts nótur.“ Strákurinn frá Osted Í dag hefði einn helsti bassasnillingur sögunnar, Niels-Henning Ørsted Pedersen, orðið sextugur, en hann lést aðeins 58 ára hinn 19. apríl í fyrra. Greinarhöfundur kynntist honum vel og segir hér sitt hvað frá lífi hans og list. Eftir Vernharð Linnet linnet@simnet.is Höfundur er tónlistargagnrýnandi á Morgunblaðinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.